Rannsóknarnefndin á leið á slysstað: Tryggja vettvang og hverful sönnunargögn Birgir Olgeirsson skrifar 10. ágúst 2015 11:42 Hér má sjá hvar og hvenær vélin lagði af stað og hvar og hvenær hún fannst. Um 30 kílómetrar eru í beinni loftlínu frá flugvellinum á Akureyri á slysstað. Kort/Loftmyndir.is „Við erum að gera okkur klára að fara á vettvang,“ segir Ragnar Guðmundsson, rannsakandi hjá flugslysasviði rannsóknarnefndar samgönguslysa, sem er á leið á vettvang í Barkárdal þar sem sjóflugvél brotlenti í fjallshlíð í gær. Ragnar var staddur á flugvellinum á Akureyri þegar Vísir náði tali af honum en þyrla mun flytja hann ásamt tveimur öðrum á staðinn þar sem verður unnið að því að tryggja vettvang og hverful sönnunargögn. „Þetta eru för og annað sem getur horfið, það þarf að mynda slíkt. Við þurfum að merkja upp vettvanginn og mæla,“ segir Ragnar. Hann á von á því að vinna á vettvangi muni standa yfir fram eftir degi og munu fleiri bætast í hópinn þegar líður á daginn. Þyrla Landhelgisgæslunnar mun aðstoða rannsóknarnefndina og lögreglu við að komast á staðinn og flytja flak flugvélarinnar til byggða sem er ekki búin svörtum kassa. „Það er ekki svartur kassi í svona litlum flugvélum. Þá erum við ekki með öll þau gögn sem við myndum hafa ef það væri svartur kassi. Að því leytinu til gerir það rannsóknina flóknari,“ segir Ragnar. Það var þyrla Landhelgisgæslunnar sem fann sjóflugvélina í fjallshlíð innarlega í Barkárdal, norður af Hörgárdal, eftir um þriggja og hálfs tíma umfangsmikla leit í gær. Vélin lagði af stað frá Akureyri klukkan 14 en áætluð lending var í Keflavík klukkan 16:20. Þegar flugvélin skilaði sér ekki þangað var farið að svipast um eftir henni. Klukkan 17 var lýst yfir neyðarástandi en vélin fannst klukkan 20.29. Um þrjátíu kílómetrar eru frá flugvellinum á Akureyri að slysstað í Barkárdal í beinni loftlínu. Tveir voru í vélinni, annar frá Kanada sem lést en Arngrímur Jóhannsson, þaulreyndur flugmaður, var fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur en hann er sagður með alvarlega áverka. Flugslys í Barkárdal Hörgársveit Tengdar fréttir Flugmaðurinn sem komst lífs af þaulreyndur Hinn látni var kanadískur en samkvæmt heimildum fréttastofu er sá sem komst lífs af Arngrímur Jóhannsson, fyrrverandi eigandi flugfélagsins Atlanta, og þaulreyndur flugmaður. 10. ágúst 2015 07:18 Ekkert neyðarkall barst frá flugvélinni Einn lést þegar flugvél með tveimur mönnum um borð hrapaði í gær. Vélin tók á loft frá Akureyri og var á leið til Keflavíkur. Rannsóknarnefnd samgönguslysa og lögreglan á Norðurlandi eystra rannsaka tildrög slyssins. 10. ágúst 2015 07:00 Með alvarlega áverka eftir flugslysið Þyrla Landhelgisgæslunnar fann sjóflugvélina í fjallshlíð innarlega í Barkárdal, norður af Hörgárdal, eftir um þriggja og hálfs tíma umfangsmikla leit. 10. ágúst 2015 10:39 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Sjá meira
„Við erum að gera okkur klára að fara á vettvang,“ segir Ragnar Guðmundsson, rannsakandi hjá flugslysasviði rannsóknarnefndar samgönguslysa, sem er á leið á vettvang í Barkárdal þar sem sjóflugvél brotlenti í fjallshlíð í gær. Ragnar var staddur á flugvellinum á Akureyri þegar Vísir náði tali af honum en þyrla mun flytja hann ásamt tveimur öðrum á staðinn þar sem verður unnið að því að tryggja vettvang og hverful sönnunargögn. „Þetta eru för og annað sem getur horfið, það þarf að mynda slíkt. Við þurfum að merkja upp vettvanginn og mæla,“ segir Ragnar. Hann á von á því að vinna á vettvangi muni standa yfir fram eftir degi og munu fleiri bætast í hópinn þegar líður á daginn. Þyrla Landhelgisgæslunnar mun aðstoða rannsóknarnefndina og lögreglu við að komast á staðinn og flytja flak flugvélarinnar til byggða sem er ekki búin svörtum kassa. „Það er ekki svartur kassi í svona litlum flugvélum. Þá erum við ekki með öll þau gögn sem við myndum hafa ef það væri svartur kassi. Að því leytinu til gerir það rannsóknina flóknari,“ segir Ragnar. Það var þyrla Landhelgisgæslunnar sem fann sjóflugvélina í fjallshlíð innarlega í Barkárdal, norður af Hörgárdal, eftir um þriggja og hálfs tíma umfangsmikla leit í gær. Vélin lagði af stað frá Akureyri klukkan 14 en áætluð lending var í Keflavík klukkan 16:20. Þegar flugvélin skilaði sér ekki þangað var farið að svipast um eftir henni. Klukkan 17 var lýst yfir neyðarástandi en vélin fannst klukkan 20.29. Um þrjátíu kílómetrar eru frá flugvellinum á Akureyri að slysstað í Barkárdal í beinni loftlínu. Tveir voru í vélinni, annar frá Kanada sem lést en Arngrímur Jóhannsson, þaulreyndur flugmaður, var fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur en hann er sagður með alvarlega áverka.
Flugslys í Barkárdal Hörgársveit Tengdar fréttir Flugmaðurinn sem komst lífs af þaulreyndur Hinn látni var kanadískur en samkvæmt heimildum fréttastofu er sá sem komst lífs af Arngrímur Jóhannsson, fyrrverandi eigandi flugfélagsins Atlanta, og þaulreyndur flugmaður. 10. ágúst 2015 07:18 Ekkert neyðarkall barst frá flugvélinni Einn lést þegar flugvél með tveimur mönnum um borð hrapaði í gær. Vélin tók á loft frá Akureyri og var á leið til Keflavíkur. Rannsóknarnefnd samgönguslysa og lögreglan á Norðurlandi eystra rannsaka tildrög slyssins. 10. ágúst 2015 07:00 Með alvarlega áverka eftir flugslysið Þyrla Landhelgisgæslunnar fann sjóflugvélina í fjallshlíð innarlega í Barkárdal, norður af Hörgárdal, eftir um þriggja og hálfs tíma umfangsmikla leit. 10. ágúst 2015 10:39 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Sjá meira
Flugmaðurinn sem komst lífs af þaulreyndur Hinn látni var kanadískur en samkvæmt heimildum fréttastofu er sá sem komst lífs af Arngrímur Jóhannsson, fyrrverandi eigandi flugfélagsins Atlanta, og þaulreyndur flugmaður. 10. ágúst 2015 07:18
Ekkert neyðarkall barst frá flugvélinni Einn lést þegar flugvél með tveimur mönnum um borð hrapaði í gær. Vélin tók á loft frá Akureyri og var á leið til Keflavíkur. Rannsóknarnefnd samgönguslysa og lögreglan á Norðurlandi eystra rannsaka tildrög slyssins. 10. ágúst 2015 07:00
Með alvarlega áverka eftir flugslysið Þyrla Landhelgisgæslunnar fann sjóflugvélina í fjallshlíð innarlega í Barkárdal, norður af Hörgárdal, eftir um þriggja og hálfs tíma umfangsmikla leit. 10. ágúst 2015 10:39