Ungverska girðingin hefur dugað skammt Guðsteinn Bjarnason skrifar 27. ágúst 2015 07:00 Flóttamaður skríður undir girðingu á landamærum Ungverjalands og Serbíu. Nordicphotos/AFP Þýskaland Flóttafólk hélt áfram að streyma yfir landamærin til Ungverjalands frá Serbíu í gær þrátt fyrir rammgerða víggirðingu sem Ungverjar hafa reist á landamærunum. Slóvakía hefur einnig byrjað að reisa slíka girðingu á sínum landamærum í þeim tilgangi að halda flóttafólki frá. Breska þingið hefur nú til meðferðar frumvarp um hertar reglur gagnvart ólöglegum innflytjendum. Innanríkisráðherra Þýskalands hefur sömuleiðis lagt til hertar reglur um flóttafólk. Þýsk og frönsk stjórnvöld vilja hins vegar að gerðar verði breytingar á reglum Evrópusambandsins um móttöku flóttamanna, þannig að flóttafólki verði deilt niður á aðildarlöndin í hlutfalli við mannfjölda og efnahag. Angela Merkel Þýskalandskanslari skrapp í gær til bæjarins Heidenau, skammt frá Dresden, þar sem íbúar hafa undanfarið látið óspart í ljós andstöðu sína við búðir flóttamanna, stundum með ofbeldi, hótunum og ólátum af ýmsu tagi. Merkel gagnrýndi harðlega ofbeldi og fordóma íbúanna gagnvart flóttafólkinu: „Við höfum ekkert umburðarlyndi gagnvart þeim, sem ekki vilja veita hjálp þegar það er bæði lagaleg og mannleg skylda okkar að koma til hjálpar," sagði hún. „Því fleiri, sem gera öðrum þetta ljóst, því sterkari verðum við." Mannfjöldi hafði safnast saman í bænum og gerði hróp að Merkel. Francois Crépeau, mannréttindafulltrúi flóttamanna hjá Sameinuðu þjóðunum, segir að Evrópusambandið verði að fara nýjar leiðir gagnvart flóttafólki, sem leitar á náðir aðildarríkjanna. Líta þurfi á hreyfanleika fólks yfir landamæri sem eftirsóknarverðan, einungis þannig geti aðildarríkin náð að stjórna landamærum sínum í raun. „Yfirráð yfir landsvæði snúast um að hafa eftirlit með landamærum, að vita hver kemur inn og hver fer í burtu. Það hefur aldrei snúist um að loka landamærunum fyrir fólksflutningum," sagði Crépeau í yfirlýsingu, sem hann sendi frá sér í gær. „Við skulum ekki láta eins og það sem Evrópusambandið og aðildarríki þess eru að gera sé að virka,“ segir hann. „Eðli sínu samkvæmt eru landamæri götótt. Einungis er hægt að tryggja eftirlit með því að bjóða flóttafólki og hælisleitendum löglegar og öruggar leiðir til að fara ferða sinna.“ Í gær fundust um 50 lík í flóttamannabát út af ströndum Líbíu. Áður hafði meira en 400 manns verið bjargað úr bátnum. Flóttamenn Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Þýskaland Flóttafólk hélt áfram að streyma yfir landamærin til Ungverjalands frá Serbíu í gær þrátt fyrir rammgerða víggirðingu sem Ungverjar hafa reist á landamærunum. Slóvakía hefur einnig byrjað að reisa slíka girðingu á sínum landamærum í þeim tilgangi að halda flóttafólki frá. Breska þingið hefur nú til meðferðar frumvarp um hertar reglur gagnvart ólöglegum innflytjendum. Innanríkisráðherra Þýskalands hefur sömuleiðis lagt til hertar reglur um flóttafólk. Þýsk og frönsk stjórnvöld vilja hins vegar að gerðar verði breytingar á reglum Evrópusambandsins um móttöku flóttamanna, þannig að flóttafólki verði deilt niður á aðildarlöndin í hlutfalli við mannfjölda og efnahag. Angela Merkel Þýskalandskanslari skrapp í gær til bæjarins Heidenau, skammt frá Dresden, þar sem íbúar hafa undanfarið látið óspart í ljós andstöðu sína við búðir flóttamanna, stundum með ofbeldi, hótunum og ólátum af ýmsu tagi. Merkel gagnrýndi harðlega ofbeldi og fordóma íbúanna gagnvart flóttafólkinu: „Við höfum ekkert umburðarlyndi gagnvart þeim, sem ekki vilja veita hjálp þegar það er bæði lagaleg og mannleg skylda okkar að koma til hjálpar," sagði hún. „Því fleiri, sem gera öðrum þetta ljóst, því sterkari verðum við." Mannfjöldi hafði safnast saman í bænum og gerði hróp að Merkel. Francois Crépeau, mannréttindafulltrúi flóttamanna hjá Sameinuðu þjóðunum, segir að Evrópusambandið verði að fara nýjar leiðir gagnvart flóttafólki, sem leitar á náðir aðildarríkjanna. Líta þurfi á hreyfanleika fólks yfir landamæri sem eftirsóknarverðan, einungis þannig geti aðildarríkin náð að stjórna landamærum sínum í raun. „Yfirráð yfir landsvæði snúast um að hafa eftirlit með landamærum, að vita hver kemur inn og hver fer í burtu. Það hefur aldrei snúist um að loka landamærunum fyrir fólksflutningum," sagði Crépeau í yfirlýsingu, sem hann sendi frá sér í gær. „Við skulum ekki láta eins og það sem Evrópusambandið og aðildarríki þess eru að gera sé að virka,“ segir hann. „Eðli sínu samkvæmt eru landamæri götótt. Einungis er hægt að tryggja eftirlit með því að bjóða flóttafólki og hælisleitendum löglegar og öruggar leiðir til að fara ferða sinna.“ Í gær fundust um 50 lík í flóttamannabát út af ströndum Líbíu. Áður hafði meira en 400 manns verið bjargað úr bátnum.
Flóttamenn Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira