Í mars árið 2017 kemur út ný mynd um risagórilluna King Kong en fram kemur á vefsíðu Hollywood Reporter að hún verði að hluta til tekin upp hér á landi.
Myndin mun bera nafnið King Kong: Skull Island en Jordan Vogt-Roberts mun leikstýra myndinni.
Tom Hiddleston og Brie Larson munu koma til með að fara með aðalhlutverkin og hefjast tökur nú í október. Tökur fara fram á Hawaií, Víetnam og á Íslandi.
Nokkrar King Kong myndir hafa verið framleiddar en síðasta mynd kom út árið 2005 og fékk hún ágætar viðtökur.
