Fjölmargir fara tíu þúsund krónum fátækari heim úr miðbænum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. ágúst 2015 23:19 Eigandi þessa bíls var vafalítið óhress með glaðningin sem beið hans á framrúðunni í Laugardalnum síðdegis í gær. Vísir/KTD Tugir þúsunda gesta í miðbæ Reykjavíkur í kvöld verða tíu þúsund krónum fátækari þegar þeir snúa aftur að bílum sínum að loknum tónleikum og flugeldasýningu í tilefni Menningarnætur. Fjölmennir tónleikar fóru fram í kvöld á Arnarhóli, Hljómskálagarðinum, Bar 11 auk Karnivalsins á Klapparstíg. Starfsmenn Bílastæðasjóðs og lögregla hafa verið á ferðinni og smellt sektum á bíla sem lagt hefur verið ólöglega. Blaðamaður hélt í Laugardalshöll síðdegis á föstudag þar sem skráning og móttaka gagna vegna Reykjavíkurmaraþonsins fór fram. Gekk hann fram á tvo starfsmenn Bílastæðasjóðs sem voru í óðaönn að sekta ökumenn vegna stöðubrota. Sektin nemur tíu þúsund krónum eftir nýlega hækkun. Í spjalli við blaðamann sögðu starfsmennirnir eiga von á annasömum degi, þ.e. föstudeginum í Laugardalnum, og svo í dag. Í ljósi reynslu undanfarinna ára sögðust þeir eiga von á að sektirnar yrðu líklega fleiri en eitt þúsund dagana tvo. Miðað við tíu þúsund króna sekt svarar það til tíu milljóna króna í sektargreiðslu yfir helgina.Hlauparar leggja ólöglega Fannst þeim sérstaklega kostulegt að það væru hlauparar sem legðu ólöglega, fólk sem ætlaði að hlaupa langar vegalengdir en gæti samt ekki lagt löglega. Nóg væri til að mynda af bílastæðum í og nærri Laugardalnum en þrátt fyrir það legðu sumir við hlið Laugardalshallar upp á kant líkt og myndin að ofan sýnir. Sömuleiðis væri eins og eftir því sem veðrið væri betra þá væru fleiri stöðubrot. Héldist það í hendur við að fleiri mæta þegar veður er gott. Umfangsmiklar lokanir hafa verið í miðbænum í allan dag þar sem fólk hefur verið að soga í sig menninguna. Allt frá því fyrstu fóru af stað í Reykjavíkurmaraþoninu á níunda tímanum í morgun hefur mikil umferð fólks í kjarna borgarinnar. Svo verður vafalítið fram á morgun í fjölmörgum tilfellum þar sem dansinn mun duna á skemmtistöðum borgarinnar. Tengdar fréttir Lögregla fargar áfengi ungra gesta menningarnætur Segir hátíðina hafa farið vel fram og marga í bænum. 22. ágúst 2015 22:05 Svona kemstu í bæinn á Menningarnótt Ókeypis verður í strætó en löggan verður á vaktinni í sektargír. Upplýsingar um lokanir á götum má finna í fréttinni. 22. ágúst 2015 11:15 Mesta úrkoman gengin yfir Má þó gera ráð fyrir skúrum í kvöld. 22. ágúst 2015 19:21 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira
Tugir þúsunda gesta í miðbæ Reykjavíkur í kvöld verða tíu þúsund krónum fátækari þegar þeir snúa aftur að bílum sínum að loknum tónleikum og flugeldasýningu í tilefni Menningarnætur. Fjölmennir tónleikar fóru fram í kvöld á Arnarhóli, Hljómskálagarðinum, Bar 11 auk Karnivalsins á Klapparstíg. Starfsmenn Bílastæðasjóðs og lögregla hafa verið á ferðinni og smellt sektum á bíla sem lagt hefur verið ólöglega. Blaðamaður hélt í Laugardalshöll síðdegis á föstudag þar sem skráning og móttaka gagna vegna Reykjavíkurmaraþonsins fór fram. Gekk hann fram á tvo starfsmenn Bílastæðasjóðs sem voru í óðaönn að sekta ökumenn vegna stöðubrota. Sektin nemur tíu þúsund krónum eftir nýlega hækkun. Í spjalli við blaðamann sögðu starfsmennirnir eiga von á annasömum degi, þ.e. föstudeginum í Laugardalnum, og svo í dag. Í ljósi reynslu undanfarinna ára sögðust þeir eiga von á að sektirnar yrðu líklega fleiri en eitt þúsund dagana tvo. Miðað við tíu þúsund króna sekt svarar það til tíu milljóna króna í sektargreiðslu yfir helgina.Hlauparar leggja ólöglega Fannst þeim sérstaklega kostulegt að það væru hlauparar sem legðu ólöglega, fólk sem ætlaði að hlaupa langar vegalengdir en gæti samt ekki lagt löglega. Nóg væri til að mynda af bílastæðum í og nærri Laugardalnum en þrátt fyrir það legðu sumir við hlið Laugardalshallar upp á kant líkt og myndin að ofan sýnir. Sömuleiðis væri eins og eftir því sem veðrið væri betra þá væru fleiri stöðubrot. Héldist það í hendur við að fleiri mæta þegar veður er gott. Umfangsmiklar lokanir hafa verið í miðbænum í allan dag þar sem fólk hefur verið að soga í sig menninguna. Allt frá því fyrstu fóru af stað í Reykjavíkurmaraþoninu á níunda tímanum í morgun hefur mikil umferð fólks í kjarna borgarinnar. Svo verður vafalítið fram á morgun í fjölmörgum tilfellum þar sem dansinn mun duna á skemmtistöðum borgarinnar.
Tengdar fréttir Lögregla fargar áfengi ungra gesta menningarnætur Segir hátíðina hafa farið vel fram og marga í bænum. 22. ágúst 2015 22:05 Svona kemstu í bæinn á Menningarnótt Ókeypis verður í strætó en löggan verður á vaktinni í sektargír. Upplýsingar um lokanir á götum má finna í fréttinni. 22. ágúst 2015 11:15 Mesta úrkoman gengin yfir Má þó gera ráð fyrir skúrum í kvöld. 22. ágúst 2015 19:21 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira
Lögregla fargar áfengi ungra gesta menningarnætur Segir hátíðina hafa farið vel fram og marga í bænum. 22. ágúst 2015 22:05
Svona kemstu í bæinn á Menningarnótt Ókeypis verður í strætó en löggan verður á vaktinni í sektargír. Upplýsingar um lokanir á götum má finna í fréttinni. 22. ágúst 2015 11:15