Síðustu fjögur holl fóru öll yfir 100 laxa Karl Lúðvíksson skrifar 30. ágúst 2015 11:00 Veiðin í Laxá í Dölum er nú þegar að verða fjórfalt betri en allt tímabilið í fyrra og áin á nóg inni enda frábær mánuður framundan. Septemberveiðin á vesturlandi getur verið ansi drjúg og það er einmitt það sem má reikna með þetta haustið. Árnar fengu margar mjög siðbúnar göngur og eiga því nóg inni. Stærstu árnar á vesturlandi eins og Laxá í Dölum, Haukadalsá, Haffjarðará, Langá og Hítará gætu því átt gott inni. Þann 26. ágúst lauk veiðum þriggja daga holl í Laxá í Dölum sem slær vel á annað hundrað laxa á sex stangir á þremur dögum. Þetta er hvorki meira né minna en fjórða hollið í röð sem fer yfir 100 laxa markið. Mikill lax er í Dölunum, og einsýnt að septembermánuður verði góður sem tryggja ætti góðan endasprett eins og Laxá er þekkt fyrir. Nokkrir stórlaxar hafa verið að veiðast undanfarið, og mun fleiri hafa sést sem gefur veiðinni enn meira vægi. Það er því orðið nokkuð ljóst að veiðin í sumar verður frábær, hvernig sem fer úr þessu. Heildarveiðin er að detta yfir 1000 laxa en telja þeir sem þekkja ánna vel að hún geti vel farið nálægt 1500 löxum miðað við laxamagn í ánni. Veður síðustu þrjá daga hefur þó aðeins hamlað veiði en stormur gekk yfir vesturland frá seinni hluta fimmtudags fram á laugardagsmorgun og það voru fáir sem veiddu mikið í því veðri. Mest lesið Fluguhnýtingarkeppni í tilefni 75 ára afmælis Veiðimannsins Veiði Laxinn mættur í Stóru Laxá Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Nýtt tölublað af Sportveiðiblaðinu komið út Veiði 16 laxar komnir úr Elliðaánum Veiði Fín veðurspá fyrir vatnaveiðina um helgina Veiði Zeldan er einföld en gjöful fluga Veiði Vann kappræður um seiðasleppingar og ræktun laxveiðiáa Veiði Boltar í hamslausu Tungufljóti Veiði Skemmtilegur tími framundan í Varmá Veiði
Veiðin í Laxá í Dölum er nú þegar að verða fjórfalt betri en allt tímabilið í fyrra og áin á nóg inni enda frábær mánuður framundan. Septemberveiðin á vesturlandi getur verið ansi drjúg og það er einmitt það sem má reikna með þetta haustið. Árnar fengu margar mjög siðbúnar göngur og eiga því nóg inni. Stærstu árnar á vesturlandi eins og Laxá í Dölum, Haukadalsá, Haffjarðará, Langá og Hítará gætu því átt gott inni. Þann 26. ágúst lauk veiðum þriggja daga holl í Laxá í Dölum sem slær vel á annað hundrað laxa á sex stangir á þremur dögum. Þetta er hvorki meira né minna en fjórða hollið í röð sem fer yfir 100 laxa markið. Mikill lax er í Dölunum, og einsýnt að septembermánuður verði góður sem tryggja ætti góðan endasprett eins og Laxá er þekkt fyrir. Nokkrir stórlaxar hafa verið að veiðast undanfarið, og mun fleiri hafa sést sem gefur veiðinni enn meira vægi. Það er því orðið nokkuð ljóst að veiðin í sumar verður frábær, hvernig sem fer úr þessu. Heildarveiðin er að detta yfir 1000 laxa en telja þeir sem þekkja ánna vel að hún geti vel farið nálægt 1500 löxum miðað við laxamagn í ánni. Veður síðustu þrjá daga hefur þó aðeins hamlað veiði en stormur gekk yfir vesturland frá seinni hluta fimmtudags fram á laugardagsmorgun og það voru fáir sem veiddu mikið í því veðri.
Mest lesið Fluguhnýtingarkeppni í tilefni 75 ára afmælis Veiðimannsins Veiði Laxinn mættur í Stóru Laxá Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Nýtt tölublað af Sportveiðiblaðinu komið út Veiði 16 laxar komnir úr Elliðaánum Veiði Fín veðurspá fyrir vatnaveiðina um helgina Veiði Zeldan er einföld en gjöful fluga Veiði Vann kappræður um seiðasleppingar og ræktun laxveiðiáa Veiði Boltar í hamslausu Tungufljóti Veiði Skemmtilegur tími framundan í Varmá Veiði