Umfjöllun: Ísland 26-22 Spánn | Strákarnir nældu í bronsið í Rússlandi Kristinn Páll Teitsson skrifar 20. ágúst 2015 09:35 Sigtryggur í leiknum í dag. Vísir/Facebook-síða mótsins Íslenska liðið á heimsmeistaramóti U19 ára í handbolta krækti í brons í dag með fjögurra marka sigri á Spánverjum í leiknum upp á þriðja sætið. Tapaði íslenska liðið aðeins einum leik á mótinu. Íslenska liðið tapaði naumlega gegn Slóveníu í gær, 30-31, en það var eina tap liðsins á mótinu. Vantaði aðeins herslumuninn á lokakafla leiksins til þess að strákarnir hefðu fengið að leika úrslitaleikinn en strákarnir voru ákveðnir í dag að koma ekki tómhentir heim. Íslenska liðið var með undirtökin í leiknum allt frá fyrstu mínútu leiksins en tókst ekki að hrista spænska liðið af sér á upphafsmínútum leiksins. Tókst Spánverjunum að halda í íslenska liðið fyrstu fimmtán mínútur leiksins en eftir það setti íslenska vörnin í lás. Á tólf mínútna kafla tókst spænska liðinu ekki að koma boltanum framhjá Grétari Ara Guðjónssyni í marki íslenska liðsins. Þrátt fyrir frábæran varnarleik var sóknarleikur íslenska liðsins örlítið stirður og náði Ísland mest fjögrra marka forskoti í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik náði íslenska liðið að halda þriggja marka forskoti fyrstu tuttugu mínútur hálfleiksins en þá settu íslensku strákarnir aftur í gír. Juku þeir muninn upp í sex mörk þegar tólf mínútur voru til leiksloka. Spænska liðið reyndi hvað sem það gat að ógna forskoti íslenska liðsins sem fór þegar mest var upp í átta mörk en tókst aldrei að ógna forskoti íslenska liðsins. Endaði leikurinn með 26-22 sigri íslenska liðsins sem leiddi allt frá fyrstu mínútu leiksins og sýndi frábæran karakter með því að rífa sig upp eftir svekkjandi tap gærdagsins. Náðu þeir því að jafna næst besta árangur íslenska U19 árs landsliðsins á mótinu frá árinu 1993 þegar Ólafur Stefánsson og fleiri góðir nældu í brons í Egyptalandi.60:00 Leiknum lokið með fjögurra marka sigri Íslands! Til hamingju með frábæran árangur strákar! Ísland 26-22 Spánn.58:00 Einar leyfir minni spámönnum að leika síðustu mínútur leiksins. Þetta er komið, spænska liðið er hætt að reyna. Íslensku strákarnir eru að taka bronsverðlaunin.56:00 Glæsilegt! Aron Pálsson kemur Íslandi aftur sjö mörkum yfir og svo er dæmdur ruðningur á spænska liðið. Sjö marka munur þegar fjórar mínútur eru eftir. Ísland 26-19 Spánn.55:00 Sex marka munur þegar fimm mínútur eru eftir og íslenska liðið leikur manni færri næstu tvær mínúturnar. Þetta eru mikilvægar mínútur. Ísland 25-19 Spánn.53:00 Íslenskt mark, átta marka munur. Glæsilegur lokakafli hjá íslenska liðinu. Ísland 25-17 Spánn.52:00 Ómar Magnússon með áttunda mark sitt í leiknum og kemur muninum upp í sjö mörk. Ísland 24-17 Spánn.50:00 Tíu mínútur eftir þegar spænska liðið minnkar muninn í fimm mörk. Koma svo strákar! Höldum þetta út!49:00 Glæsilegur kafli hjá íslenska liðinu og munurinn skyndilega kominn í sex mörk. Hákon Styrmisson með hraðaupphlaupsmark. Ísland 22-16 Spánn.46:00 Grétar ver úr enn einu vítakastinu. Erum manni færri næstu tvær mínúturnar en spænski markvörðurinn ver skot Ómars og spænska liðið keyrir í hraða sókn og minnkar muninn. Ísland 20-16 Spánn. 