470 fangar bíða afplánunar á Íslandi í dag Nadine Guðrún Yaghi og Sveinn Arnarsson skrifa 27. ágúst 2015 07:00 Framkvæmdir við fangelsisð á Hólmsheiði eru langt á veg komnar. Búist er við að fangelsið verði tekið í notkun strax á nýju ári. Í fangelsinu verður pláss fyrir 56 fanga. Sérstök álma verður fyrir landtímavistun kvenna. vísir/ernir 470 fangar bíða afplánunar dóma sinna á Íslandi í dag og hefur biðlistinn lengst ár frá ári síðan árið 2008. Nýtt fangelsi á Hólmsheiði mun hefja rekstur í upphafi nýs árs og verður það fangelsi í fullum rekstri með pláss fyrir 56 fanga. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir ástandið á málaflokknum ekki eins og best verður á kosið, biðlistinn of langur og stofnunin ekki með almennilegt úrræði sem stendur fyrir kvenfanga. Af þeim 470 einstaklingum sem bíða þess að afplána dóma sína mun hluti þeirra afplána með samfélagsþjónustu. Því mun þessi hópur ekki allur afplána bak við lás og slá. Páll segir biðlistann of langan. „Þetta er ofboðslega mikið. Það þarf að velta fyrir sér lausnum á þessum vanda því það er ekki nóg að fjölga bara plássum eins og verið er að gera. Það þarf til dæmis breytingar á reglum um reynslulausn og samfélagsþjónustu,“ segir Páll. „Talan hefur vaxið með árunum. Við sáum töluna fara hækkandi árið 2008 og höfum gert allt mögulegt til að bregðast við henni. Við höfum kynnt stöðu mála fyrir Alþingi og hjá eftirlitsaðilum. Við fylgjumst vel með þessum svokallaða boðunarlista.“ Enginn biðlisti fyrir átta árumPáll WinkelÍ dag eru rekin fimm fangelsi á landinu. Fangelsið á Sogni, Hegningarhúsið í Reykjavík, fangelsi á Akureyri og Litla-Hrauni auk Kvíabryggju. Í dag sitja 144 einstaklingar af sér dóma í þessum fimm fangelsum auk 32 fanga í öðrum úrræðum. 19 þeirra eru á áfangaheimilinu Vernd í Reykjavík, fjórir eru í meðferð, sjö aðrir búa við rafrænt eftirlit og tveir afplána dóma sína á öðrum stofnunum. Í fyrra hófu 190 einstaklingar afplánun óskilorðsbundinna dóma og 39 til viðbótar afplánun vararefsingar. Það ár voru einnig 118 einstaklingar settir í gæsluvarðhald til skemmri tíma. Páll segir enga biðlista eftir afplánun hafa verið árin 2007 og 2008. Biðlistar voru eftir afplánun á milli 1990 og 1995 en þegar ný álma var tekin í gagnið á Litla-Hrauni hafi biðlistinn styst og síðan orðið að engu. „Það var nánast enginn á þessum lista fyrir átta árum. Reglan var sú að menn komu inn í fangelsi eftir að það var búið að dæma þá, punktur. Nú eru hins vegar aðrir tímar sem er ekki gott,“ segir Páll. Fáir fangar á ÍslandiAnna Kristín NewtonHelgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði, hefur rannsakað málaflokkinn nokkuð ítarlega síðustu áratugi. Hann bendir á að fangar á Íslandi séu fáir í samanburði við nágrannaþjóðir okkar. „Við erum með um 50 fanga á hverja hundrað þúsund íbúa. Norðurlöndin eru ívið hærri með um 60 til 80 fanga og hundrað til tvö hundruð fanga á hverja hundrað þúsund íbúa sjáum við í Evrópu sums staðar. Svo auðvitað erum við með öfgadæmi eins og í Bandaríkjunum þar sem um 700 fangar sitja inni á hverja hundrað þúsund íbúa,“ segir Helgi. Fangelsisdómum á Íslandi hefur fjölgað en á sama tíma hefur fangelsisrýmum ekki fjölgað nægilega til að halda í við dómafjöldann. „Á síðustu árum höfum við verið að sjá fjölgun dóma í fíkniefnabrotum, ofbeldisbrotum og þá sér í lagi kynferðisbrotamálum. Á hinn bóginn erum við að sjá fækkun hvað varðar ölvunarakstursbrot, nytjatöku og skjalafals og þess háttar brot.“ Hann bendir einnig á að erlendum föngum hafi fjölgað hér á landi á síðustu árum sem skýri að einhverjum hluta þessa fjölgun. Ekki sé um að ræða erlenda ríkisborgara sem búi hér á landi heldur færist það í vöxt að útlendingar komi hingað til lands gagngert í þeim tilgangi að brjóta lög. „Þeir einstaklingar skera sig ekki úr hvað varðar brotaflokka og virðast þeir falla inn í það sem hefur verið að gerast hér á landi,“ segir Helgi. „Það er algjörlega ólíðandi að fólk komist ekki í fangelsi þegar búið er að ákveða að þurfi að taka það út úr samfélagi manna,“ segir Páll. Anna Kristín Newton, sálfræðingur hjá Fangelsismálastofnun, segir ótækt að menn bíði lengi eftir að hefja afplánun. „Til þess að refsing beri sem bestan árangur þá þarf hún að fylgja sem skjótast í kjölfar dóms, þannig er það bara. Ef það líður mjög langur tími þá er fólk líklega uppstökkt og gramt út í kerfið frekar en sjálft sig,“ segir Anna Kristín og bætir við að biðin eftir að hefja afplánun geti haft í för með sér slæmar afleiðingar. Þeir sem bíði upplifi að ýtt sé á pásutakka á lífi þeirra. „Það getur til dæmis verið erfitt að hefja nám ef þú sérð ekki fram á að þú getir klárað það og svo byrjar maður ekki í nýju starfi og segir við yfirmann sinn að maður sé á leið í fangelsi einhvern tíma á næstunni,“ segir Anna. Anna telur það haldast í hendur hve margir bíði eftir að hefja afplánun í dag og að dómstólar dæmi þyngri refsingar í ákveðnum brotaflokkum en áður. „Það varð til dæmis bylting í fíkniefnabrotunum og kynferðisbrotin hafa tekið miklum stakkaskiptum. Ég er ekki að segja að það sé rangt að dæmd sé þyngri refsing í þessum brotaflokkum en það hefur óhjákvæmilega þessi áhrif.“ Stjórnvöld verða að taka á málumHelgi GunnlaugssonHelgi telur stjórnvöld þurfa að íhuga það vandlega að fella niður refsingar ef einstaklingar hafi þurft að bíða lengi eftir afplánun. „Það kannski sýnir viðhorf Íslendinga til málaflokksins að við höfum aldrei á lýðveldistímanum byggt okkur fangelsi sjálf. Hólmsheiðin er fyrsta fangelsið sem við byggjum upp sem fangelsi. Mér finnst í fullri alvöru að stjórnvöld ættu, þegar menn hafa beðið í eitt, tvö, þrjú og jafnvel fjögur ár eftir að afplána dóm, að íhuga að fella niður refsingu þeirra. Ástæða þess er að þetta er kerfisvandi og ekki á ábyrgð einstaklingsins. Stjórnvöld sjálf verða að taka á þessu vandamáli,“ segir Helgi. Stofnunin háð vilja þingsinsPáll segir málaflokkinn algjörlega á höndum þingsins og það sé þingsins að veita fjármuni til stofnunarinnar ef á að gera betur í málefnum fanga á Íslandi. „Það hefur skipt grundvallarmáli að innanríkisráðuneytið hefur sýnt okkar stöðu skilning og við eigum sterka samherja þar í þessari baráttu. Baráttan hefur ekki verið eins einföld þegar kemur að alþingismönnum. Þetta hefur ekki þótt sérlega spennandi efni á þeim bæ. Það er ekki nóg að setja lög um það að fjölga til dæmis í rafrænu eftirliti ef það fylgir ekki fjármagn í það. Sama gildir með önnur úrræði,“ segir Páll. „Með niðurskurði eða óbreyttum fjárframlögum ríkisins verðum við einfaldlega að fækka plássum. Þegar dregið er úr rekstrarframlögum til þessa málaflokks þýðir það að plássum í fangelsi fækkar. Fyrsta skylda mín sem forstöðumaður er að reka batteríið innan fjárheimilda sem Alþingi ákveður og því er það fyrst og fremst pólitísk ákvörðun hvort og hvenær plássum verði fækkað.“ Alþingi Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
