Sport

Serena komst í undanúrslit í nótt | Sló út systur sína

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Serena fagnar hér sigrinum í gær.
Serena fagnar hér sigrinum í gær. Vísir/Getty
Bandaríska tennisdrottningin Serena Williams komst í nótt áfram í undanúrslit Opna bandaríska meistaramótsins í tennis en hún sló út eldri systur sína, Venus Williams, í þremur settum.

Lifir draumur hennar um alslemmu (e. grand slam) í annað sinn en hún hefur einu sinni áður verið handhafi allra stóru titlanna. Hún hefur hinsvegar aldrei náð því að vinna alla stærstu titlana á sama tímabili en aðeins Steffi Graf hefur náð þeim merka áfanga.

Leikurinn tók alls 98 mínútur en þetta var aðeins í ellefta skiptið sem Serena fer í þriðja settið á stórmóti í tennis á þessu ári. Hin 34 árs gamla Serena virðist vera á toppi ferilsins þessa stundina en hún mætir hinni ítölsku Roberta Vinci í undanúrslitum á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×