Franska ríkið selur 5% í Renault Finnur Thorlacius skrifar 11. ágúst 2015 11:45 Höfuðstöðvar Renault. Franska ríkið ætlar að selja þann 5% hlut sem það eignaðist í Renault fyrr í ár. Franska ríkið keypti þessi bréf þegar franski bílaframleiðandinn var afar fjárvana og var það hluti af björgunaraðgerðum ríkisins til handa þarlendum bílaframleiðendum. Eftir söluna mun franska ríkið enn eiga 15% í Renault. Franska ríkið hefur sett sér markmið varðandi einkavæðingu eigna í eigu ríkisins og er þessi sala ekki síst liður í þeirri stefnu, en að auki hefur Renault braggast mjög frá því að ríkið keypti þennan 5% hlut og er ekki eins illa statt og í byrjun árs. Sala fyrirtækisins hefur verið ágæt í ár. Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent
Franska ríkið ætlar að selja þann 5% hlut sem það eignaðist í Renault fyrr í ár. Franska ríkið keypti þessi bréf þegar franski bílaframleiðandinn var afar fjárvana og var það hluti af björgunaraðgerðum ríkisins til handa þarlendum bílaframleiðendum. Eftir söluna mun franska ríkið enn eiga 15% í Renault. Franska ríkið hefur sett sér markmið varðandi einkavæðingu eigna í eigu ríkisins og er þessi sala ekki síst liður í þeirri stefnu, en að auki hefur Renault braggast mjög frá því að ríkið keypti þennan 5% hlut og er ekki eins illa statt og í byrjun árs. Sala fyrirtækisins hefur verið ágæt í ár.
Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent