Fiat Chrysler hækkar hagnaðarspána Finnur Thorlacius skrifar 11. ágúst 2015 12:00 Jeep Cherokee og aðrir Jeep bílar seljast mjög vel. Svo vel gengur hjá Fiat Chrysler um þessar mundir að fyrirtækið hefur þurft að breyta spám sínum um hagnað ársins í betri áttina. Hagnaður fyrri helmings ársins var 223 milljarðar króna, en var 129 milljarðar í fyrra. Fyrir vikið hefur fyrirtækið gert ráð fyrir meiri hagnaði á árinu en fyrri spár sögðu til um. Það er aðallega mjög góð sala í Bandaríkjunum og frábær sala Jeep á öllum mörkuðum sem skapa þennan mikla hagnað nú. Velta Fiat Chrysler jókst um 25 frá fyrsta fjórðungi ársins til þess næsta og velta þeirra beggja nam 1.273 milljörðum króna. Fiat hafði spáð 607 milljarða EBIT hagnaði fyrir árið í ár en hefur nú breytt spánni í 666 milljarða hagnað.Helmingur hagnaðarins varð til í Bandaríkjunum Ríflega helmingur hagnaðar Fiat Chrysler varð til í Bandaríkjunum á fyrri helmingi ársins og hann meira en tvöfaldaðist á milli ára. Hagnaður af sölu náði nú 7,9% en var 4,9% í fyrra. Salan þar vestra jókst um 8% og nam 677.000 bílum. Salan í Evrópu, Afríku og miðausturlöndum jókst um 13% og hagnaður þar um 19%. Salan í Kína minnkaði um 15% á milli ára og hagnaður þar minnkaði um 47%. Tap var á sölu bíla í Brasilíu og Argentínu, en þar var hagnaður af sölu í fyrra. Salan þar minnkaði líka um 32% og er til marks um almennt lélega bílasölu þar í ár og slæmt efnahagsástand. Alls seldi Fiat Chrysler 1,19 milljón bíla á fyrri helmingi ársins, en í fyrra seldi fyrirtækið 1,18 milljón bíla. Sala Jeep bíla í heiminum jókst um 27% á þessum fyrstu 6 mánuðum ársins. Við þessar góðu hagnaðarfréttir Fiat Chrysler hækkuðu hlutabref í félaginu um 6,6% og hafa þau hækkað um 45% á ár. Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent
Svo vel gengur hjá Fiat Chrysler um þessar mundir að fyrirtækið hefur þurft að breyta spám sínum um hagnað ársins í betri áttina. Hagnaður fyrri helmings ársins var 223 milljarðar króna, en var 129 milljarðar í fyrra. Fyrir vikið hefur fyrirtækið gert ráð fyrir meiri hagnaði á árinu en fyrri spár sögðu til um. Það er aðallega mjög góð sala í Bandaríkjunum og frábær sala Jeep á öllum mörkuðum sem skapa þennan mikla hagnað nú. Velta Fiat Chrysler jókst um 25 frá fyrsta fjórðungi ársins til þess næsta og velta þeirra beggja nam 1.273 milljörðum króna. Fiat hafði spáð 607 milljarða EBIT hagnaði fyrir árið í ár en hefur nú breytt spánni í 666 milljarða hagnað.Helmingur hagnaðarins varð til í Bandaríkjunum Ríflega helmingur hagnaðar Fiat Chrysler varð til í Bandaríkjunum á fyrri helmingi ársins og hann meira en tvöfaldaðist á milli ára. Hagnaður af sölu náði nú 7,9% en var 4,9% í fyrra. Salan þar vestra jókst um 8% og nam 677.000 bílum. Salan í Evrópu, Afríku og miðausturlöndum jókst um 13% og hagnaður þar um 19%. Salan í Kína minnkaði um 15% á milli ára og hagnaður þar minnkaði um 47%. Tap var á sölu bíla í Brasilíu og Argentínu, en þar var hagnaður af sölu í fyrra. Salan þar minnkaði líka um 32% og er til marks um almennt lélega bílasölu þar í ár og slæmt efnahagsástand. Alls seldi Fiat Chrysler 1,19 milljón bíla á fyrri helmingi ársins, en í fyrra seldi fyrirtækið 1,18 milljón bíla. Sala Jeep bíla í heiminum jókst um 27% á þessum fyrstu 6 mánuðum ársins. Við þessar góðu hagnaðarfréttir Fiat Chrysler hækkuðu hlutabref í félaginu um 6,6% og hafa þau hækkað um 45% á ár.
Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent