Brokkólí- og avókadósalat með eggjahræru matarvísir skrifar 31. ágúst 2015 15:00 Vísir/Skjáskot Ásthildur Björnsdóttir heldur úti vefsíðunni Matur milli mála þar sem hún deilir uppskriftum að alls konar réttum, bæði sætum og saðsömum. Þar sem rútína skellur nú á landanum með komu haustsins þá vantar marga oft nýja rétti til að elda í kvöldmatinn og því er kjörið tækifæri að næla sér í hollustu og nýjan rétt með þessu frábæra salati. Um réttinn segir Ásthildur: „Það er alveg spurning hvort hægt sé að kalla þetta salat – en ég geri það nú samt því að það er svo mikið grænmeti í þessum rétti. Mér finnst egg afskaplega góð og borða þau nánast daglega, 1-3 stykki á dag, ýmist í eggjahræru, sem spæld egg eða harðsoðin. Egg eru nefnilega stútfull af hollustu og svo eru þau bara svo góð!“Hráefni• Brokkólí• Kókosolía• Egg• Fetaostur• Sveppir – smátt saxaðir• Rauðlaukur – smátt saxaður• Steinselja – smátt söxuð• Túrmerik• Svartur pipar• Sjávarsalt• Dijon-sinnep• Rucola-salat• TómatarAðferð Brokkólíið er skorið gróft og sett út í sjóðandi heitt vatn í 4-8 mínútur. Kókosolían er hituð á pönnu við meðalhita. Eggi, fetaosti, sveppum, rauðlauk, steinselju, kryddinu og sinnepi blandað saman í skál og hellt út á heita pönnuna. Hrært duglega í þar til enginn vökvi er lengur á pönnunni – tekur örfáar mínútur. Rucola-salati dreift á disk. Eggjahrærunni hellt þar yfir og öllu hinu dreift í kring. Grænmetisréttir Salat Uppskriftir Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Fleiri fréttir Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Er Dúbaí-súkkulaðið virkilega svona gott? Kryddbrauðið sem kom viðræðunum af stað Andrés, Daníel og Ásbjörn Íslandsmeistarar Maturinn á boðstólnum yfir Super Bowl Sjá meira
Ásthildur Björnsdóttir heldur úti vefsíðunni Matur milli mála þar sem hún deilir uppskriftum að alls konar réttum, bæði sætum og saðsömum. Þar sem rútína skellur nú á landanum með komu haustsins þá vantar marga oft nýja rétti til að elda í kvöldmatinn og því er kjörið tækifæri að næla sér í hollustu og nýjan rétt með þessu frábæra salati. Um réttinn segir Ásthildur: „Það er alveg spurning hvort hægt sé að kalla þetta salat – en ég geri það nú samt því að það er svo mikið grænmeti í þessum rétti. Mér finnst egg afskaplega góð og borða þau nánast daglega, 1-3 stykki á dag, ýmist í eggjahræru, sem spæld egg eða harðsoðin. Egg eru nefnilega stútfull af hollustu og svo eru þau bara svo góð!“Hráefni• Brokkólí• Kókosolía• Egg• Fetaostur• Sveppir – smátt saxaðir• Rauðlaukur – smátt saxaður• Steinselja – smátt söxuð• Túrmerik• Svartur pipar• Sjávarsalt• Dijon-sinnep• Rucola-salat• TómatarAðferð Brokkólíið er skorið gróft og sett út í sjóðandi heitt vatn í 4-8 mínútur. Kókosolían er hituð á pönnu við meðalhita. Eggi, fetaosti, sveppum, rauðlauk, steinselju, kryddinu og sinnepi blandað saman í skál og hellt út á heita pönnuna. Hrært duglega í þar til enginn vökvi er lengur á pönnunni – tekur örfáar mínútur. Rucola-salati dreift á disk. Eggjahrærunni hellt þar yfir og öllu hinu dreift í kring.
Grænmetisréttir Salat Uppskriftir Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Fleiri fréttir Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Er Dúbaí-súkkulaðið virkilega svona gott? Kryddbrauðið sem kom viðræðunum af stað Andrés, Daníel og Ásbjörn Íslandsmeistarar Maturinn á boðstólnum yfir Super Bowl Sjá meira