Fjölmargir fara tíu þúsund krónum fátækari heim úr miðbænum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. ágúst 2015 23:19 Eigandi þessa bíls var vafalítið óhress með glaðningin sem beið hans á framrúðunni í Laugardalnum síðdegis í gær. Vísir/KTD Tugir þúsunda gesta í miðbæ Reykjavíkur í kvöld verða tíu þúsund krónum fátækari þegar þeir snúa aftur að bílum sínum að loknum tónleikum og flugeldasýningu í tilefni Menningarnætur. Fjölmennir tónleikar fóru fram í kvöld á Arnarhóli, Hljómskálagarðinum, Bar 11 auk Karnivalsins á Klapparstíg. Starfsmenn Bílastæðasjóðs og lögregla hafa verið á ferðinni og smellt sektum á bíla sem lagt hefur verið ólöglega. Blaðamaður hélt í Laugardalshöll síðdegis á föstudag þar sem skráning og móttaka gagna vegna Reykjavíkurmaraþonsins fór fram. Gekk hann fram á tvo starfsmenn Bílastæðasjóðs sem voru í óðaönn að sekta ökumenn vegna stöðubrota. Sektin nemur tíu þúsund krónum eftir nýlega hækkun. Í spjalli við blaðamann sögðu starfsmennirnir eiga von á annasömum degi, þ.e. föstudeginum í Laugardalnum, og svo í dag. Í ljósi reynslu undanfarinna ára sögðust þeir eiga von á að sektirnar yrðu líklega fleiri en eitt þúsund dagana tvo. Miðað við tíu þúsund króna sekt svarar það til tíu milljóna króna í sektargreiðslu yfir helgina.Hlauparar leggja ólöglega Fannst þeim sérstaklega kostulegt að það væru hlauparar sem legðu ólöglega, fólk sem ætlaði að hlaupa langar vegalengdir en gæti samt ekki lagt löglega. Nóg væri til að mynda af bílastæðum í og nærri Laugardalnum en þrátt fyrir það legðu sumir við hlið Laugardalshallar upp á kant líkt og myndin að ofan sýnir. Sömuleiðis væri eins og eftir því sem veðrið væri betra þá væru fleiri stöðubrot. Héldist það í hendur við að fleiri mæta þegar veður er gott. Umfangsmiklar lokanir hafa verið í miðbænum í allan dag þar sem fólk hefur verið að soga í sig menninguna. Allt frá því fyrstu fóru af stað í Reykjavíkurmaraþoninu á níunda tímanum í morgun hefur mikil umferð fólks í kjarna borgarinnar. Svo verður vafalítið fram á morgun í fjölmörgum tilfellum þar sem dansinn mun duna á skemmtistöðum borgarinnar. Tengdar fréttir Lögregla fargar áfengi ungra gesta menningarnætur Segir hátíðina hafa farið vel fram og marga í bænum. 22. ágúst 2015 22:05 Svona kemstu í bæinn á Menningarnótt Ókeypis verður í strætó en löggan verður á vaktinni í sektargír. Upplýsingar um lokanir á götum má finna í fréttinni. 22. ágúst 2015 11:15 Mesta úrkoman gengin yfir Má þó gera ráð fyrir skúrum í kvöld. 22. ágúst 2015 19:21 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Tugir þúsunda gesta í miðbæ Reykjavíkur í kvöld verða tíu þúsund krónum fátækari þegar þeir snúa aftur að bílum sínum að loknum tónleikum og flugeldasýningu í tilefni Menningarnætur. Fjölmennir tónleikar fóru fram í kvöld á Arnarhóli, Hljómskálagarðinum, Bar 11 auk Karnivalsins á Klapparstíg. Starfsmenn Bílastæðasjóðs og lögregla hafa verið á ferðinni og smellt sektum á bíla sem lagt hefur verið ólöglega. Blaðamaður hélt í Laugardalshöll síðdegis á föstudag þar sem skráning og móttaka gagna vegna Reykjavíkurmaraþonsins fór fram. Gekk hann fram á tvo starfsmenn Bílastæðasjóðs sem voru í óðaönn að sekta ökumenn vegna stöðubrota. Sektin nemur tíu þúsund krónum eftir nýlega hækkun. Í spjalli við blaðamann sögðu starfsmennirnir eiga von á annasömum degi, þ.e. föstudeginum í Laugardalnum, og svo í dag. Í ljósi reynslu undanfarinna ára sögðust þeir eiga von á að sektirnar yrðu líklega fleiri en eitt þúsund dagana tvo. Miðað við tíu þúsund króna sekt svarar það til tíu milljóna króna í sektargreiðslu yfir helgina.Hlauparar leggja ólöglega Fannst þeim sérstaklega kostulegt að það væru hlauparar sem legðu ólöglega, fólk sem ætlaði að hlaupa langar vegalengdir en gæti samt ekki lagt löglega. Nóg væri til að mynda af bílastæðum í og nærri Laugardalnum en þrátt fyrir það legðu sumir við hlið Laugardalshallar upp á kant líkt og myndin að ofan sýnir. Sömuleiðis væri eins og eftir því sem veðrið væri betra þá væru fleiri stöðubrot. Héldist það í hendur við að fleiri mæta þegar veður er gott. Umfangsmiklar lokanir hafa verið í miðbænum í allan dag þar sem fólk hefur verið að soga í sig menninguna. Allt frá því fyrstu fóru af stað í Reykjavíkurmaraþoninu á níunda tímanum í morgun hefur mikil umferð fólks í kjarna borgarinnar. Svo verður vafalítið fram á morgun í fjölmörgum tilfellum þar sem dansinn mun duna á skemmtistöðum borgarinnar.
Tengdar fréttir Lögregla fargar áfengi ungra gesta menningarnætur Segir hátíðina hafa farið vel fram og marga í bænum. 22. ágúst 2015 22:05 Svona kemstu í bæinn á Menningarnótt Ókeypis verður í strætó en löggan verður á vaktinni í sektargír. Upplýsingar um lokanir á götum má finna í fréttinni. 22. ágúst 2015 11:15 Mesta úrkoman gengin yfir Má þó gera ráð fyrir skúrum í kvöld. 22. ágúst 2015 19:21 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Lögregla fargar áfengi ungra gesta menningarnætur Segir hátíðina hafa farið vel fram og marga í bænum. 22. ágúst 2015 22:05
Svona kemstu í bæinn á Menningarnótt Ókeypis verður í strætó en löggan verður á vaktinni í sektargír. Upplýsingar um lokanir á götum má finna í fréttinni. 22. ágúst 2015 11:15