Verkið byggt á Guð blessi Ísland ræðu Geirs H. Haarde Gunnar Leó Pálsson skrifar 24. ágúst 2015 09:00 Halldór Smárason er hér ásamt Petter Ekman í hljóðverinu í Gautaborg en þeir eru saman í listahópnum Errata Collective ásamt þeim Finni Karlssyni og Hauki Þór Harðarsyni sem vantar á myndina. Mynd/Haukur Þór Harðarson „Þetta er frábær ræða, hún er mjög dramatísk og ég reyni að draga stemninguna fram í verkinu,“ segir tónlistarmaðurinn Halldór Smárason. Hann byggir sitt nýjasta tónverk á ræðu Geirs H. Haarde, sem oftast er titluð Guð blessi Ísland og var flutt í beinni útsendingu mánudaginn 6. október 2008. Auk tónverksins notast Halldór einnig við myndefni frá viðtalinu. „Það má segja að Geir fari með mikinn leiksigur en rödd hans og orðanotkun er einnig stór hluti af hljóðmynd verksins,“ bætir Halldór við. Hann er nú kominn til Gautaborgar í Svíþjóð þar sem hann hljóðritar verkið en hann er þó ekki einn að verki þar. „Ég ásamt listahópnum mínum, Errata Collective, verð í Gautaborg í tíu daga að taka upp plötu með nýrri músík eftir þau fjögur tónskáld sem mynda hópinn. Við erum að vinna hér með sænska pródúsernum Erik Berndtsson og stefnum á útgáfu plötu í vetur,“ útskýrir Halldór. Ásamt Halldóri skipa þeir Finnur Karlsson, Haukur Þór Harðarson og Petter Ekman hópinn en þeir kynntust þegar þeir lærðu tónsmíðar við Listaháskóla Íslands. „Við erum miklir vinir og ákváðum að stofna þetta félag til að koma okkur áfram og til að geta unnið að sameiginlegum verkefnum. Við höfum líka verið að fá aðra listamenn með okkur eins og til dæmis grafíska hönnuði, hljóðfæraleikara og alls kyns fólk, og stefnum að frekara samstarfi með fjölbreyttum listamönnum.“ Hann segir verkefnið einkar spennandi sökum þess að verkin eru sérstaklega samin fyrir hljóðver en ekki fyrir hefðbundna tónleika. „Þetta er spennandi verkefni þar sem við erum í raun að fara í skapandi vinnu inni í hljóðveri í staðinn fyrir á æfingum fyrir hefðbundna tónleika, eins og nútímatónlist er jafnan samin fyrir. Við verðum í stúdíóinu í níu daga og erum að fá nokkra frábæra hljóðfæraleikara með okkur, þau Maríu Ösp Ómarsdóttur, Ragnar Jónsson og Unu Sveinbjarnardóttur auk tónmeistarans Ragnheiðar Jónsdóttur.“ Halldór hefur haft í nógu að snúast að undanförnu, hann hefur verið að útsetja og leika undir hjá Sætabrauðsdrengjunum og þá var honum ásamt tveimur öðrum tónskáldum boðið að semja nýtt verk fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands í gegnum samstarfsverkefnið Yrkju, starfsþróunarverkefni Tónverkamiðstöðvar og Sinfóníuhljómsveitarinnar. Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
„Þetta er frábær ræða, hún er mjög dramatísk og ég reyni að draga stemninguna fram í verkinu,“ segir tónlistarmaðurinn Halldór Smárason. Hann byggir sitt nýjasta tónverk á ræðu Geirs H. Haarde, sem oftast er titluð Guð blessi Ísland og var flutt í beinni útsendingu mánudaginn 6. október 2008. Auk tónverksins notast Halldór einnig við myndefni frá viðtalinu. „Það má segja að Geir fari með mikinn leiksigur en rödd hans og orðanotkun er einnig stór hluti af hljóðmynd verksins,“ bætir Halldór við. Hann er nú kominn til Gautaborgar í Svíþjóð þar sem hann hljóðritar verkið en hann er þó ekki einn að verki þar. „Ég ásamt listahópnum mínum, Errata Collective, verð í Gautaborg í tíu daga að taka upp plötu með nýrri músík eftir þau fjögur tónskáld sem mynda hópinn. Við erum að vinna hér með sænska pródúsernum Erik Berndtsson og stefnum á útgáfu plötu í vetur,“ útskýrir Halldór. Ásamt Halldóri skipa þeir Finnur Karlsson, Haukur Þór Harðarson og Petter Ekman hópinn en þeir kynntust þegar þeir lærðu tónsmíðar við Listaháskóla Íslands. „Við erum miklir vinir og ákváðum að stofna þetta félag til að koma okkur áfram og til að geta unnið að sameiginlegum verkefnum. Við höfum líka verið að fá aðra listamenn með okkur eins og til dæmis grafíska hönnuði, hljóðfæraleikara og alls kyns fólk, og stefnum að frekara samstarfi með fjölbreyttum listamönnum.“ Hann segir verkefnið einkar spennandi sökum þess að verkin eru sérstaklega samin fyrir hljóðver en ekki fyrir hefðbundna tónleika. „Þetta er spennandi verkefni þar sem við erum í raun að fara í skapandi vinnu inni í hljóðveri í staðinn fyrir á æfingum fyrir hefðbundna tónleika, eins og nútímatónlist er jafnan samin fyrir. Við verðum í stúdíóinu í níu daga og erum að fá nokkra frábæra hljóðfæraleikara með okkur, þau Maríu Ösp Ómarsdóttur, Ragnar Jónsson og Unu Sveinbjarnardóttur auk tónmeistarans Ragnheiðar Jónsdóttur.“ Halldór hefur haft í nógu að snúast að undanförnu, hann hefur verið að útsetja og leika undir hjá Sætabrauðsdrengjunum og þá var honum ásamt tveimur öðrum tónskáldum boðið að semja nýtt verk fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands í gegnum samstarfsverkefnið Yrkju, starfsþróunarverkefni Tónverkamiðstöðvar og Sinfóníuhljómsveitarinnar.
Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira