Ítalir unnu Þjóðverja í framlengingu | Þriðja tap heimamanna í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. september 2015 17:55 Dirk Nowitzki og félagar töpuðu þriðja leiknum í röð í kvöld. Vísir/Getty Ítalir unnu sinn þriðja sigur í röð og komust upp í annað sæti B-riðilsins á Evrópumótinu í körfubolta eftir 89-82 sigur á Þjóðverjum í framlengdum leik í kvöld. Þjóðverjar voru yfir nær allan leikinn en tókst ekki að klára leikinn í venjulegum leiktíma og misstu síðan leikinn algjörlega frá sér í framlengingunni. Marco Belinelli skoraði fjórtán af sautján stigum sínum í fjórða leikhluta og framlengingu. Ítalir fá nú úrslitaleik um sigurinn í riðlinum á móti Serbíu á morgun. Ítalska liðið er jafnframt komið áfram í sextán liða úrslitin eins og Serbía en barist verður um hin tvö lausu sætin á morgun. Danilo Gallinari lék einnig mjög vel með Ítölum en hann skoraði 25 stig og tók 9 fráköst. Gallinari skoraði sex stig í framlengingunni sem Ítalía vann 13-6. Dennis Schröder átti frábæran leik fram í framlenginguna þar sem hann gerði hver mistökin á fætur öðrum. Schröder endaði samt með 29 stig og 7 stoðsendingar. Dirk Nowitzki fékk líka tækifæri til að vera hetjan í lokin en klikkaði á hverju skotinu á fætur öðru og leit út fyrir að vera þreyttur og orkulaus. Þýskaland vann Ísland í fyrsta leik en hefur síðan tapað fyrir Serbíu, Tyrklandi og nú Ítalíu. Liðið þarf að vinna Spán á morgun til að komast áfram í átta liða úrslitin. Þjóðverjar byrjuðu leikinn mjög vel með Dennis Schröder í fararbroddi og voru komnir í 17-9 eftir sjö mínútna leik en á þeim tíma var Schröder búinn að skora jafnmikið og allt ítalska liðið til samans. Þýska liðið var 22-17 yfir eftir fyrsta leikhlutann þótt að Dirk Nowitzki væri enn stigalaus en hann klikkaði á báðum skotum sínum fyrstu tíu mínútur leiksins. Dirk Nowitzki skoraði sex stig í öðrum leikhlutanum en það kom þó ekki í veg fyrir að Ítalir unnu sig inn í leikinn og jöfnuðu í 42-42 rétt fyrir hálfleik. Ítalir settu niður fimm þrista í öðrum leikhlutanum sem þeir unnu 25-20. Danilo Gallinari skoraði tvo af þristunum alveg eins og Pietro Aradori. Ítalir áttu þó Marco Belinelli inni en hann var stigalaus í fyrri hálfleiknum eftir 27 stiga skotsýningu sína á móti Spáni í gærkvöldi. Þýska liðið kom inn í seinni hálfleik staðráðið að taka aftur frumkvæðið og eftir aðeins fimm mínútna leik var kominn tíu stiga munur, 55-45, eftir góða körfu frá Dirk Nowitzki. Ítalir tókst að vinna sig aftur inn í leikinn með því að skora níu af næstu ellefu stigum og minnka muninn í þrjú stig, 57-54. Þýska liðið endaði þriðja leikhlutann hinsvegar betur og var fimm stigum yfir fyrir lokaleikhlutann, 59-54. Þjóðverjar stálu boltanum í tvígang í upphafi og voru aftur komnir sjö stigum yfir, 63-56. Ítalir svöruðu með 7-0 spretti á aðeins 83 sekúndum og jöfnuðu með því leikinn í 63-64 þegar sjö mínútur voru eftir. Dennis Schröder var hinsvegar kominn aftur á gólfið og frábær stemningskarfa hans og víti í kaupbæti komu þýska liðinu í 66-63 og aftur á sporið. Marco Belinelli var ekki búinn að segja sitt síðasta og þegar hann smellti niður sínum þriðja þristi á fyrstu fimm mínútum fjórða leikhlutans kom þessi mikla skytta Ítalska liðinu yfir, 69-68. Lokamínúturnar voru æsispennandi, Þjóðverjar