Lamborghini boðar nýjan 160 milljón króna ofurbíl Finnur Thorlacius skrifar 20. ágúst 2015 10:10 Svona gæti ofurbíll Lamborghini litið út. Á Pebble Beach bílasýningunni í Bandaríkjunum um síðustu helgi kynnti ítalski bílasmiðurinn Lamborghini smíði ofurbíls sem kosta mun 1,2 milljónir dollara, eða um 160 milljónir króna. Aðeins verða smíðuð 20 eintök af þessum bíl. Þessi nýi bíll verður kynntur á bílssýningunni í Genf í mars á næsta ári. Hann mun verða dýrari en ofurbílarnir Porsche 918, McLaren P1 og Ferrari LaFerrari og á að slá þeim við í afköstum. Ekki er ljóst hvort að þessi bíll verði knúinn rafmótorum auk öflugrar bensínvélar, en margir telja það ólíklegt þar sem sérsvið Lamborghini liggur ekki beint þar þó svo fyrirtækið hafi kynnt slíkan bíl á síðustu bílasýningu í París í fyrra. Sá bíll bar nafnið Asterion hybrid GT og hefur fyrirtækið hætt við smíði hans, líklega vegna hinnar hörð samkeppni við hina þrjá ofurbílana og skorts á þekkingu við smíði tvíorkubíla. Lamborghini er að auki þekktara fyrir smíði ofuröflugra bíla sem eingöngu notast við kröftugar bensínvélar og þar telja kaupendur Lamborghini bíla þeir eiga að halda sig. Lamborghini er að auki staðráðið í að smíða Urus jeppann sem hefur verið á teikniborði þeirra lengi og með því taka þátt í samkeppninni um sölu ofurjeppa, en flestallir ofurbílasmíðir ætla að koma fram með slíka jeppa á næstunni. Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent
Á Pebble Beach bílasýningunni í Bandaríkjunum um síðustu helgi kynnti ítalski bílasmiðurinn Lamborghini smíði ofurbíls sem kosta mun 1,2 milljónir dollara, eða um 160 milljónir króna. Aðeins verða smíðuð 20 eintök af þessum bíl. Þessi nýi bíll verður kynntur á bílssýningunni í Genf í mars á næsta ári. Hann mun verða dýrari en ofurbílarnir Porsche 918, McLaren P1 og Ferrari LaFerrari og á að slá þeim við í afköstum. Ekki er ljóst hvort að þessi bíll verði knúinn rafmótorum auk öflugrar bensínvélar, en margir telja það ólíklegt þar sem sérsvið Lamborghini liggur ekki beint þar þó svo fyrirtækið hafi kynnt slíkan bíl á síðustu bílasýningu í París í fyrra. Sá bíll bar nafnið Asterion hybrid GT og hefur fyrirtækið hætt við smíði hans, líklega vegna hinnar hörð samkeppni við hina þrjá ofurbílana og skorts á þekkingu við smíði tvíorkubíla. Lamborghini er að auki þekktara fyrir smíði ofuröflugra bíla sem eingöngu notast við kröftugar bensínvélar og þar telja kaupendur Lamborghini bíla þeir eiga að halda sig. Lamborghini er að auki staðráðið í að smíða Urus jeppann sem hefur verið á teikniborði þeirra lengi og með því taka þátt í samkeppninni um sölu ofurjeppa, en flestallir ofurbílasmíðir ætla að koma fram með slíka jeppa á næstunni.
Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent