Eþíópíska hlaupakonan Almaz Ayana var í dag heimsmeistari í 5000 metra hlaupi á heimsmeistaramótinu í Peking.
Hún bætti nýtt heimsmeistaramótsmet þegar hún kom í mark á tímanum 14:26,83. Senbera Teferi hafnaði í öðru sæti og Genzebe Dibaba í því þriðja en allar eru þær frá Eþíópíu.
Þá vann Asbel Kiprop 1500 metra hlaup karla þegar hann kom í mark á tímanum 3:34,40 en hann átti magnaðan endasprett sem skilaði honum gullinu.
Elijah Motonei Manangoi, frá Kenía, hafnaði í öðru sæti og Abdalaati Iguider, frá Marokkó, lenti í þriðja sætinu.
Eþíópískur sigur í 5000 metra hlaupinu
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið





Skórnir hennar seldust upp á mínútu
Körfubolti

„Ég var bara með niðurgang“
Fótbolti



„Heilt yfir var ég bara sáttur“
Fótbolti