470 fangar bíða afplánunar dóma sinna á Íslandi í dag og hefur biðlistinn lengst ár frá ári síðan árið 2008. Nýtt fangelsi á Hólmsheiði mun hefja rekstur í upphafi nýs árs og verður það fangelsi í fullum rekstri með pláss fyrir 56 fanga. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir ástandið á málaflokknum ekki eins og best verður á kosið, biðlistinn of langur og stofnunin ekki með almennilegt úrræði sem stendur fyrir kvenfanga. Af þeim 470 einstaklingum sem bíða þess að afplána dóma sína mun hluti þeirra afplána með samfélagsþjónustu. Því mun þessi hópur ekki allur afplána bak við lás og slá. Páll segir biðlistann of langan. „Þetta er ofboðslega mikið. Það þarf að velta fyrir sér lausnum á þessum vanda því það er ekki nóg að fjölga bara plássum eins og verið er að gera. Það þarf til dæmis breytingar á reglum um reynslulausn og samfélagsþjónustu,“ segir Páll. „Talan hefur vaxið með árunum. Við sáum töluna fara hækkandi árið 2008 og höfum gert allt mögulegt til að bregðast við henni. Við höfum kynnt stöðu mála fyrir Alþingi og hjá eftirlitsaðilum. Við fylgjumst vel með þessum svokallaða boðunarlista.“ Enginn biðlisti fyrir átta árumPáll WinkelÍ dag eru rekin fimm fangelsi á landinu. Fangelsið á Sogni, Hegningarhúsið í Reykjavík, fangelsi á Akureyri og Litla-Hrauni auk Kvíabryggju. Í dag sitja 144 einstaklingar af sér dóma í þessum fimm fangelsum auk 32 fanga í öðrum úrræðum. 19 þeirra eru á áfangaheimilinu Vernd í Reykjavík, fjórir eru í meðferð, sjö aðrir búa við rafrænt eftirlit og tveir afplána dóma sína á öðrum stofnunum. Í fyrra hófu 190 einstaklingar afplánun óskilorðsbundinna dóma og 39 til viðbótar afplánun vararefsingar. Það ár voru einnig 118 einstaklingar settir í gæsluvarðhald til skemmri tíma. Páll segir enga biðlista eftir afplánun hafa verið árin 2007 og 2008. Biðlistar voru eftir afplánun á milli 1990 og 1995 en þegar ný álma var tekin í gagnið á Litla-Hrauni hafi biðlistinn styst og síðan orðið að engu. „Það var nánast enginn á þessum lista fyrir átta árum. Reglan var sú að menn komu inn í fangelsi eftir að það var búið að dæma þá, punktur. Nú eru hins vegar aðrir tímar sem er ekki gott,“ segir Páll. Fáir fangar á ÍslandiAnna Kristín NewtonHelgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði, hefur rannsakað málaflokkinn nokkuð ítarlega síðustu áratugi. Hann bendir á að fangar á Íslandi séu fáir í samanburði við nágrannaþjóðir okkar. „Við erum með um 50 fanga á hverja hundrað þúsund íbúa. Norðurlöndin eru ívið hærri með um 60 til 80 fanga og hundrað til tvö hundruð fanga á hverja hundrað þúsund íbúa sjáum við í Evrópu sums staðar. Svo auðvitað erum við með öfgadæmi eins og í Bandaríkjunum þar sem um 700 fangar sitja inni á hverja hundrað þúsund íbúa,“ segir Helgi. Fangelsisdómum á Íslandi hefur fjölgað en á sama tíma hefur fangelsisrýmum ekki fjölgað nægilega til að halda í við dómafjöldann. „Á síðustu árum höfum við verið að sjá fjölgun dóma í fíkniefnabrotum, ofbeldisbrotum og þá sér í lagi kynferðisbrotamálum. Á hinn bóginn erum við að sjá fækkun hvað varðar ölvunarakstursbrot, nytjatöku og skjalafals og þess háttar brot.“ Hann bendir einnig á að erlendum föngum hafi fjölgað hér á landi á síðustu árum sem skýri að einhverjum hluta þessa fjölgun. Ekki sé um að ræða erlenda ríkisborgara sem búi hér á landi heldur færist það í vöxt að útlendingar komi hingað til lands gagngert í þeim tilgangi að brjóta lög. „Þeir einstaklingar skera sig ekki úr hvað varðar brotaflokka og virðast þeir falla inn í það sem hefur verið að gerast hér á landi,“ segir Helgi. „Það er algjörlega ólíðandi að fólk komist ekki í fangelsi þegar búið er að ákveða að þurfi að taka það út úr samfélagi manna,“ segir Páll. Anna Kristín Newton, sálfræðingur hjá Fangelsismálastofnun, segir ótækt að menn bíði lengi eftir að hefja afplánun. „Til þess að refsing beri sem bestan árangur þá þarf hún að fylgja sem skjótast í kjölfar dóms, þannig er það bara. Ef það líður mjög langur tími þá er fólk líklega uppstökkt og gramt út í kerfið frekar en sjálft sig,“ segir Anna Kristín og bætir við að biðin eftir að hefja afplánun geti haft í för með sér slæmar afleiðingar. Þeir sem bíði upplifi að ýtt sé á pásutakka á lífi þeirra. „Það getur til dæmis verið erfitt að hefja nám ef þú sérð ekki fram á að þú getir klárað það og svo byrjar maður ekki í nýju starfi og segir við yfirmann sinn að maður sé á leið í fangelsi einhvern tíma á næstunni,“ segir Anna. Anna telur það haldast í hendur hve margir bíði eftir að hefja afplánun í dag og að dómstólar dæmi þyngri refsingar í ákveðnum brotaflokkum en áður. „Það varð til dæmis bylting í fíkniefnabrotunum og kynferðisbrotin hafa tekið miklum stakkaskiptum. Ég er ekki að segja að það sé rangt að dæmd sé þyngri refsing í þessum brotaflokkum en það hefur óhjákvæmilega þessi áhrif.“ Stjórnvöld verða að taka á málumHelgi GunnlaugssonHelgi telur stjórnvöld þurfa að íhuga það vandlega að fella niður refsingar ef einstaklingar hafi þurft að bíða lengi eftir afplánun. „Það kannski sýnir viðhorf Íslendinga til málaflokksins að við höfum aldrei á lýðveldistímanum byggt okkur fangelsi sjálf. Hólmsheiðin er fyrsta fangelsið sem við byggjum upp sem fangelsi. Mér finnst í fullri alvöru að stjórnvöld ættu, þegar menn hafa beðið í eitt, tvö, þrjú og jafnvel fjögur ár eftir að afplána dóm, að íhuga að fella niður refsingu þeirra. Ástæða þess er að þetta er kerfisvandi og ekki á ábyrgð einstaklingsins. Stjórnvöld sjálf verða að taka á þessu vandamáli,“ segir Helgi. Stofnunin háð vilja þingsinsPáll segir málaflokkinn algjörlega á höndum þingsins og það sé þingsins að veita fjármuni til stofnunarinnar ef á að gera betur í málefnum fanga á Íslandi. „Það hefur skipt grundvallarmáli að innanríkisráðuneytið hefur sýnt okkar stöðu skilning og við eigum sterka samherja þar í þessari baráttu. Baráttan hefur ekki verið eins einföld þegar kemur að alþingismönnum. Þetta hefur ekki þótt sérlega spennandi efni á þeim bæ. Það er ekki nóg að setja lög um það að fjölga til dæmis í rafrænu eftirliti ef það fylgir ekki fjármagn í það. Sama gildir með önnur úrræði,“ segir Páll. „Með niðurskurði eða óbreyttum fjárframlögum ríkisins verðum við einfaldlega að fækka plássum. Þegar dregið er úr rekstrarframlögum til þessa málaflokks þýðir það að plássum í fangelsi fækkar. Fyrsta skylda mín sem forstöðumaður er að reka batteríið innan fjárheimilda sem Alþingi ákveður og því er það fyrst og fremst pólitísk ákvörðun hvort og hvenær plássum verði fækkað.“
Alþingi Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira