Miðfjarðará fer nokkuð örugglega yfir 5.000 laxa Karl Lúðvíksson skrifar 28. ágúst 2015 11:07 Laxi sleppt í Miðfjarðará Veiðin í Miðfjarðará hefur verið ekkert annað en frábær í allt sumar og liðna veiðiviku veiddust 742 laxar í ánni. Það er veitt á 10 stangir í Miðfjarðará og þegar vikan skilar 742 löxum er það 74 laxar á stöngina á viku sem er frábær veiði. Aðeins Laxá á Ásum er með hærri tölu pr. stöng en þar er aðeins veitt á tvær stangir og skilaði besta vikan þar 253 löxum eða 122 löxum, og flaki betur, á stöng á viku. Miðfjarðará hefur því , ásamt Blöndu, slegið gamla met Þverár og Kjarrár yfir hæstu veiði í sjálfbærri á landsins og þær eru ekki ennþá búnir því veiðitímanum er ekki enn lokið. Veiðin í Blöndu hefur þó minnkað niður í 283 laxa á liðinni viku. Veitt er í Miðfjarðará fram til loka september og telja veiðimenn sem hafa verið við ánna nýlega að hún eigi fyllilega inni 1.000 laxa veiði því haustveiðin þar getur oft verið ansi drjúg og þegar áin er full af laxi og góðir veiðimenn sem fara um hylji hennar er nokkuð pottþétt að hún fer yfir 5.000 laxa. Til þess þarf ekki nema eina viku í þokkalegri veiði miðað við vikurnar á undan. Haldi þessi mokveiði aftur á móti áfram er 6.000 laxa markið í augsýn en það yrði þá met sem seint eða aldrei yrði slegið í sjálfbærri á á landinu. Flestir þakka breyttum vinnubrögðum við ánna þessa veiði en mikil áhersla er lögð á að veiðimenn gangi vel um ánna, sleppi sem mestu og auðvitað er hún aðeins veidd á flugu. Mikil aðsókn er í ánna og er líklegt að drjúgur tími fyrir sumarið 2016 sé þegar seldur ef ekki allur farinn. Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði
Veiðin í Miðfjarðará hefur verið ekkert annað en frábær í allt sumar og liðna veiðiviku veiddust 742 laxar í ánni. Það er veitt á 10 stangir í Miðfjarðará og þegar vikan skilar 742 löxum er það 74 laxar á stöngina á viku sem er frábær veiði. Aðeins Laxá á Ásum er með hærri tölu pr. stöng en þar er aðeins veitt á tvær stangir og skilaði besta vikan þar 253 löxum eða 122 löxum, og flaki betur, á stöng á viku. Miðfjarðará hefur því , ásamt Blöndu, slegið gamla met Þverár og Kjarrár yfir hæstu veiði í sjálfbærri á landsins og þær eru ekki ennþá búnir því veiðitímanum er ekki enn lokið. Veiðin í Blöndu hefur þó minnkað niður í 283 laxa á liðinni viku. Veitt er í Miðfjarðará fram til loka september og telja veiðimenn sem hafa verið við ánna nýlega að hún eigi fyllilega inni 1.000 laxa veiði því haustveiðin þar getur oft verið ansi drjúg og þegar áin er full af laxi og góðir veiðimenn sem fara um hylji hennar er nokkuð pottþétt að hún fer yfir 5.000 laxa. Til þess þarf ekki nema eina viku í þokkalegri veiði miðað við vikurnar á undan. Haldi þessi mokveiði aftur á móti áfram er 6.000 laxa markið í augsýn en það yrði þá met sem seint eða aldrei yrði slegið í sjálfbærri á á landinu. Flestir þakka breyttum vinnubrögðum við ánna þessa veiði en mikil áhersla er lögð á að veiðimenn gangi vel um ánna, sleppi sem mestu og auðvitað er hún aðeins veidd á flugu. Mikil aðsókn er í ánna og er líklegt að drjúgur tími fyrir sumarið 2016 sé þegar seldur ef ekki allur farinn.
Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði