Umfjöllun, viðtöl og myndir: Víkingur - Haukar 19-28 | Meistararnir byrja á sigri Anton Ingi Leifsson í Víkinni skrifar 9. september 2015 21:15 vísir/stefán Íslandsmeistar Hauka áttu ekki í teljandi vandræðum með að leggja nýliða Víkinga af velli í fyrstu umferð Olís-deildar karla. Lokatölur urðu níu mark sigur meistarana, 28-19, en staðan í hálfleik 14-8. Heimamenn voru vel inni í leiknum í fyrri hálfleik, en slæmur lokakafli gerði þeim erfitt fyrir. Staðan í hálfleik 14-8, eins og fyrr segir, og í síðari hálfleik var þetta formsatriði fyrir gestina sem unnu að lokum níu marka sigur, 29-18. Stefán Karlsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var í Víkinni í kvöld og má sjá myndasafn hans hér efst í fréttinni. Fyrsta markið var Víkinga sem voru að skora sitt fyrsta mark í efstu deild í sex ár. Það slökknaði aðeins á þem eftir það og Haukarnir gengu á lagið. Haukarnir skoruðu sex mörk í röð og lokuðu gjörsamlega á sóknarleik Víkinga með virkilega góðum varnarleik. Staðan 6-1 eftir stundarfjórðung. Þá vöknuðu hins vegar nýliðarnir aftur við sér. Jóhann Reynir Gunnlaugsson skoraði þeirra annað mark eftir stundarfjórðung eftir að þeirra fyrsta kom á annari mínutu og við tók 4-1 kafli hjá Víking sem komu sér aftur inn í leikinn. Þeir fóru að spila mun betur eftir að þeir Bjartur Guðmundsson og Arnór Þorri komu í útilínuna og Bjartur stjórnaði spilinu vel. Eftir að Daníel Örn Einarsson hafði minnkað muninn í eitt mark þegar sex mínútur voru til hálfleiks hrukku Íslandsmeistararnir aftur í gírinn. Þeir skelltu vörninni í lás, Víkingarnir fóru að taka óskynsamleg skot og lokakfali fyrri hálfleiks endaði með 5-1 kafla. Haukarnir sex mörkum yfir í hálfleik, 14-8, og síðari hálfleikurinn formsatriði fyrir meistarana. Síðari hálfleikurinn þróaðist svipaður og sá fyrri. Haukarnir höfðu töggl og haldir á lykilköflum leiksins, en inn á milli spiluðu Víkingarnir fínan bolta. Þess á milli duttu þeir oft á tíðum í óðagot og voru að kasta boltanum útaf eða voru of ákafir og skutu eftir fáeinar sekúndur í sókn. Víkingar náðu mest að minnka muninn í fögur mörk í síðari hálfleiks, en Haukavélin mallaði og mallaði. Þegar tíu mínínútur voru eftir var munurinn sjö mörk. Haukarnir voru aldrei í neinum vandræðum í síðari hálfleik, en Víkingarnir þurfa að laga margt og mikið fyrir næstu leiki þó það sé auðvitað erfitt að byrja á að spila gegn meisturunum. Ríkjandi meistararnir fengu þó full mörg auðveld mörk, úr hraðaupphlaupum og seinni bylgjum, og ég er viss um að það er eitthvað sem Ágúst Jóhannsson væri til í að laga fyrir næstu leik. Leikurinn í kvöld var framför hjá Haukunum frá leiknum í meistari meistaranna þar sem þeir töpuðu fyrir ÍBV, en lokatölur urðu níu marka sigur Hauka; 28-19. Janus Daði Smárason var frábær í liði Hauka og skoraði átta mörk og fiskaði eitt víti, en hann og Tjörvi Þorgeirsson stýrðu sóknarleik Hauka af mikilli festu. Leið og þeir stigu út af sporinu - riðlaðist sóknarleikurinn, en spili þeir eins og best verður á kosið í vetur verða önnur lið í vandræðum. Jóhann Reynir Gunnlaugsson reyndist langmarkahæsti maður nýliðanna, en hann skoraði átta mörk í kvöld þar af þrjú úr hraðaupphlaupum. Ægir Hrafn Jónsson, varnartröllið, kom næstur með þrjú mörk úr þremur skotum.Janus átti góðan leik í kvöld.vísir/stefánJanus Daði: Nú fer maður heim og hlaðar batteríin fyrir Ítalíu „Þetta var ágætt. Þetta var skref upp á við frá því í síðasta leik, en við erum smá ryðgaðir á köflum,” sagði Janus Daði, leikmaður Hauka, en hann átti afar góðan leik. „Við eigum það til að vera full fljótir að detta í hálfgert kæruleysi. Þá erum við helvíti slakir - þó það gangi af og til. Þetta er eitthvað sem við tökum með okkur til Ítalíu á morgun.” Haukarnir byrjuðu af miklum krafti og voru komnir í 6-1 eftir einungis nokkrar mínútur þrátt fyrir að Víkingar hafi skorað fyrsta markið. Janus er ekki viss um að samherjar hans hafi hugsað að þetta væri strax komið í upphafi leiks. „Ég veit það nú ekki. Þetta hefur aðeins verið vofandi yfir okkur og var einnig í fyrra. Við þurfum að sýna það að við erum meistaraefni og klára svona leiki þegar tækifæri gefst,” en hann segir þetta skref upp á við frá tapleiknum gegn ÍBV í meistari meistaranna á dögunum. „Algjörlega. Þar erum við ekki með í fyrri hálfleik, en í dag byrjum við leikinn af krafti og erum mættir frá fyrstu mínútu svo við byggjum á því.” „Nú fer maður heim og hvílir sig og reynir að hlaða aðeins batteríin fyrir Ítalíu,” en Haukarnir halda á morgun til Ítalíu þar sem liðið mætir ítölsku liði í Evrópukeppninni. Hvernig metur Janus möguleikana fyrir þessa leiki? „Annað hvort töpum við eða vinnum, er það ekki bara þannig? Við höfum hort aðeins á þá, en það er erfitt að gefa sér mynd hvernig þeir eru. Við þurfum bara að mæta klárir,” sagði Janus að lokum.Ægir Hrafn: Erum sjálfum okkur verstir „Mér fannst þetta vera full stórt tap. Við erum sjálfum okkur verstir. Við erum alltaf að narta í þá, en þá koma tæknifeilar og óþarfa mistök. Það vantaði ekki mikið uppá að þetta yrði leikur,” sagði Ægir Hrafn Jónsson, fyrirliði Víkings, við Vísi í leikslok. „Við lögðum upp með að vera skynsamir sóknarlega og að stilla upp í vörninni. Mér fannst þeir vera í vandræðum með okkur varnarlega.” Víkingar áttu afleitan kafla undir lok fyrri hálfleiks. Þeir höfðu minnkað muninn í eitt til tvö mörk, en Haukar skoruðu sex af síðustu sjö mörkum fyrri hálfleiks og voru sex mörkum yfir í hálfleik. Hvað gerðist á þessum kafla? „Í þessum lokakafla í fyrri hálfleik þá fóru menn bara að gera þetta sjálfir, tóku ótímabær skot og það er bara mark í bakið eins og Haukarnir spila,” sagði Ægir sem segir að góðu kaflarnir hafi ekki verið betri en hann átti von á. „Nei, alls ekki. Við getum verið helvíti góðir þegar við erum góðir. Við þurfum að minnka þessa slæmu kafla. Þeir eru of langir og of dýrir.” „Við ætluðum að mæta stemmdir og flottir til leiks og það er fullt af jákvæðu úr þessum leik, en einnig eitthvað neikvætt líka. Ég hef engar áhyggjur - mér líst bara vel á framhaldið,” sagði fyrirliði nýliðanna að lokum.vísir/stefán Olís-deild karla Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Íslandsmeistar Hauka áttu ekki í teljandi vandræðum með að leggja nýliða Víkinga af velli í fyrstu umferð Olís-deildar karla. Lokatölur urðu níu mark sigur meistarana, 28-19, en staðan í hálfleik 14-8. Heimamenn voru vel inni í leiknum í fyrri hálfleik, en slæmur lokakafli gerði þeim erfitt fyrir. Staðan í hálfleik 14-8, eins og fyrr segir, og í síðari hálfleik var þetta formsatriði fyrir gestina sem unnu að lokum níu marka sigur, 29-18. Stefán Karlsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var í Víkinni í kvöld og má sjá myndasafn hans hér efst í fréttinni. Fyrsta markið var Víkinga sem voru að skora sitt fyrsta mark í efstu deild í sex ár. Það slökknaði aðeins á þem eftir það og Haukarnir gengu á lagið. Haukarnir skoruðu sex mörk í röð og lokuðu gjörsamlega á sóknarleik Víkinga með virkilega góðum varnarleik. Staðan 6-1 eftir stundarfjórðung. Þá vöknuðu hins vegar nýliðarnir aftur við sér. Jóhann Reynir Gunnlaugsson skoraði þeirra annað mark eftir stundarfjórðung eftir að þeirra fyrsta kom á annari mínutu og við tók 4-1 kafli hjá Víking sem komu sér aftur inn í leikinn. Þeir fóru að spila mun betur eftir að þeir Bjartur Guðmundsson og Arnór Þorri komu í útilínuna og Bjartur stjórnaði spilinu vel. Eftir að Daníel Örn Einarsson hafði minnkað muninn í eitt mark þegar sex mínútur voru til hálfleiks hrukku Íslandsmeistararnir aftur í gírinn. Þeir skelltu vörninni í lás, Víkingarnir fóru að taka óskynsamleg skot og lokakfali fyrri hálfleiks endaði með 5-1 kafla. Haukarnir sex mörkum yfir í hálfleik, 14-8, og síðari hálfleikurinn formsatriði fyrir meistarana. Síðari hálfleikurinn þróaðist svipaður og sá fyrri. Haukarnir höfðu töggl og haldir á lykilköflum leiksins, en inn á milli spiluðu Víkingarnir fínan bolta. Þess á milli duttu þeir oft á tíðum í óðagot og voru að kasta boltanum útaf eða voru of ákafir og skutu eftir fáeinar sekúndur í sókn. Víkingar náðu mest að minnka muninn í fögur mörk í síðari hálfleiks, en Haukavélin mallaði og mallaði. Þegar tíu mínínútur voru eftir var munurinn sjö mörk. Haukarnir voru aldrei í neinum vandræðum í síðari hálfleik, en Víkingarnir þurfa að laga margt og mikið fyrir næstu leiki þó það sé auðvitað erfitt að byrja á að spila gegn meisturunum. Ríkjandi meistararnir fengu þó full mörg auðveld mörk, úr hraðaupphlaupum og seinni bylgjum, og ég er viss um að það er eitthvað sem Ágúst Jóhannsson væri til í að laga fyrir næstu leik. Leikurinn í kvöld var framför hjá Haukunum frá leiknum í meistari meistaranna þar sem þeir töpuðu fyrir ÍBV, en lokatölur urðu níu marka sigur Hauka; 28-19. Janus Daði Smárason var frábær í liði Hauka og skoraði átta mörk og fiskaði eitt víti, en hann og Tjörvi Þorgeirsson stýrðu sóknarleik Hauka af mikilli festu. Leið og þeir stigu út af sporinu - riðlaðist sóknarleikurinn, en spili þeir eins og best verður á kosið í vetur verða önnur lið í vandræðum. Jóhann Reynir Gunnlaugsson reyndist langmarkahæsti maður nýliðanna, en hann skoraði átta mörk í kvöld þar af þrjú úr hraðaupphlaupum. Ægir Hrafn Jónsson, varnartröllið, kom næstur með þrjú mörk úr þremur skotum.Janus átti góðan leik í kvöld.vísir/stefánJanus Daði: Nú fer maður heim og hlaðar batteríin fyrir Ítalíu „Þetta var ágætt. Þetta var skref upp á við frá því í síðasta leik, en við erum smá ryðgaðir á köflum,” sagði Janus Daði, leikmaður Hauka, en hann átti afar góðan leik. „Við eigum það til að vera full fljótir að detta í hálfgert kæruleysi. Þá erum við helvíti slakir - þó það gangi af og til. Þetta er eitthvað sem við tökum með okkur til Ítalíu á morgun.” Haukarnir byrjuðu af miklum krafti og voru komnir í 6-1 eftir einungis nokkrar mínútur þrátt fyrir að Víkingar hafi skorað fyrsta markið. Janus er ekki viss um að samherjar hans hafi hugsað að þetta væri strax komið í upphafi leiks. „Ég veit það nú ekki. Þetta hefur aðeins verið vofandi yfir okkur og var einnig í fyrra. Við þurfum að sýna það að við erum meistaraefni og klára svona leiki þegar tækifæri gefst,” en hann segir þetta skref upp á við frá tapleiknum gegn ÍBV í meistari meistaranna á dögunum. „Algjörlega. Þar erum við ekki með í fyrri hálfleik, en í dag byrjum við leikinn af krafti og erum mættir frá fyrstu mínútu svo við byggjum á því.” „Nú fer maður heim og hvílir sig og reynir að hlaða aðeins batteríin fyrir Ítalíu,” en Haukarnir halda á morgun til Ítalíu þar sem liðið mætir ítölsku liði í Evrópukeppninni. Hvernig metur Janus möguleikana fyrir þessa leiki? „Annað hvort töpum við eða vinnum, er það ekki bara þannig? Við höfum hort aðeins á þá, en það er erfitt að gefa sér mynd hvernig þeir eru. Við þurfum bara að mæta klárir,” sagði Janus að lokum.Ægir Hrafn: Erum sjálfum okkur verstir „Mér fannst þetta vera full stórt tap. Við erum sjálfum okkur verstir. Við erum alltaf að narta í þá, en þá koma tæknifeilar og óþarfa mistök. Það vantaði ekki mikið uppá að þetta yrði leikur,” sagði Ægir Hrafn Jónsson, fyrirliði Víkings, við Vísi í leikslok. „Við lögðum upp með að vera skynsamir sóknarlega og að stilla upp í vörninni. Mér fannst þeir vera í vandræðum með okkur varnarlega.” Víkingar áttu afleitan kafla undir lok fyrri hálfleiks. Þeir höfðu minnkað muninn í eitt til tvö mörk, en Haukar skoruðu sex af síðustu sjö mörkum fyrri hálfleiks og voru sex mörkum yfir í hálfleik. Hvað gerðist á þessum kafla? „Í þessum lokakafla í fyrri hálfleik þá fóru menn bara að gera þetta sjálfir, tóku ótímabær skot og það er bara mark í bakið eins og Haukarnir spila,” sagði Ægir sem segir að góðu kaflarnir hafi ekki verið betri en hann átti von á. „Nei, alls ekki. Við getum verið helvíti góðir þegar við erum góðir. Við þurfum að minnka þessa slæmu kafla. Þeir eru of langir og of dýrir.” „Við ætluðum að mæta stemmdir og flottir til leiks og það er fullt af jákvæðu úr þessum leik, en einnig eitthvað neikvætt líka. Ég hef engar áhyggjur - mér líst bara vel á framhaldið,” sagði fyrirliði nýliðanna að lokum.vísir/stefán
Olís-deild karla Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira