Jákvætt að aðrir leikmenn stigu upp í fjarveru Jóns og Hauks Kristinn Páll Teitsson skrifar 24. ágúst 2015 06:00 Pedersen ræðir hér við leikmenn sína á dögunum. Vísir/Ernir Íslenska landsliðið í körfuknattleik lauk leik á æfingarmóti í Eistlandi um helgina en íslenska liðinu tókst að vinna tvo leiki eftir að hafa tapað fyrsta leiknum. Fylgdu þeir tapi gegn heimamönnum með sigrum gegn Hollandi og Filippseyjum þrátt fyrir að einn besti leikmaður liðsins, Jón Arnór Stefánsson, hefði ekkert tekið þátt í leikjunum vegna meiðsla. Craig Pedersen, þjálfari íslenska landsliðsins, var skiljanlega sáttur með mótið sem undirbúning en Ísland á fyrsta leik á Eurobasket gegn Þýskalandi eftir tæplega tvær vikur. „Ég er mjög ánægður með spilamennskuna á mótinu, flæðið í leik liðsins var mun betra heldur en í fyrstu tveimur æfingarleikjunum. Fyrir vikið vorum við að fá mikið af opnum skotum sem við þurfum að treysta á, sama hvort við séum að hitta úr þeim eða ekki þá þurfum við að fá þessi skot.“ Craig var ánægður með viðbrögð leikmanna sinna við tapinu í fyrsta leiknum en Ísland tapaði með 20 stigum gegn heimamönnum í fyrsta leik. „Það var mjög jákvætt að aðrir leikmenn stigu upp í fjarveru Jóns og Hauks í leikjunum gegn Hollandi og Filippseyjum. Mér fannst úrslitin gegn Eistlandi ekki gefa rétta mynd af leiknum vegna þess hversu illa við hittum af vítalíunni.Strákarnir eru hinsvegar allir að spila betur og betur með hverjum leik svo ég get ekki séð neitt neikvætt við þessa leiki.“Jón Arnór er heill heilsu Það munaði um að Jón Arnór Stefánsson, einn besti leikmaður liðsins, gæti ekki tekið þátt í leikjunum en hann hefur hvílt undanfarna fjóra leiki. „Hann gat alveg verið með okkur í seinustu tveimur leikjunum en við vildum leyfa honum að hvíla sig og að gefa öðrum leikmönnum tækifæri. Hann er hinsvegar heill heilsu og gæti leikið leik á morgun,“ sagði Craig sem hrósaði Jóni Arnóri. „Hann er svo reynslumikill og gáfaður körfuboltamaður að hann er að meðtaka allt sem við viljum gera á æfingunum. Hann skilur hvernig við viljum spila og ég á ekki von á öðru en að hann muni bara koma vel inn í þetta.“ Craig var ánægður með viðbrögð annarra leikmanna liðsins gegn Filippseyjum og Hollandi þrátt fyrir að hvorki Jón Arnór né Haukur Helgi Pálsson hafi verið með liðinu. „Það var frábært að vinna þessa leiki en fyrst og fremst tókst okkur það sem við lögðum upp með og það var að þróa leikinn okkar til hins betra. Strákarnir sýndu frábæran karakter með að ná í þessa tvo sigra gegn liðum sem innihéldu meðal annars leikmann úr NBA-deildinni.“Þurfum að passa upp á boltann Íslenska liðið er töluvert lágvaxnara en mótherjar þess á Eurobasket en Craig sagðist ekki hafa of miklar áhyggjur yfir því. „Það er það sem maður tekur strax eftir. Við vorum að taka fæst fráköst á mótinu en það var ekkert afgerandi. Þetta jafnast síðan út með töpuðum boltum en við komum vel út í því,“ sagði Craig sem fagnað því að leikmenn liðsins hefðu fengið að upplifa þetta. „Það er frábært að sýna að við getum unnið land eins og Holland um helgina. Þeir vita hvernig við viljum spila enda í þriðja sinn sem við mætumst en það var frábært að geta þrátt fyrir það strítt þeim í varnarleiknum.“ Craig tók undir að íslenska víkingablóðið myndi ekki gefast upp í frákastabaráttunni undir körfunni. „Ég var mjög hrifinn af viðhorfi strákanna, þeir munu berjast um alla bolta og gefa sig alla í þetta. Það er frábært að sjá þetta sem þjálfari.“ EM 2015 í Berlín Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Leik lokið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Körfubolti Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Leik lokið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið Sjá meira
