Sturla Jónsson, vörubílsstjóri sem varð þjóðþekktur í kjölfar efnahagshrunsins og bauð fram í síðustu Alþingiskosningum í eigin nafni, segist velta fyrir sér að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Hann greinir frá því á Facebook-síðu sinni.
„Ég er að velta fyrir mér forseta framboði í þeirri von um að fólk vilji raunverulegar breytingar,“ segir í færslu Sturlu frá því í nótt. Hann bætist í hóp nokkurra Íslendinga sem velta stöðunni fyrir sér. Bæði söngvarinn Bergþór Pálsson og leikkonan Halldóra Geirharðsdóttir hafa fengið áskoranir um að slá til og hafa hvorugt útilokað að bjóða fram.
Ólafur Ragnar Grímsson, sitjandi forseti síðan 1996, mun tilkynna í áramótaávarpi sínu hvort hann sækist eftir endurkjöri. Hann hafði áður gefið sterklega til kynna að yfirstandandi kjörtímabil yrði hans síðasta. Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri og grínist, hefur útilokað framboð.
Kosningar fara fram næsta vor.
Sturla veltir fyrir sér forsetaframboði

Tengdar fréttir

Fylkja sér um fólk sem vill ekki embættið
Jón Gnarr og Katrín Jakobsdóttir fá mest fylgi í könnun Gallup um hvern fólk vill sjá í embætti forseta.

Bergþór Pálsson hefur velt forsetaembættinu mikið fyrir sér
„Albert myndi steikja kleinur í eldhúsinu og ég syngja fyrir þjóðhöfðingjana. Og svo værum við auðvitað alltaf á hjóli,“ segir Bergþór Pálsson, óperusöngvari.

Halldóra Geirharðs: „Ég yrði frábær forseti“
Leikonan hefur um nóg annað að hugsa þessa dagana. Hún geti hins vegar ekki afskrifað framboð sem rugl á þessari stundu.