Samkvæmt tölum frá árinu 2007 eru bandarískar konur með tæplega fjórðungi lægri laun en karlar þar í landi að meðaltali. Launamunurinn er yfirleitt meiri norðar í landinu heldur en í suðurhluta þess. Það er því ekki nema von að stúlkan hafi spurt spurningarinnar.
„Forseti er eitt af þeim störfum sem þú verður að borga jafnt fyrir,“ svaraði Hillary. „En út um allt eru dæmi um að konur fái lægri laun en karlar. Verði ég forseti mun ég gera allt sem í mínu valdi stendur til að það verði ekki aðeins í forsetastólnum sem konur og karlar fá sömu laun.“