voru jafnan undan að skora en Ítalir jöfnuðu jafn harðann. Danilo Gallinari jafnaði metin í 76-76 þegar aðeins 3,6 sekúndur voru eftir og Dennis Schröder klikkaði á lokaskotinu og því varð að framlengja leikinn. Andrea Bargnani skoraði fyrstu körfuna í framlengingunni en Dirk Nowitzki svaraði strax. Ítalir voru áfram á undan að skora en misstu Andrea Bargnani af velli með fimm villur þegar 3:17 voru eftir. Danilo Gallinari kom svo Ítölum í 84-82 með frábærri skorara-körfu og Marco Belinelli bætti við þristi og kom muninum upp í fimm stig, 87-82, eftir að Ítalir nýttu sér það vel að Dennis Schröder lá meiddur í gólfinu hinum megin á vellinum. Marco Belinelli innsiglaði síðan sigurinn á vítalínunni og endaði með 14 stig í fjórða leikhluta og framlengingu. EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Serbar enn sjóðandi heitir frá því í sigrinum á Íslandi í gær Milos Teodosic átti stórleik með serbneska landsliðinu í dag þegar liðið vann 19 stiga sigur á Tyrkjum, 91-72, í B-riðli Evrópukeppninnar en þetta var fyrsti leikur dagsins í riðli Íslands. 9. september 2015 16:45 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Spánn 73-99 | Frábær kafli í fyrri en 26 stiga tap Íslenska körfuboltalandsliðið tapaði með 26 stiga mun á móti Spánverjum í kvöld, 99-73, í fjórða leik sínum á Evrópumótinu í körfubolta. 9. september 2015 20:30 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Sjá meira
Ítalir unnu sinn þriðja sigur í röð og komust upp í annað sæti B-riðilsins á Evrópumótinu í körfubolta eftir 89-82 sigur á Þjóðverjum í framlengdum leik í kvöld. Þjóðverjar voru yfir nær allan leikinn en tókst ekki að klára leikinn í venjulegum leiktíma og misstu síðan leikinn algjörlega frá sér í framlengingunni. Marco Belinelli skoraði fjórtán af sautján stigum sínum í fjórða leikhluta og framlengingu. Ítalir fá nú úrslitaleik um sigurinn í riðlinum á móti Serbíu á morgun. Ítalska liðið er jafnframt komið áfram í sextán liða úrslitin eins og Serbía en barist verður um hin tvö lausu sætin á morgun. Danilo Gallinari lék einnig mjög vel með Ítölum en hann skoraði 25 stig og tók 9 fráköst. Gallinari skoraði sex stig í framlengingunni sem Ítalía vann 13-6. Dennis Schröder átti frábæran leik fram í framlenginguna þar sem hann gerði hver mistökin á fætur öðrum. Schröder endaði samt með 29 stig og 7 stoðsendingar. Dirk Nowitzki fékk líka tækifæri til að vera hetjan í lokin en klikkaði á hverju skotinu á fætur öðru og leit út fyrir að vera þreyttur og orkulaus. Þýskaland vann Ísland í fyrsta leik en hefur síðan tapað fyrir Serbíu, Tyrklandi og nú Ítalíu. Liðið þarf að vinna Spán á morgun til að komast áfram í átta liða úrslitin. Þjóðverjar byrjuðu leikinn mjög vel með Dennis Schröder í fararbroddi og voru komnir í 17-9 eftir sjö mínútna leik en á þeim tíma var Schröder búinn að skora jafnmikið og allt ítalska liðið til samans. Þýska liðið var 22-17 yfir eftir fyrsta leikhlutann þótt að Dirk Nowitzki væri enn stigalaus en hann klikkaði á báðum skotum sínum fyrstu tíu mínútur leiksins. Dirk Nowitzki skoraði sex stig í öðrum leikhlutanum en það kom þó ekki í veg fyrir að Ítalir unnu sig inn í leikinn og jöfnuðu í 42-42 rétt fyrir hálfleik. Ítalir settu niður fimm þrista í öðrum leikhlutanum sem