Umfjöllun, viðtöl og myndir: Breiðablik - Valur 6-0 | Blikar einum sigri frá titlinum Stefán Árni Pálsson á Kópavogsvelli skrifar 25. ágúst 2015 09:28 Blikar fagna einu marka sinna í dag. Vísir/Andri Marinó Breiðablik vann öruggan sigur á Val, 6-0, í 15. umferð Pepsi-deildar kvenna í kvöld. Sigurinn var aldrei í hættu en liðið náði samt sem áður ekki að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn með sigrinum. Stjarnan vann einnig sinn leik fyrir norðan.Andri Marinó Karlsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og náði þessum myndum hér fyrir ofan. Blikar hófu leikinn með miklum látum en Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir skoraði fyrsta mark leiksins eftir aðeins þriggja mínútna leik. Blikar náðu fínni fyrirgjöf fyrir mark Valsara og markið kom upp úr þeirri fyrirgjöf. Þórdís María Aikman, markvörður Vals, fór út í skelfilegt úthlaup, boltinn barst að lokum til Andreu, sem lagði boltann í autt markið. Mist Edvardsdóttir, leikmaður Vals, stóð ein eftir á marklínunni og gat lítið gert í málunum. Blikar réðu lögum og lofum út hálfleikinn og það eina sem sást frá Valsliðinu voru misheppnuð skot utan af velli. Heimastúlkur náðu að bæta við öðru marki á markamínútunni sjálfri, þeirri 43. þegar Fanndís Friðriksdóttir hamraði boltanum í netið rétt fyrir utan vítateig. Heimastúlkur byrjuðu síðari hálfleikinn á því að skora tvö mörk á stuttum tíma og staðan var orðin 4-0. Fanndís Friðriks skoraði þá sitt annað mark og Telma Hjaltalín skoraði einnig. Þegar hálftími var eftir af leiknum var hann í raun búinn. Fanndís átti eftir að skora sitt þriðja mark í leiknum og kom það rétt undir lok leiksins. Þá kórónaði hún frábæran leik sinn og lék sér einfaldlega að varnarmönnum Vals og innsiglaði þrennuna. Svava Rós Guðmundsdóttir innsiglaði magnaðan sigur Blika í kvöld og gerði sjötta mark þeirra í leiknum. Blikar unnu gríðarlega þægilegan sigur á Val í kvöld. Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum. Breiðablik er einfaldlega með mikið betra lið. Blikar þurfa því einn sigur í viðbót til að tryggja sér titilinn. Fanndís: Þurfum að vera með hausinn rétt skrúfaðan á„Þrátt fyrir að það hafi verið 2-0 fyrir okkur í hálfleik, þá vorum við ekkert að spila frábærlega vel,“ segir Fanndís Friðriksdóttir, markaskorari Blika, eftir sigurinn. „En ef leikir fara 6-0 þá segir það manni að hann var ekkert svo erfiður. Við nálguðumst þennan leik bara eins og alla aðra og ætluðum að fara í hann eins og alla aðra, með það hugafar að vinna.“ Fanndís segir að núna sé mjög mikilvægt að hafa hausinn rétt skrúfaðan á.+ „Ef það er ekki þannig, þá getur þetta farið illa. Við þurfum að stilla spennustigið og gíra okkur upp í það að klára þetta almennilega.“ Ólafur: Ekki svona mikill gæðamunur á þessum liðum„Ég get ekki viðurkennt að gæðamunurinn sé svona mikill á liðunum,“ segir Ólafur Tryggvi Brynjólfsson, þjálfari Vals, eftir leikinn í kvöld. „Við vorum með ákveðið leikskipulag inn í leikinn, en fáum á okkur mark strax í upphafi. Eftir það var þetta erfitt en við náðum að vinna okkur aftur inn í leikinn.“ Hann segir að með smá meiri gæðum hjá hans leikmönnum hefði liðið getað opnað vörn Blika betur. „Við ætluðum síðan bara að halda áfram í síðari hálfleiknum en þegar leið á hann fór að bera á óþolinmæði hjá mínum leikmönnum. Þá fóru menn að fara úr stöðu og svona og þá opnast fyrir þessa hröðu framherja Breiðabliks.“ Ólafur segir að það sé enginn möguleiki á því að titillinn fari eitthvað annað en til Blika í ár. „Þær fengu þrjá sigurvegara frá Val fyrir tímabilið, stelpur sem kunna að vinna og það hjálpar liðinu gríðarlega.“vísir/getty Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti Fleiri fréttir Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Sjá meira
Breiðablik vann öruggan sigur á Val, 6-0, í 15. umferð Pepsi-deildar kvenna í kvöld. Sigurinn var aldrei í hættu en liðið náði samt sem áður ekki að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn með sigrinum. Stjarnan vann einnig sinn leik fyrir norðan.Andri Marinó Karlsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og náði þessum myndum hér fyrir ofan. Blikar hófu leikinn með miklum látum en Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir skoraði fyrsta mark leiksins eftir aðeins þriggja mínútna leik. Blikar náðu fínni fyrirgjöf fyrir mark Valsara og markið kom upp úr þeirri fyrirgjöf. Þórdís María Aikman, markvörður Vals, fór út í skelfilegt úthlaup, boltinn barst að lokum til Andreu, sem lagði boltann í autt markið. Mist Edvardsdóttir, leikmaður Vals, stóð ein eftir á marklínunni og gat lítið gert í málunum. Blikar réðu lögum og lofum út hálfleikinn og það eina sem sást frá Valsliðinu voru misheppnuð skot utan af velli. Heimastúlkur náðu að bæta við öðru marki á markamínútunni sjálfri, þeirri 43. þegar Fanndís Friðriksdóttir hamraði boltanum í netið rétt fyrir utan vítateig. Heimastúlkur byrjuðu síðari hálfleikinn á því að skora tvö mörk á stuttum tíma og staðan var orðin 4-0. Fanndís Friðriks skoraði þá sitt annað mark og Telma Hjaltalín skoraði einnig. Þegar hálftími var eftir af leiknum var hann í raun búinn. Fanndís átti eftir að skora sitt þriðja mark í leiknum og kom það rétt undir lok leiksins. Þá kórónaði hún frábæran leik sinn og lék sér einfaldlega að varnarmönnum Vals og innsiglaði þrennuna. Svava Rós Guðmundsdóttir innsiglaði magnaðan sigur Blika í kvöld og gerði sjötta mark þeirra í leiknum. Blikar unnu gríðarlega þægilegan sigur á Val í kvöld. Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum. Breiðablik er einfaldlega með mikið betra lið. Blikar þurfa því einn sigur í viðbót til að tryggja sér titilinn. Fanndís: Þurfum að vera með hausinn rétt skrúfaðan á„Þrátt fyrir að það hafi verið 2-0 fyrir okkur í hálfleik, þá vorum við ekkert að spila frábærlega vel,“ segir Fanndís Friðriksdóttir, markaskorari Blika, eftir sigurinn. „En ef leikir fara 6-0 þá segir það manni að hann var ekkert svo erfiður. Við nálguðumst þennan leik bara eins og alla aðra og ætluðum að fara í hann eins og alla aðra, með það hugafar að vinna.“ Fanndís segir að núna sé mjög mikilvægt að hafa hausinn rétt skrúfaðan á.+ „Ef það er ekki þannig, þá getur þetta farið illa. Við þurfum að stilla spennustigið og gíra okkur upp í það að klára þetta almennilega.“ Ólafur: Ekki svona mikill gæðamunur á þessum liðum„Ég get ekki viðurkennt að gæðamunurinn sé svona mikill á liðunum,“ segir Ólafur Tryggvi Brynjólfsson, þjálfari Vals, eftir leikinn í kvöld. „Við vorum með ákveðið leikskipulag inn í leikinn, en fáum á okkur mark strax í upphafi. Eftir það var þetta erfitt en við náðum að vinna okkur aftur inn í leikinn.“ Hann segir að með smá meiri gæðum hjá hans leikmönnum hefði liðið getað opnað vörn Blika betur. „Við ætluðum síðan bara að halda áfram í síðari hálfleiknum en þegar leið á hann fór að bera á óþolinmæði hjá mínum leikmönnum. Þá fóru menn að fara úr stöðu og svona og þá opnast fyrir þessa hröðu framherja Breiðabliks.“ Ólafur segir að það sé enginn möguleiki á því að titillinn fari eitthvað annað en til Blika í ár. „Þær fengu þrjá sigurvegara frá Val fyrir tímabilið, stelpur sem kunna að vinna og það hjálpar liðinu gríðarlega.“vísir/getty
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti Fleiri fréttir Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Sjá meira