Bretar kaupa 2.000 Mustang bíla Finnur Thorlacius skrifar 24. ágúst 2015 12:46 Í fyrsta skipti í 50 ára sögu Ford Mustang bílsins er hann einnig framleiddur með stýrið hægra megin og það ætla Bretar sannarlega að nýta sér. Frá því Ford hóf að taka niður pantanir í bílinn í janúar hafa einir 2.000 íbúar í Bretlandi pantað eintak af honum. Ný kynslóð Ford Mustang var kynnt í fyrra, sú sjötta í röðinni, og Bretar virðast afar ginkeyptir fyrir bílnum, en kannski er það aðallega sveltið á honum gegnum árin með stýrið hægra megin sem skýrir vinsældirnar. Bíllinn kostar frá 29.995 pundum í Bretlandi, eða 6 milljónir króna. Sú gerð hans er með 2,3 lítra og 317 hestafla EcoBoost vélinni. Um 70% kaupenda hans í Bretlandi hafa þó valið 416 hestafla útfærslu hans með 5,0 lítra V8 vélinni, en hann kostar 33.995 pund. Ríflega helmingur kaupenda, eða 55%, velja bílinn með 6 gíra sjálfskiptingu og 45% kaupenda með 6 gíra beinskiptingu. Enn hefur þó enginn Breti fengið afhentan bíl sinn, en framleiðsla bílsins með stýrið hægra megin er þó hafin í Flatrock verksmiðjunni í Michigan. Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent
Í fyrsta skipti í 50 ára sögu Ford Mustang bílsins er hann einnig framleiddur með stýrið hægra megin og það ætla Bretar sannarlega að nýta sér. Frá því Ford hóf að taka niður pantanir í bílinn í janúar hafa einir 2.000 íbúar í Bretlandi pantað eintak af honum. Ný kynslóð Ford Mustang var kynnt í fyrra, sú sjötta í röðinni, og Bretar virðast afar ginkeyptir fyrir bílnum, en kannski er það aðallega sveltið á honum gegnum árin með stýrið hægra megin sem skýrir vinsældirnar. Bíllinn kostar frá 29.995 pundum í Bretlandi, eða 6 milljónir króna. Sú gerð hans er með 2,3 lítra og 317 hestafla EcoBoost vélinni. Um 70% kaupenda hans í Bretlandi hafa þó valið 416 hestafla útfærslu hans með 5,0 lítra V8 vélinni, en hann kostar 33.995 pund. Ríflega helmingur kaupenda, eða 55%, velja bílinn með 6 gíra sjálfskiptingu og 45% kaupenda með 6 gíra beinskiptingu. Enn hefur þó enginn Breti fengið afhentan bíl sinn, en framleiðsla bílsins með stýrið hægra megin er þó hafin í Flatrock verksmiðjunni í Michigan.
Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent