Fanndís: Frábært að þurfa bara eitt mark Ingvi Þór Sæmundsson á Samsung-vellinum skrifar 21. ágúst 2015 20:30 Fanndís er markahæst í Pepsi-deild kvenna með 15 mörk. vísir/valli "Nei, ekki strax en við tókum stórt skref í áttina að honum í kvöld," svaraði Fanndís Friðriksdóttir þegar blaðamaður Vísis spurði hana hvort ekki væri óhætt að óska Breiðabliki til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn eftir 0-1 sigur á Stjörnunni í kvöld. Sigurinn var gríðarlega mikilvægur en Blikar eru nú sjö stigum á undan Garðbæingum þegar aðeins fjórar umferðir eru eftir af Pepsi-deildinni. Það þarf því ansi margt að ganga á ef Breiðablik verður ekki meistari. "Það er frábært að þurfa bara að skora eitt, því við höldum alltaf hreinu. Þetta var frábært," sagði Fanndís sem skoraði eina mark leiksins á 49. mínútu. Það dugði til sigurs því Breiðablik hélt hreinu í 11. leiknum í röð í kvöld. En var þetta sanngjarn sigur að mati Fanndísar? "Já, mér fannst það. Við áttum opnari færi, sérstaklega í fyrri hálfleik. Við hefðum kannski átt að gera betur í seinni hálfleik og keyra yfir þær en féllum óvenju langt aftur á völlinn," sagði Fanndís sem leið vel þrátt fyrir að staðan væri bara 0-1. "Það getur alltaf dottið inn mark en samt fannst mér þær ekki líklegar til að skora." Kópavogsbúar fjölmenntu á Samsung-völlinn í kvöld og höfðu hátt. Fanndís var að vonum ánægð með stuðninginn sem Blikar fengu í kvöld frá stuðningsmannasveitinni Kópacabana. "Þeir eru frábærir. Þetta er ekki í fyrsta skipti í sumar sem þeir eru svona og þetta hjálpaði mikið til í kvöld," sagði Fanndís að endingu. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Enski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Sjá meira
"Nei, ekki strax en við tókum stórt skref í áttina að honum í kvöld," svaraði Fanndís Friðriksdóttir þegar blaðamaður Vísis spurði hana hvort ekki væri óhætt að óska Breiðabliki til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn eftir 0-1 sigur á Stjörnunni í kvöld. Sigurinn var gríðarlega mikilvægur en Blikar eru nú sjö stigum á undan Garðbæingum þegar aðeins fjórar umferðir eru eftir af Pepsi-deildinni. Það þarf því ansi margt að ganga á ef Breiðablik verður ekki meistari. "Það er frábært að þurfa bara að skora eitt, því við höldum alltaf hreinu. Þetta var frábært," sagði Fanndís sem skoraði eina mark leiksins á 49. mínútu. Það dugði til sigurs því Breiðablik hélt hreinu í 11. leiknum í röð í kvöld. En var þetta sanngjarn sigur að mati Fanndísar? "Já, mér fannst það. Við áttum opnari færi, sérstaklega í fyrri hálfleik. Við hefðum kannski átt að gera betur í seinni hálfleik og keyra yfir þær en féllum óvenju langt aftur á völlinn," sagði Fanndís sem leið vel þrátt fyrir að staðan væri bara 0-1. "Það getur alltaf dottið inn mark en samt fannst mér þær ekki líklegar til að skora." Kópavogsbúar fjölmenntu á Samsung-völlinn í kvöld og höfðu hátt. Fanndís var að vonum ánægð með stuðninginn sem Blikar fengu í kvöld frá stuðningsmannasveitinni Kópacabana. "Þeir eru frábærir. Þetta er ekki í fyrsta skipti í sumar sem þeir eru svona og þetta hjálpaði mikið til í kvöld," sagði Fanndís að endingu.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Enski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Sjá meira