43:00 Íslenska liðinu tekst að halda þriggja marka forskoti en á síðustu fimmtán mínútum leiksins í gær hrundi leikur íslenska liðsins. Ísland 18-15 Spánn.40:00 Erum að lenda í smá vandræðum með útsendinguna en íslenska liðið er þremur mörkum yfir þegar tuttugu mínútur eru til leiksloka. Ísland 17-14 Spánn.38:00 Tapaður bolti, Grétar Atli reynir langa sendingu á Óðinn sem er of löng og spænska liðið vinnur boltann á ný. Fernandez minnkar muninn á ný, hann er búinn að vera íslenska liðinu erfiður í dag. 36:00 Glæsileg línusending frá Ómari á Arnar. Ísland 16-12 Spánn.35:00 Tapaður bolti hjá spænska liðinu og íslenska liðið refsar. Sigtryggur Rúnarsson en Fernandez svarar. Ísland 15-12 Spánn.33:00 Egill ennþá á bekknum að láta tjasla sér saman. Grétar tekr skot af stuttu færi og íslenska liðið getur náð fjögurra marka forskoti aftur. Ísland 14-11 Spánn.31:00 Þá er þetta farið af stað á ný. Íslenska liðið byrjar með boltann í seinni hálfleik og Egill skorar með neglu en hann haltrar á bekkinn eftir skotið. Virðist hafa meitt sig við lendinguna. Ísland 13-9 Spánn.Hálfleikstölur: Grétar Ari hefur verið flottur í markinu, er með níu skot varin, tvö vítaskot og því alls ellefu bolta varða. Samtals 55% markvörslu en hann ásamt íslensku vörninni hélt markinu hreinu í tólf mínútur.30:00 Hálfleikur og íslenska liðið með þriggja marka forskot. Flott frammistaða í fyrri hálfleik, sérstaklega varnarlega síðasta korterið. Sóknarleikurinn örlítið stirður, níu tapaðir boltar hjá íslenska liðinu. Ísland 12-9 Spánn.29:00 Fyrsta mark spænska liðsins í tólf mínútur. Ísland heldur í lokasókn. Ísland 12-9 Spánn.28:00 Tapaður bolti hjá spænska liðinu og Óðinn er eins og elding upp völlinn í hraðaupphlaup. Fáum annað hraðaupphlaupsmark nokkrum sekúndum síðar. Ísland 12-8 Spánn.26:00 Spænski þjálfarinn furðar sig á ákvörðunartöku leikmanna sinna. Eru varla búnir að koma skoti á markið síðustu fimm mínúturnar. Loksins tekst strákunum að auka forskotið með marki frá Ómari. Ísland 10-8 Spánn. 24:00 Liðin skiptast á að tapa boltanum og þá virðist spænski markvörðurinn vera að vakna til lífsins. Tekur tvö skot frá Agli. Ísland 9-8 Spánn.22:00 Löng sókn spænska liðsins en Grétar ver þegar hornamaður liðsins kemur inn úr horninu. Ísland 9-8 Spánn.20:00 Ómar kemur Íslandi aftur yfir af vítalínunni. Grétar heldur áfram að verja og verja, kominn með sex skot og tvö vítaskot, alls átta bolta.19:00 Einar Guðmundsson, þjálfari íslenska liðsins, kominn með leikhlésspjaldið í hendurnar. Ísland er hætt að kasta frá sér boltanum en dómararnir hafa dæmt línu og ruðning á íslenska liðið núna nokkrum sinnum.17:00 Egill kemur Íslandi aftur yfir en spænska liðið svarar strax með langskoti. Ísland 8-8 Spánn.16:00 Þriðja vítakastið dæmt á Ísland. Aftur ver Grétar vítakastið en íslenska liðið tapar boltanum í sókninni. Þeir þurfa að gera mun betur í sóknarleiknum. Spænska liðið keyrir hratt upp völlinn og nær að jafna. Ísland 7-7 Spánn. 15:00 Ísland með enn einn tapaðann bolta eftir enn eina markvörslu Grétars og spænska liðið nýtir sér það. Dæmt sóknarbrot á íslenska liðið strax í næstu sókn og spænska liðið getur jafnað hér þegar fyrri hálfleikur er hálfnaður.13:00 Íslenska liðið hefur haft undirtökin hér í upphafi leiks. Egill með mark úr skoti utan punktalínunnar og spænski þjálfarinn tekur leikhlé. Ísland 7-5 Spánn.11:00 Grétar ver víti og íslenska liðið nær að bæta við forskotið eftir góða línusendingu Egils á Ómar. Ísland 6-4 Spánn.09:00 David Fernandez að reynast strákunum okkar erfiður. Setur eitt til viðbótar en hann er með þrjú af fjórum mörkum liðsins. Birkir svarar fyrir íslenska liðið. Ísland 5-4 Spánn.07:30 Egill með gott gegnumbrot og setur boltann í hornið af stuttu færi. Ísland 4-3 Spánn.06:00 Löng sókn hjá spænska liðinu og það losnar um vinstri hornamanninn sem laumar boltanum framhjá Grétari í markinu. Ísland 3-3 Spánn.04:00 Óðinn kominn á blað. Hraðaupphlaup hjá íslenska liðinu og Óðinn að sjálfsögðu mættur fremstur. Ísland 3-1 Spánn.03:00 Arnar Arnarsson kemur Íslandi yfir. Grétar Ari með enn eina markvörsluna og íslenska liðið keyrir hratt upp.02:00 Þrír tapaðir boltar hjá strákunum á fyrstu tveimur mínútum leiksins. Ekki nægilega gott.01:00: Grétar Ari byrjar vel. Ver fyrstu tvö skot spænska liðsins bæði úr góðu færi. Fyrir leik: Óðinn Ríkharðsson hefur verið markahæstur allt mótið en slóvenski leikmaðurinn Blaz Janc skaust fram úr honum í gær. Það munar þremur mörkum á þeim fyrir leiki dagsins. Fyrir leik: Íslensku strákarnir mættir út að hita upp þegar hálftími er í leik.Fyrir leik: Í samtali við Fréttablaðið í dag sagðist Einar ekki geta verið svekktur út í leikmenn sína. Þeir hefðu lagt allt í þetta og þrátt fyrir að möguleiki hefði verið til staðar til þess að sigra hefði góður kafli slóvenska liðsins í seinni einfaldlega reynst íslenska liðinu of erfiður. Fyrir leik: Það eru heimamenn á flautunni. Dmitry Kiselev og Alexey Kiyashko sjá um að dæma leikinn hér í dag en spurning verður hvaða línu þeir leggja fyrir leikmenn. Einari Guðmundssyni, þjálfara íslenska liðsins, fannst dómarar leyfa leikmönnum að komast upp með ýmislegt harkalegt í leik liðsins í gær.Fyrir leik: Þessi lið mættust þann 9. ágúst síðastliðinn en þar hafði íslenska liðið betur 25-24. Ómar Magnússon var atkvæðamestur í íslenska liðinu með átta mark en hann skoraði sigurmark leiksins þegar 49 sekúndur voru eftir af leiknum. Fyrir leik: Stemmingin í klefanum eftir tapið í gær var döpur enda höfðu strákarnir unnið saman hátt í tuttugu leiki saman í röð. Þeir voru einbeittir á að koma heim með gullverðlaunin en nú er markmiðið brons til þess að koma ekki heim tómhentir. Fyrir leik: Strákarnir geta líkt og kemur fram hér fyrir ofan jafnað næst besta árangur íslensks liðs á þessu móti með sigri í dag. Sá hópur innihélt einn besta íslenska handboltamann sögunnar og einn af þeim bestu í sögu handboltans, Ólaf Stefánsson.Fyrir leik: Jæja, góðan daginn. Við erum mætt í beina textalýsingu frá lokaleik íslenska liðsins á HM U19 árs í handbolta en mótherjar dagsins eru Spánverjar. Olís-deild karla Tengdar fréttir Framkvæma allt sem ég segi Þjálfari U-19 ára landsliðsins í handbolta segist vera stoltur af strákunum sem hafa slegið í gegn í Rússlandi. Hann segir sína menn tilbúna til þess að taka að sér stór hlutverk hjá íslenska landsliðinu í framtíðinni. 18. ágúst 2015 06:00 Voru frábærir möguleikar á að vinna Þjálfari íslenska liðsins var stoltur af sínum strákum þrátt fyrir naumt tap gegn Slóveníu í undanúrslitum HM 19 ára landsliða í Rússlandi í gær. Íslensku strákarnir lögðu allt í leik gegn sigurstranglegasta liði mótsins en náðu ekki að halda út í seinni hálfleiknum. 20. ágúst 2015 06:00 Grétar: Ætlum ekki að koma tómhentir heim Markvörður íslenska landsliðsins var niðurlútur eftir grátlegt tap gegn Slóvenum á HM í handbolta í dag en hann sagði að liðið ætlaði sér að koma heim með verðlaun. 19. ágúst 2015 13:15 Gaupi: Eitt albesta unglingalið sem við höfum eignast Gaupi ræddi um íslenska U-19 ára landsliðið í Akraborginni. 19. ágúst 2015 18:08 Umfjöllun: Ísland - Slóvenía 30-31 | Svekkjandi tap gegn Slóvenum Strákunum okkar tókst ekki að leggja Slóvena af velli í undanúrslitum HM í handbolta skipað leikmönnum undir 19 ára í dag en slakur varnarleikur í seinni hálfleik kostaði strákana á endanum sigurinn. 19. ágúst 2015 09:19 Mest lesið Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira
Íslenska liðið á heimsmeistaramóti U19 ára í handbolta krækti í brons í dag með fjögurra marka sigri á Spánverjum í leiknum upp á þriðja sætið. Tapaði íslenska liðið aðeins einum leik á mótinu. Íslenska liðið tapaði naumlega gegn Slóveníu í gær, 30-31, en það var eina tap liðsins á mótinu. Vantaði aðeins herslumuninn á lokakafla leiksins til þess að strákarnir hefðu fengið að leika úrslitaleikinn en strákarnir voru ákveðnir í dag að koma ekki tómhentir heim. Íslenska liðið var með undirtökin í leiknum allt frá fyrstu mínútu leiksins en tókst ekki að hrista spænska liðið af sér á upphafsmínútum leiksins. Tókst Spánverjunum að halda í íslenska liðið fyrstu fimmtán mínútur leiksins en eftir það setti íslenska vörnin í lás. Á tólf mínútna kafla tókst spænska liðinu ekki að koma boltanum framhjá Grétari Ara Guðjónssyni í marki íslenska liðsins. Þrátt fyrir frábæran varnarleik var sóknarleikur íslenska liðsins örlítið stirður og náði Ísland mest fjögrra marka forskoti í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik náði íslenska liðið að halda þriggja marka forskoti fyrstu tuttugu mínútur hálfleiksins en þá settu íslensku strákarnir aftur í gír. Juku þeir muninn upp í sex mörk þegar tólf mínútur voru til leiksloka. Spænska liðið reyndi hvað sem það gat að ógna forskoti íslenska liðsins sem fór þegar mest var upp í átta mörk en tókst aldrei að ógna forskoti íslenska liðsins. Endaði leikurinn með 26-22 sigri íslenska liðsins sem leiddi allt frá fyrstu mínútu leiksins og sýndi frábæran karakter með því að rífa sig upp eftir svekkjandi tap gærdagsins. Náðu þeir því að jafna næst besta árangur íslenska U19 árs landsliðsins á mótinu frá árinu 1993 þegar Ólafur Stefánsson og fleiri góðir nældu í brons í Egyptalandi.60:00 Leiknum lokið með fjögurra marka sigri Íslands! Til hamingju með frábæran árangur strákar! Ísland 26-22 Spánn.58:00 Einar leyfir minni spámönnum að leika síðustu mínútur leiksins. Þetta er komið, spænska liðið er hætt að reyna. Íslensku strákarnir eru að taka bronsverðlaunin.56:00 Glæsilegt! Aron Pálsson kemur Íslandi aftur sjö mörkum yfir og svo er dæmdur ruðningur á spænska liðið. Sjö marka munur þegar fjórar mínútur eru eftir. Ísland 26-19 Spánn.55:00 Sex marka munur þegar fimm mínútur eru eftir og íslenska liðið leikur manni færri næstu tvær mínúturnar. Þetta eru mikilvægar mínútur. Ísland 25-19 Spánn.53:00 Íslenskt mark, átta marka munur. Glæsilegur lokakafli hjá íslenska liðinu. Ísland 25-17 Spánn.52:00 Ómar Magnússon með áttunda mark sitt í leiknum og kemur muninum upp í sjö mörk. Ísland 24-17 Spánn.50:00 Tíu mínútur eftir þegar spænska liðið minnkar muninn í fimm mörk. Koma svo strákar! Höldum þetta út!49:00 Glæsilegur kafli hjá íslenska liðinu og munurinn skyndilega kominn í sex mörk. Hákon Styrmisson með hraðaupphlaupsmark. Ísland 22-16 Spánn.46:00 Grétar ver úr enn einu vítakastinu. Erum manni færri næstu tvær mínúturnar en spænski markvörðurinn ver skot Ómars og spænska liðið keyrir í hraða sókn og minnkar muninn. Ísland 20-16 Spánn. 43:00 Íslenska liðinu tekst að halda þriggja marka forskoti en á síðustu fimmtán mínútum leiksins í gær hrundi leikur íslenska liðsins. Ísland 18-15 Spánn.40:00 Erum að lenda í smá vandræðum með útsendinguna en íslenska liðið er þremur mörkum yfir þegar tuttugu mínútur eru til leiksloka. Ísland 17-14 Spánn.38:00 Tapaður bolti, Grétar Atli reynir langa sendingu á Óðinn sem er of löng og spænska liðið vinnur boltann á ný. Fernandez minnkar muninn á ný, hann er búinn að vera íslenska liðinu erfiður í dag. 36:00 Glæsileg línusending frá Ómari á Arnar. Ísland 16-12 Spánn.35:00 Tapaður bolti hjá spænska liðinu og íslenska liðið refsar. Sigtryggur Rúnarsson en Fernandez svarar. Ísland 15-12 Spánn.33:00 Egill ennþá á bekknum að láta tjasla sér saman. Grétar tekr skot af stuttu færi og íslenska liðið getur náð fjögurra marka forskoti aftur. Ísland 14-11 Spánn.31:00 Þá er þetta farið af stað á ný. Íslenska liðið byrjar með boltann í seinni hálfleik og Egill skorar með neglu en hann haltrar á bekkinn eftir skotið. Virðist hafa meitt sig við lendinguna. Ísland 13-9 Spánn.Hálfleikstölur: Grétar Ari hefur verið flottur í markinu, er með níu skot varin, tvö vítaskot og því alls ellefu bolta varða. Samtals 55% markvörslu en hann ásamt íslensku vörninni hélt markinu hreinu í tólf mínútur.30:00 Hálfleikur og íslenska liðið með þriggja marka forskot. Flott frammistaða í fyrri hálfleik, sérstaklega varnarlega síðasta korterið. Sóknarleikurinn örlítið stirður, níu tapaðir boltar hjá íslenska liðinu. Ísland 12-9 Spánn.29:00 Fyrsta mark spænska liðsins í tólf mínútur. Ísland heldur í lokasókn. Ísland 12-9 Spánn.28:00 Tapaður bolti hjá spænska liðinu og Óðinn er eins og elding upp völlinn í hraðaupphlaup. Fáum annað hraðaupphlaupsmark nokkrum sekúndum síðar. Ísland 12-8 Spánn.26:00 Spænski þjálfarinn furðar sig á ákvörðunartöku leikmanna sinna. Eru varla búnir að koma skoti á markið síðustu fimm mínúturnar. Loksins tekst strákunum að auka forskotið með marki frá Ómari. Ísland 10-8 Spánn. 24:00 Liðin skiptast á að tapa boltanum og þá virðist spænski markvörðurinn vera að vakna til lífsins. Tekur tvö skot frá Agli. Ísland 9-8 Spánn.22:00 Löng sókn spænska liðsins en Grétar ver þegar hornamaður liðsins kemur inn úr horninu. Ísland 9-8 Spánn.20:00 Ómar kemur Íslandi aftur yfir af vítalínunni. Grétar heldur áfram að verja og verja, kominn með sex skot og tvö vítaskot, alls átta bolta.19:00 Einar Guðmundsson, þjálfari íslenska liðsins, kominn með leikhlésspjaldið í hendurnar. Ísland er hætt að kasta frá sér boltanum en dómararnir hafa dæmt línu og ruðning á íslenska liðið núna nokkrum sinnum.17:00 Egill kemur Íslandi aftur yfir en spænska liðið svarar strax með langskoti. Ísland 8-8 Spánn.16:00 Þriðja vítakastið dæmt á Ísland. Aftur ver Grétar vítakastið en íslenska liðið tapar boltanum í sókninni. Þeir þurfa að gera mun betur í sóknarleiknum. Spænska liðið keyrir hratt upp völlinn og nær að jafna. Ísland 7-7 Spánn. 15:00 Ísland með enn einn tapaðann bolta eftir enn eina markvörslu Grétars og spænska liðið nýtir sér það. Dæmt sóknarbrot á íslenska liðið strax í næstu sókn og spænska liðið getur jafnað hér þegar fyrri hálfleikur er hálfnaður.13:00 Íslenska liðið hefur haft undirtökin hér í upphafi leiks. Egill með mark úr skoti utan punktalínunnar og spænski þjálfarinn tekur leikhlé. Ísland 7-5 Spánn.11:00 Grétar ver víti og íslenska liðið nær að bæta við forskotið eftir góða línusendingu Egils á Ómar. Ísland 6-4 Spánn.09:00 David Fernandez að reynast strákunum okkar erfiður. Setur eitt til viðbótar en hann er með þrjú af fjórum mörkum liðsins. Birkir svarar fyrir íslenska liðið. Ísland 5-4 Spánn.07:30 Egill með gott gegnumbrot og setur boltann í hornið af stuttu færi. Ísland 4-3 Spánn.06:00 Löng sókn hjá spænska liðinu og það losnar um vinstri hornamanninn sem laumar boltanum framhjá Grétari í markinu. Ísland 3-3 Spánn.04:00 Óðinn kominn á blað. Hraðaupphlaup hjá íslenska liðinu og Óðinn að sjálfsögðu mættur fremstur. Ísland 3-1 Spánn.03:00 Arnar Arnarsson kemur Íslandi yfir. Grétar Ari með enn eina markvörsluna og íslenska liðið keyrir hratt upp.02:00 Þrír tapaðir boltar hjá strákunum á fyrstu tveimur mínútum leiksins. Ekki nægilega gott.01:00: Grétar Ari byrjar vel. Ver fyrstu tvö skot spænska liðsins bæði úr góðu færi. Fyrir leik: Óðinn Ríkharðsson hefur verið markahæstur allt mótið en slóvenski leikmaðurinn Blaz Janc skaust fram úr honum í gær. Það munar þremur mörkum á þeim fyrir leiki dagsins. Fyrir leik: Íslensku strákarnir mættir út að hita upp þegar hálftími er í leik.Fyrir leik: Í samtali við Fréttablaðið í dag sagðist Einar ekki geta verið svekktur út í leikmenn sína. Þeir hefðu lagt allt í þetta og þrátt fyrir að möguleiki hefði verið til staðar til þess að sigra hefði góður kafli slóvenska liðsins í seinni einfaldlega reynst íslenska liðinu of erfiður. Fyrir leik: Það eru heimamenn á flautunni. Dmitry Kiselev og Alexey Kiyashko sjá um að dæma leikinn hér í dag en spurning verður hvaða línu þeir leggja fyrir leikmenn. Einari Guðmundssyni, þjálfara íslenska liðsins, fannst dómarar leyfa leikmönnum að komast upp með ýmislegt harkalegt í leik liðsins í gær.Fyrir leik: Þessi lið mættust þann 9. ágúst síðastliðinn en þar hafði íslenska liðið betur 25-24. Ómar Magnússon var atkvæðamestur í íslenska liðinu með átta mark en hann skoraði sigurmark leiksins þegar 49 sekúndur voru eftir af leiknum. Fyrir leik: Stemmingin í klefanum eftir tapið í gær var döpur enda höfðu strákarnir unnið saman hátt í tuttugu leiki saman í röð. Þeir voru einbeittir á að koma heim með gullverðlaunin en nú er markmiðið brons til þess að koma ekki heim tómhentir. Fyrir leik: Strákarnir geta líkt og kemur fram hér fyrir ofan jafnað næst besta árangur íslensks liðs á þessu móti með sigri í dag. Sá hópur innihélt einn besta íslenska handboltamann sögunnar og einn af þeim bestu í sögu handboltans, Ólaf Stefánsson.Fyrir leik: Jæja, góðan daginn. Við erum mætt í beina textalýsingu frá lokaleik íslenska liðsins á HM U19 árs í handbolta en mótherjar dagsins eru Spánverjar.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Framkvæma allt sem ég segi Þjálfari U-19 ára landsliðsins í handbolta segist vera stoltur af strákunum sem hafa slegið í gegn í Rússlandi. Hann segir sína menn tilbúna til þess að taka að sér stór hlutverk hjá íslenska landsliðinu í framtíðinni. 18. ágúst 2015 06:00 Voru frábærir möguleikar á að vinna Þjálfari íslenska liðsins var stoltur af sínum strákum þrátt fyrir naumt tap gegn Slóveníu í undanúrslitum HM 19 ára landsliða í Rússlandi í gær. Íslensku strákarnir lögðu allt í leik gegn sigurstranglegasta liði mótsins en náðu ekki að halda út í seinni hálfleiknum. 20. ágúst 2015 06:00 Grétar: Ætlum ekki að koma tómhentir heim Markvörður íslenska landsliðsins var niðurlútur eftir grátlegt tap gegn Slóvenum á HM í handbolta í dag en hann sagði að liðið ætlaði sér að koma heim með verðlaun. 19. ágúst 2015 13:15 Gaupi: Eitt albesta unglingalið sem við höfum eignast Gaupi ræddi um íslenska U-19 ára landsliðið í Akraborginni. 19. ágúst 2015 18:08 Umfjöllun: Ísland - Slóvenía 30-31 | Svekkjandi tap gegn Slóvenum Strákunum okkar tókst ekki að leggja Slóvena af velli í undanúrslitum HM í handbolta skipað leikmönnum undir 19 ára í dag en slakur varnarleikur í seinni hálfleik kostaði strákana á endanum sigurinn. 19. ágúst 2015 09:19 Mest lesið Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira
Framkvæma allt sem ég segi Þjálfari U-19 ára landsliðsins í handbolta segist vera stoltur af strákunum sem hafa slegið í gegn í Rússlandi. Hann segir sína menn tilbúna til þess að taka að sér stór hlutverk hjá íslenska landsliðinu í framtíðinni. 18. ágúst 2015 06:00
Voru frábærir möguleikar á að vinna Þjálfari íslenska liðsins var stoltur af sínum strákum þrátt fyrir naumt tap gegn Slóveníu í undanúrslitum HM 19 ára landsliða í Rússlandi í gær. Íslensku strákarnir lögðu allt í leik gegn sigurstranglegasta liði mótsins en náðu ekki að halda út í seinni hálfleiknum. 20. ágúst 2015 06:00
Grétar: Ætlum ekki að koma tómhentir heim Markvörður íslenska landsliðsins var niðurlútur eftir grátlegt tap gegn Slóvenum á HM í handbolta í dag en hann sagði að liðið ætlaði sér að koma heim með verðlaun. 19. ágúst 2015 13:15
Gaupi: Eitt albesta unglingalið sem við höfum eignast Gaupi ræddi um íslenska U-19 ára landsliðið í Akraborginni. 19. ágúst 2015 18:08
Umfjöllun: Ísland - Slóvenía 30-31 | Svekkjandi tap gegn Slóvenum Strákunum okkar tókst ekki að leggja Slóvena af velli í undanúrslitum HM í handbolta skipað leikmönnum undir 19 ára í dag en slakur varnarleikur í seinni hálfleik kostaði strákana á endanum sigurinn. 19. ágúst 2015 09:19