Íslenska landsliðið í körfuknattleik lauk leik á æfingarmóti í Eistlandi um helgina en íslenska liðinu tókst að vinna tvo leiki eftir að hafa tapað fyrsta leiknum. Fylgdu þeir tapi gegn heimamönnum með sigrum gegn Hollandi og Filippseyjum þrátt fyrir að einn besti leikmaður liðsins, Jón Arnór Stefánsson, hefði ekkert tekið þátt í leikjunum vegna meiðsla. Craig Pedersen, þjálfari íslenska landsliðsins, var skiljanlega sáttur með mótið sem undirbúning en Ísland á fyrsta leik á Eurobasket gegn Þýskalandi eftir tæplega tvær vikur. „Ég er mjög ánægður með spilamennskuna á mótinu, flæðið í leik liðsins var mun betra heldur en í fyrstu tveimur æfingarleikjunum. Fyrir vikið vorum við að fá mikið af opnum skotum sem við þurfum að treysta á, sama hvort við séum að hitta úr þeim eða ekki þá þurfum við að fá þessi skot.“ Craig var ánægður með viðbrögð leikmanna sinna við tapinu í fyrsta leiknum en Ísland tapaði með 20 stigum gegn heimamönnum í fyrsta leik. „Það var mjög jákvætt að aðrir leikmenn stigu upp í fjarveru Jóns og Hauks í leikjunum gegn Hollandi og Filippseyjum. Mér fannst úrslitin gegn Eistlandi ekki gefa rétta mynd af leiknum vegna þess hversu illa við hittum af vítalíunni.Strákarnir eru hinsvegar allir að spila betur og betur með hverjum leik svo ég get ekki séð neitt neikvætt við þessa leiki.“Jón Arnór er heill heilsu Það munaði um að Jón Arnór Stefánsson, einn besti leikmaður liðsins, gæti ekki tekið þátt í leikjunum en hann hefur hvílt undanfarna fjóra leiki. „Hann gat alveg verið með okkur í seinustu tveimur leikjunum en við vildum leyfa honum að hvíla sig og að gefa öðrum leikmönnum tækifæri. Hann er hinsvegar heill heilsu og gæti leikið leik á morgun,“ sagði Craig sem hrósaði Jóni Arnóri. „Hann er svo reynslumikill og gáfaður körfuboltamaður að hann er að meðtaka allt sem við viljum gera á æfingunum. Hann skilur hvernig við viljum spila og ég á ekki von á öðru en að hann muni bara koma vel inn í þetta.“ Craig var ánægður með viðbrögð annarra leikmanna liðsins gegn Filippseyjum og Hollandi þrátt fyrir að hvorki Jón Arnór né Haukur Helgi Pálsson hafi verið með liðinu. „Það var frábært að vinna þessa leiki en fyrst og fremst tókst okkur það sem við lögðum upp með og það var að þróa leikinn okkar til hins betra. Strákarnir sýndu frábæran karakter með að ná í þessa tvo sigra gegn liðum sem innihéldu meðal annars leikmann úr NBA-deildinni.“Þurfum að passa upp á boltann Íslenska liðið er töluvert lágvaxnara en mótherjar þess á Eurobasket en Craig sagðist ekki hafa of miklar áhyggjur yfir því. „Það er það sem maður tekur strax eftir. Við vorum að taka fæst fráköst á mótinu en það var ekkert afgerandi. Þetta jafnast síðan út með töpuðum boltum en við komum vel út í því,“ sagði Craig sem fagnað því að leikmenn liðsins hefðu fengið að upplifa þetta. „Það er frábært að sýna að við getum unnið land eins og Holland um helgina. Þeir vita hvernig við viljum spila enda í þriðja sinn sem við mætumst en það var frábært að geta þrátt fyrir það strítt þeim í varnarleiknum.“ Craig tók undir að íslenska víkingablóðið myndi ekki gefast upp í frákastabaráttunni undir körfunni. „Ég var mjög hrifinn af viðhorfi strákanna, þeir munu berjast um alla bolta og gefa sig alla í þetta. Það er frábært að sjá þetta sem þjálfari.“
EM 2015 í Berlín Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Leik lokið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Körfubolti Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Leik lokið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik