Forval í kjöri á bíl ársins ljóst Finnur Thorlacius skrifar 20. ágúst 2015 14:10 Peugeot 308 var valinn bíll ársins á Íslandi í fyrra. Kjör á bíl ársins verður kunngert í næsta mánuði en nú er ljóst hvaða þrír bílar eru komnir í úrslit í hverjum þeirra fimm flokka sem bílarnir eru flokkaðir í. Flokkarnir eru minni fólksbílar, stærri fólksbílar, jepplingar, jeppar og umhverfisvænir bílar. Það eru blaðamenn í Bandalagi íslenskra bílablaðamanna (BÍBB) sem standa að valinu sem fyrr. Alls voru 31 bíll í forvalinu og eiga þeir það sameiginlegt að vera bílar nýrrar kynslóðar eða glænýir bílar. Í flokki smærri fólksbíla eru komnir í úrslit bílarnir Citroën C4 Cactus, Mazda 2 og Skoda Fabia. Í flokki stærri fólksbíla er það Ford Mondeo, Skoda Superb og Volkswagen Passat. Í flokki jepplingar komust í úrslit bílarnir Mazda CX-3, Nissan X-Trail og Renault Kadjar. Í jeppaflokki eru í úrslitum Audi Q7, Land Rover Discovery Sport og Volvo XC-90. Í flokki umhverfisvænna bíla eru síðan Tesla Model S, Volkswagen E-Golf og Volkswagen Golf GTE. Lokaprófun á þessum bílum sem komnir eru í úrslit fer fram í byrjun næsta mánaðar og bíll ársins verður svo krýndur fljótlega í kjölfarið. Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent
Kjör á bíl ársins verður kunngert í næsta mánuði en nú er ljóst hvaða þrír bílar eru komnir í úrslit í hverjum þeirra fimm flokka sem bílarnir eru flokkaðir í. Flokkarnir eru minni fólksbílar, stærri fólksbílar, jepplingar, jeppar og umhverfisvænir bílar. Það eru blaðamenn í Bandalagi íslenskra bílablaðamanna (BÍBB) sem standa að valinu sem fyrr. Alls voru 31 bíll í forvalinu og eiga þeir það sameiginlegt að vera bílar nýrrar kynslóðar eða glænýir bílar. Í flokki smærri fólksbíla eru komnir í úrslit bílarnir Citroën C4 Cactus, Mazda 2 og Skoda Fabia. Í flokki stærri fólksbíla er það Ford Mondeo, Skoda Superb og Volkswagen Passat. Í flokki jepplingar komust í úrslit bílarnir Mazda CX-3, Nissan X-Trail og Renault Kadjar. Í jeppaflokki eru í úrslitum Audi Q7, Land Rover Discovery Sport og Volvo XC-90. Í flokki umhverfisvænna bíla eru síðan Tesla Model S, Volkswagen E-Golf og Volkswagen Golf GTE. Lokaprófun á þessum bílum sem komnir eru í úrslit fer fram í byrjun næsta mánaðar og bíll ársins verður svo krýndur fljótlega í kjölfarið.
Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent