Lokatölur komnar úr Veiðivötnum Karl Lúðvíksson skrifar 25. ágúst 2015 18:14 Kristinn með stærsta fiskinn úr Veiðivötnum í sumar, 12 pund úr Ónefndavatni Mynd: Bryndís Magnúsdóttir Stangveiðitímabilinu lauk í Veiðivötnum þann 19. ágúst og eru tölur yfir veiðina í vötnunum þegar komnar á heimasíðu Veiðivatna. Sumarið fór afskaplega rólega af stað enda sumarbyrjunin snjóþung og mjög köld. Sum vötnin voru ennþá ísilögð í upphafi veiðitímans og eru myndir til að mynda frá Litla Sjó við opnun ótrúlega en þar mátti sjá litla ísjaka innan um íshelluna sem lá yfir stærstum hluta vatnsins. Þegar tölurnar eru skoðaðar sést sá munur á milli ára að venjulega hefur veiðin verið mest í upphafi á viku eitt og viku tvö en núna brá svo við að vika fjögur gaf mestu veiðina og liggur ástæðan fyrir því í skilyrðum við vötnin og engu öðru. Heildarveiðin úr Veiðivötnum þetta árið var 17.970 fiskar sem skiptist í 7.671 urriða og 10.299 bleikjur. Mest veiddist að venju í Litlasjó en það kemur heldur ekki á óvart þar sem hann er lang mest stundaður af vötnunum. Nýjavatn og Snjóölduvatn gáfu ennfremur mjög góða veiði og stærsti fiskurinn var 12 pund úr Ónefndavatni sem átti einnig hæstu meðalþyngdina sem var um 5 pund. Frekari upplýsingar um veiði í vötnunum má finna á heimasíðu Veiðivatna. Mest lesið Fluguhnýtingarkeppni í tilefni 75 ára afmælis Veiðimannsins Veiði Laxinn mættur í Stóru Laxá Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Nýtt tölublað af Sportveiðiblaðinu komið út Veiði 16 laxar komnir úr Elliðaánum Veiði Fín veðurspá fyrir vatnaveiðina um helgina Veiði Zeldan er einföld en gjöful fluga Veiði Vann kappræður um seiðasleppingar og ræktun laxveiðiáa Veiði Boltar í hamslausu Tungufljóti Veiði Skemmtilegur tími framundan í Varmá Veiði
Stangveiðitímabilinu lauk í Veiðivötnum þann 19. ágúst og eru tölur yfir veiðina í vötnunum þegar komnar á heimasíðu Veiðivatna. Sumarið fór afskaplega rólega af stað enda sumarbyrjunin snjóþung og mjög köld. Sum vötnin voru ennþá ísilögð í upphafi veiðitímans og eru myndir til að mynda frá Litla Sjó við opnun ótrúlega en þar mátti sjá litla ísjaka innan um íshelluna sem lá yfir stærstum hluta vatnsins. Þegar tölurnar eru skoðaðar sést sá munur á milli ára að venjulega hefur veiðin verið mest í upphafi á viku eitt og viku tvö en núna brá svo við að vika fjögur gaf mestu veiðina og liggur ástæðan fyrir því í skilyrðum við vötnin og engu öðru. Heildarveiðin úr Veiðivötnum þetta árið var 17.970 fiskar sem skiptist í 7.671 urriða og 10.299 bleikjur. Mest veiddist að venju í Litlasjó en það kemur heldur ekki á óvart þar sem hann er lang mest stundaður af vötnunum. Nýjavatn og Snjóölduvatn gáfu ennfremur mjög góða veiði og stærsti fiskurinn var 12 pund úr Ónefndavatni sem átti einnig hæstu meðalþyngdina sem var um 5 pund. Frekari upplýsingar um veiði í vötnunum má finna á heimasíðu Veiðivatna.
Mest lesið Fluguhnýtingarkeppni í tilefni 75 ára afmælis Veiðimannsins Veiði Laxinn mættur í Stóru Laxá Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Nýtt tölublað af Sportveiðiblaðinu komið út Veiði 16 laxar komnir úr Elliðaánum Veiði Fín veðurspá fyrir vatnaveiðina um helgina Veiði Zeldan er einföld en gjöful fluga Veiði Vann kappræður um seiðasleppingar og ræktun laxveiðiáa Veiði Boltar í hamslausu Tungufljóti Veiði Skemmtilegur tími framundan í Varmá Veiði