Hagnaður Hótel Sögu 64 milljónir Samúel Karl Ólason skrifar 11. ágúst 2015 17:44 Heildartekjur hótelsins voru rúmar 1.500 milljónir króna. Vísir/Vilhelm Hagnaður Hótel Sögu var 64 milljónir króna í fyrra, eftir skatta og afskriftir. Þetta kemur fram í ársuppgjöri fyrirtækisins. Heildartekjur hótelsins voru rúmar 1.500 milljónir króna og jukust þær um 14 prósent á milli ára. Sú aukning er sögð skýrast af auknum fjölda ferðamanna og betri nýtingu. „Reksturinn gengur mjög vel eins og annarsstaðar í ferðaþjónustu þessa dagana. Nýtingin hefur aukist á milli ára, sérstaklega utan háannar,“ segir Ingibjörg Ólafsdóttir, hótelstjóri, í tilkynningu. „Ánægjulegt er að okkur hefur tekist að bæta framlegðina með því að fá betri meðalverð. Þannig höfum við náð miklum árangri undanfarin misseri við að bæta afkomu rekstrarins. Samhliða því hefur verið tekin ákvörðun um að fara í umtalsverðar endurbætur á hótelinu, m.a. uppgerð herbergja og breytingu á veitingarýmum.“ Fyrr á þessu ári tóku Bændasamtök Íslands, sem eiga Hótel Sögu, ákvörðun um að ganga ekki til viðræðna um sölu hótelsins. Þá lágu fyrir tilboð í söluferli sem MP banki annaðist. Í tilkynningunni segir að stjórn samtakanna hafi metið að hagstæðara væri að halda áfram rekstri og hefur sú aðstaða ekki breyst. Hótelið er í eigu Hótel Sögu ehf. sem er 50 ára gamalt fyrirtæki í eigu Bændasamtaka Íslands. Á hótelinu eru 209 herbergi, tíu funda- og veislusalir og tveir veitingastaðir. Þar starfa um 100 manns. Fasteign Hótel Sögu ehf. við Hagatorg er um 19.000 fermetrar að stærð og hýsir hótelstarfsemi, veitingastaði, banka, hárgreiðslustofu, líkamsræktarstöð o.fl. Skrifstofur Bændasamtaka Íslands eru á þriðju hæð fasteignarinnar. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Sjá meira
Hagnaður Hótel Sögu var 64 milljónir króna í fyrra, eftir skatta og afskriftir. Þetta kemur fram í ársuppgjöri fyrirtækisins. Heildartekjur hótelsins voru rúmar 1.500 milljónir króna og jukust þær um 14 prósent á milli ára. Sú aukning er sögð skýrast af auknum fjölda ferðamanna og betri nýtingu. „Reksturinn gengur mjög vel eins og annarsstaðar í ferðaþjónustu þessa dagana. Nýtingin hefur aukist á milli ára, sérstaklega utan háannar,“ segir Ingibjörg Ólafsdóttir, hótelstjóri, í tilkynningu. „Ánægjulegt er að okkur hefur tekist að bæta framlegðina með því að fá betri meðalverð. Þannig höfum við náð miklum árangri undanfarin misseri við að bæta afkomu rekstrarins. Samhliða því hefur verið tekin ákvörðun um að fara í umtalsverðar endurbætur á hótelinu, m.a. uppgerð herbergja og breytingu á veitingarýmum.“ Fyrr á þessu ári tóku Bændasamtök Íslands, sem eiga Hótel Sögu, ákvörðun um að ganga ekki til viðræðna um sölu hótelsins. Þá lágu fyrir tilboð í söluferli sem MP banki annaðist. Í tilkynningunni segir að stjórn samtakanna hafi metið að hagstæðara væri að halda áfram rekstri og hefur sú aðstaða ekki breyst. Hótelið er í eigu Hótel Sögu ehf. sem er 50 ára gamalt fyrirtæki í eigu Bændasamtaka Íslands. Á hótelinu eru 209 herbergi, tíu funda- og veislusalir og tveir veitingastaðir. Þar starfa um 100 manns. Fasteign Hótel Sögu ehf. við Hagatorg er um 19.000 fermetrar að stærð og hýsir hótelstarfsemi, veitingastaði, banka, hárgreiðslustofu, líkamsræktarstöð o.fl. Skrifstofur Bændasamtaka Íslands eru á þriðju hæð fasteignarinnar.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Sjá meira