þeir unnu 25-20. Danilo Gallinari skoraði tvo af þristunum alveg eins og Pietro Aradori. Ítalir áttu þó Marco Belinelli inni en hann var stigalaus í fyrri hálfleiknum eftir 27 stiga skotsýningu sína á móti Spáni í gærkvöldi. Þýska liðið kom inn í seinni hálfleik staðráðið að taka aftur frumkvæðið og eftir aðeins fimm mínútna leik var kominn tíu stiga munur, 55-45, eftir góða körfu frá Dirk Nowitzki. Ítalir tókst að vinna sig aftur inn í leikinn með því að skora níu af næstu ellefu stigum og minnka muninn í þrjú stig, 57-54. Þýska liðið endaði þriðja leikhlutann hinsvegar betur og var fimm stigum yfir fyrir lokaleikhlutann, 59-54. Þjóðverjar stálu boltanum í tvígang í upphafi og voru aftur komnir sjö stigum yfir, 63-56. Ítalir svöruðu með 7-0 spretti á aðeins 83 sekúndum og jöfnuðu með því leikinn í 63-64 þegar sjö mínútur voru eftir. Dennis Schröder var hinsvegar kominn aftur á gólfið og frábær stemningskarfa hans og víti í kaupbæti komu þýska liðinu í 66-63 og aftur á sporið. Marco Belinelli var ekki búinn að segja sitt síðasta og þegar hann smellti niður sínum þriðja þristi á fyrstu fimm mínútum fjórða leikhlutans kom þessi mikla skytta Ítalska liðinu yfir, 69-68. Lokamínúturnar voru æsispennandi, Þjóðverjar voru jafnan undan að skora en Ítalir jöfnuðu jafn harðann. Danilo Gallinari jafnaði metin í 76-76 þegar aðeins 3,6 sekúndur voru eftir og Dennis Schröder klikkaði á lokaskotinu og því varð að framlengja leikinn. Andrea Bargnani skoraði fyrstu körfuna í framlengingunni en Dirk Nowitzki svaraði strax. Ítalir voru áfram á undan að skora en misstu Andrea Bargnani af velli með fimm villur þegar 3:17 voru eftir. Danilo Gallinari kom svo Ítölum í 84-82 með frábærri skorara-körfu og Marco Belinelli bætti við þristi og kom muninum upp í fimm stig, 87-82, eftir að Ítalir nýttu sér það vel að Dennis Schröder lá meiddur í gólfinu hinum megin á vellinum. Marco Belinelli innsiglaði síðan sigurinn á vítalínunni og endaði með 14 stig í fjórða leikhluta og framlengingu.
EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Serbar enn sjóðandi heitir frá því í sigrinum á Íslandi í gær Milos Teodosic átti stórleik með serbneska landsliðinu í dag þegar liðið vann 19 stiga sigur á Tyrkjum, 91-72, í B-riðli Evrópukeppninnar en þetta var fyrsti leikur dagsins í riðli Íslands. 9. september 2015 16:45 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Spánn 73-99 | Frábær kafli í fyrri en 26 stiga tap Íslenska körfuboltalandsliðið tapaði með 26 stiga mun á móti Spánverjum í kvöld, 99-73, í fjórða leik sínum á Evrópumótinu í körfubolta. 9. september 2015 20:30 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Sjá meira
Serbar enn sjóðandi heitir frá því í sigrinum á Íslandi í gær Milos Teodosic átti stórleik með serbneska landsliðinu í dag þegar liðið vann 19 stiga sigur á Tyrkjum, 91-72, í B-riðli Evrópukeppninnar en þetta var fyrsti leikur dagsins í riðli Íslands. 9. september 2015 16:45
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Spánn 73-99 | Frábær kafli í fyrri en 26 stiga tap Íslenska körfuboltalandsliðið tapaði með 26 stiga mun á móti Spánverjum í kvöld, 99-73, í fjórða leik sínum á Evrópumótinu í körfubolta. 9. september 2015 20:30
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik