Íslenska karlalandsliðið í körfubolta leikur sinn annan leik á Toyota Four Nations Cup, æfingamóti í Eistlandi, í dag. Mótherji Íslands er Holland en þessi lið mættust í tveimur vináttuleikjum hér á landi í byrjun mánaðarins.
Ísland tapaði fyrir Eistlandi með 20 stigum, 85-65, í fyrsta leik sínum á mótinu í gær. Á morgun mætir íslenska liðið svo Filippseyjum.
Leikurinn í dag hefst klukkan 14:30 að íslenskum tíma en hægt verður að fylgjast með honum í beinni tölfræðilýsingu á vef eistneska körfuknattleikssambandsins.
Íslenska liðið er eins skipað og í leiknum gegn Eistlandi í gær fyrir utan að Sigurður Gunnar Þorsteinsson kemur inn í liðið fyrir Hauk Helga Pálsson sem fær leyfi í næstu tveimur leikjum. Haukur fer heim í dag til að vera viðstaddur brúðkaup föður síns.
Jón Arnór Stefánsson hvílir líkt og í gær vegna smávægilegra meiðsla.
Liðið gegn Hollandi:
3 Martin Hermannsson
4 Axel Kárason
5 Ragnar Ágúst Nathanaelsson
6 Jakob Örn Sigurðarson
7 Sigurður Gunnar Þorsteinsson
8 Hlynur Bæringsson
10 Helgi Már Magnússon
13 Hörður Axel Vilhjálmsson
14 Logi Gunnarsson
15 Pavel Ermolinskij
29 Ægir Þór Steinarsson
88 Brynjar Þór Björnsson
Haukur Helgi og Jón Arnór ekki með gegn Hollandi
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið



Barcelona biður UEFA um leyfi
Fótbolti

Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“
Enski boltinn



Mættur aftur tuttugu árum seinna
Körfubolti

„Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “
Íslenski boltinn

Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum
Íslenski boltinn
