Ótrúleg uppákoma átti sér stað á HM í frjálsum íþróttum í dag eftir 200 metra hlaupið.
Myndatökumaður á Segway missti þá stjórn á hjólinu og keyrði sjálfan heimsmeistarann, Usain Bolt, niður þar sem hann var enn að fagna sigri í hlaupinu.
Bolt snéri bakinu í myndatökumanninn og sá hann aldrei koma. Þetta er ekkert grín því lappirnar sem hann keyrði á eru einhverjar þær verðmætustu í heimi.
Bolt slapp blessunarlega ómeiddur úr árekstrinum en ekki kæmi á óvart ef myndatökumaðurinn væri byrjaður að leita sér að nýrri vinnu.
