Flak flugvélarinnar á leið til Reykjavíkur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. ágúst 2015 22:28 Þyrla Landhelgisgæslunnar að störfum. Vísir/Völundur Jónsson Búið er að flytja flugvélina sem fórst í Barkárdal í gær niður af fjallinu þar sem hún brotlenti. Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti flugvélahlutina í nokkrum hlutum þar sem þeim var komið fyrir á bíl og fer flakið beint til Reykjavíkur þar sem rannsókn slyssins heldur áfram. Vísir ræddi við Ragnar Guðmundsson, rannsakanda á flugslysasviði Rannsóknarnefnd samgönguslysa. Bjóst hann við því að flak vélarinnar væri væntanlegt til Reykjavíkur seint í nótt en aðgerðin við að flytja flakið niður af slysstað gekk vel. „Flakið var flutt niður af fjallinu, sett á bíl sem lagði af stað til Reykjavíkur og við reiknum með að það komi til Reykjavíkur seint í nótt. Aðgerðin gekk vonum framar. Aðstæður voru góðar og það gekk vel að ganga frá þessu. “ Við tekur svokölluð frumrannsókn en ekki er búist við að niðurstöður rannsóknarinnar liggi fyrir á næstunni. „Nú tekur við rannsóknin og þetta fer í formlegt rannsóknarferli sem hófst með vettvangsrannsókninni sem kláraðist fyrr í dag. Næsta skref er svokölluð frumrannsókn. svo tekur þetta við koll af kolli. Frá því að slys verður og þangað til skýrsla er gefin út er svona frá einu og upp í þrjú ár en það fer eftir hversu flókin rannsóknin er.“ Kanadískur karlmður að nafni Arthur Grant Wagstaff lést í flugslysinu en hinn þaulreyndi flugmaður Arngrímur Jóhannson, dvelur nú á gjörgæsludeild Landspítalans með alvarleg brunasár. Líðan hans er stöðug. Flugslys í Barkárdal Hörgársveit Tengdar fréttir Arngrímur komst sjálfur út úr vélinni Vélin var mikið brunnin þegar leitarmenn komu á vettvang. 10. ágúst 2015 14:19 Flugmaðurinn sem komst lífs af þaulreyndur Hinn látni var kanadískur en samkvæmt heimildum fréttastofu er sá sem komst lífs af Arngrímur Jóhannsson, fyrrverandi eigandi flugfélagsins Atlanta, og þaulreyndur flugmaður. 10. ágúst 2015 07:18 Nafn mannsins sem lést í flugslysinu í gær Maðurinn var kanadískur ríkisborgari á sextugsaldri. 10. ágúst 2015 17:52 Ekkert neyðarkall barst frá flugvélinni Einn lést þegar flugvél með tveimur mönnum um borð hrapaði í gær. Vélin tók á loft frá Akureyri og var á leið til Keflavíkur. Rannsóknarnefnd samgönguslysa og lögreglan á Norðurlandi eystra rannsaka tildrög slyssins. 10. ágúst 2015 07:00 Rannsóknarnefndin á leið á slysstað: Tryggja vettvang og hverful sönnunargögn Litlar vélar ekki búnar svörtum kassa. 10. ágúst 2015 11:42 Með alvarlega áverka eftir flugslysið Þyrla Landhelgisgæslunnar fann sjóflugvélina í fjallshlíð innarlega í Barkárdal, norður af Hörgárdal, eftir um þriggja og hálfs tíma umfangsmikla leit. 10. ágúst 2015 10:39 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Búið er að flytja flugvélina sem fórst í Barkárdal í gær niður af fjallinu þar sem hún brotlenti. Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti flugvélahlutina í nokkrum hlutum þar sem þeim var komið fyrir á bíl og fer flakið beint til Reykjavíkur þar sem rannsókn slyssins heldur áfram. Vísir ræddi við Ragnar Guðmundsson, rannsakanda á flugslysasviði Rannsóknarnefnd samgönguslysa. Bjóst hann við því að flak vélarinnar væri væntanlegt til Reykjavíkur seint í nótt en aðgerðin við að flytja flakið niður af slysstað gekk vel. „Flakið var flutt niður af fjallinu, sett á bíl sem lagði af stað til Reykjavíkur og við reiknum með að það komi til Reykjavíkur seint í nótt. Aðgerðin gekk vonum framar. Aðstæður voru góðar og það gekk vel að ganga frá þessu. “ Við tekur svokölluð frumrannsókn en ekki er búist við að niðurstöður rannsóknarinnar liggi fyrir á næstunni. „Nú tekur við rannsóknin og þetta fer í formlegt rannsóknarferli sem hófst með vettvangsrannsókninni sem kláraðist fyrr í dag. Næsta skref er svokölluð frumrannsókn. svo tekur þetta við koll af kolli. Frá því að slys verður og þangað til skýrsla er gefin út er svona frá einu og upp í þrjú ár en það fer eftir hversu flókin rannsóknin er.“ Kanadískur karlmður að nafni Arthur Grant Wagstaff lést í flugslysinu en hinn þaulreyndi flugmaður Arngrímur Jóhannson, dvelur nú á gjörgæsludeild Landspítalans með alvarleg brunasár. Líðan hans er stöðug.
Flugslys í Barkárdal Hörgársveit Tengdar fréttir Arngrímur komst sjálfur út úr vélinni Vélin var mikið brunnin þegar leitarmenn komu á vettvang. 10. ágúst 2015 14:19 Flugmaðurinn sem komst lífs af þaulreyndur Hinn látni var kanadískur en samkvæmt heimildum fréttastofu er sá sem komst lífs af Arngrímur Jóhannsson, fyrrverandi eigandi flugfélagsins Atlanta, og þaulreyndur flugmaður. 10. ágúst 2015 07:18 Nafn mannsins sem lést í flugslysinu í gær Maðurinn var kanadískur ríkisborgari á sextugsaldri. 10. ágúst 2015 17:52 Ekkert neyðarkall barst frá flugvélinni Einn lést þegar flugvél með tveimur mönnum um borð hrapaði í gær. Vélin tók á loft frá Akureyri og var á leið til Keflavíkur. Rannsóknarnefnd samgönguslysa og lögreglan á Norðurlandi eystra rannsaka tildrög slyssins. 10. ágúst 2015 07:00 Rannsóknarnefndin á leið á slysstað: Tryggja vettvang og hverful sönnunargögn Litlar vélar ekki búnar svörtum kassa. 10. ágúst 2015 11:42 Með alvarlega áverka eftir flugslysið Þyrla Landhelgisgæslunnar fann sjóflugvélina í fjallshlíð innarlega í Barkárdal, norður af Hörgárdal, eftir um þriggja og hálfs tíma umfangsmikla leit. 10. ágúst 2015 10:39 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Arngrímur komst sjálfur út úr vélinni Vélin var mikið brunnin þegar leitarmenn komu á vettvang. 10. ágúst 2015 14:19
Flugmaðurinn sem komst lífs af þaulreyndur Hinn látni var kanadískur en samkvæmt heimildum fréttastofu er sá sem komst lífs af Arngrímur Jóhannsson, fyrrverandi eigandi flugfélagsins Atlanta, og þaulreyndur flugmaður. 10. ágúst 2015 07:18
Nafn mannsins sem lést í flugslysinu í gær Maðurinn var kanadískur ríkisborgari á sextugsaldri. 10. ágúst 2015 17:52
Ekkert neyðarkall barst frá flugvélinni Einn lést þegar flugvél með tveimur mönnum um borð hrapaði í gær. Vélin tók á loft frá Akureyri og var á leið til Keflavíkur. Rannsóknarnefnd samgönguslysa og lögreglan á Norðurlandi eystra rannsaka tildrög slyssins. 10. ágúst 2015 07:00
Rannsóknarnefndin á leið á slysstað: Tryggja vettvang og hverful sönnunargögn Litlar vélar ekki búnar svörtum kassa. 10. ágúst 2015 11:42
Með alvarlega áverka eftir flugslysið Þyrla Landhelgisgæslunnar fann sjóflugvélina í fjallshlíð innarlega í Barkárdal, norður af Hörgárdal, eftir um þriggja og hálfs tíma umfangsmikla leit. 10. ágúst 2015 10:39