Ragnar Ágúst Nathanaelsson, miðherji íslenska körfuboltalandsliðsins, á afmæli í dag en hann er staddur út í Póllandi þar íslenska liðið tekur þátt í síðasta æfingamóti sínu fyrir Evrópukeppnina.
Ragnar hélt upp á 24 ára afmælið sitt í dag en miðherjinn öflugi er þriðji yngsti leikmaðurinn í íslenska hópnum.
Íslenski hópurinn passaði upp á það að Ragnar fengi sína afmælisköku í dag og birti Ragnar mynd af kökunni á fésbókarsíðu sinni.
Ragnar er reyndar ekki eini leikmaður íslenska hópsins sem átti afmæli í dag því Helgi Már Magnússon hélt upp á 33 afmæli sitt í dag.
Besta afmælisgjöfin til þeirra félaga var örugglega sú að vera valdir í hinn sögulega fyrsta EM-hóp Íslands. Framundan er Evrópumótið sem hefst 5. september næstkomandi.
Ragnar fékk flotta köku á 24 ára afmælisdaginn
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið





„Ég sé Messi ekki missa af HM 2026“
Fótbolti




Gæti orðið dýrastur í sögu KR
Íslenski boltinn

Norsk handboltastjarna með krabbamein
Handbolti