Á annan milljarð króna ónýttur úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. september 2015 18:36 VÍSIR/PJETUR Um 1.200 milljónir króna liggja enn óhreyfðir í Framkvæmdasjóði ferðamannastaða og hefur ekki verið ráðstafað í þau verkefni sem úthlutað hefur verið til. Þetta kom í ljós við undirbúning fjárlagafrumvarpsins og greint er frá á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Unnið hefur verið að því í sumar að kortleggja ástæður þess en þeirra á meðal eru að skipulagsvinnu er ólokið, undirbúningur og hönnun ýmis konar hefur tekið lengri tíma, ágreiningur um eignarhald svæða hefur tafið framkvæmdir og þar fram eftir götunum eins og reifað er á vef ráðuneytisins. Þar segir einnig að á undanförnum tveimur árum hefur hefur 1.700 milljónum króna verið varið til verndar og uppbyggingar á ferðamannastöðum í gegnum Framkvæmdasjóðinn en tæpar 500 milljónir króna hafa komið frá gistináttaskatti en 1.230 milljónir króna hafa komið í gegnum sérstakar úthlutanir ríkisstjórnarinnar árin 2014 og 2015. Nú verður metið hversu háum fjárhæðum stjórn Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða geti endurúthlutað þar sem ekki sé lengur þörf fyrir fjármunina í þau verkefni sem þeim var upprunalega úthlutað til. „Með stórauknum framlögum til þessa málaflokks á síðustu tveimur árum hafa stjórnvöld sýnt skýran vilja sinn til þess að tryggja uppbyggingu nauðsynlegra innviða á ferðamannastöðum landsins. Staða Framkvæmdasjóðsins sýnir hins vegar glögglega að skortur á fjármagni er ekki stærsta hindrunin í uppbyggingunni þar sem vel yfir helmingi verkefna sem úthlutað hefur verið til er enn ólokið,“ segir í tilkynningunni og bætt við: „Ljóst er að bæta þarf úr skipulagi og framkvæmd allra þeirra aðila sem að þessu koma til þess að tryggt verði að þeir fjármunir sem ráðstafað hefur verið skili sér í bættri aðstöðu. Unnið er að nákvæmri greiningu á stöðu verkefnanna og verða ákvarðanir um frekari framlög til Framkvæmdasjóðsins teknar við meðferð fjárlagafrumvarpsins á Alþingi þegar þær upplýsingar liggja fyrir.“ Fjárlög Mest lesið Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Um 1.200 milljónir króna liggja enn óhreyfðir í Framkvæmdasjóði ferðamannastaða og hefur ekki verið ráðstafað í þau verkefni sem úthlutað hefur verið til. Þetta kom í ljós við undirbúning fjárlagafrumvarpsins og greint er frá á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Unnið hefur verið að því í sumar að kortleggja ástæður þess en þeirra á meðal eru að skipulagsvinnu er ólokið, undirbúningur og hönnun ýmis konar hefur tekið lengri tíma, ágreiningur um eignarhald svæða hefur tafið framkvæmdir og þar fram eftir götunum eins og reifað er á vef ráðuneytisins. Þar segir einnig að á undanförnum tveimur árum hefur hefur 1.700 milljónum króna verið varið til verndar og uppbyggingar á ferðamannastöðum í gegnum Framkvæmdasjóðinn en tæpar 500 milljónir króna hafa komið frá gistináttaskatti en 1.230 milljónir króna hafa komið í gegnum sérstakar úthlutanir ríkisstjórnarinnar árin 2014 og 2015. Nú verður metið hversu háum fjárhæðum stjórn Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða geti endurúthlutað þar sem ekki sé lengur þörf fyrir fjármunina í þau verkefni sem þeim var upprunalega úthlutað til. „Með stórauknum framlögum til þessa málaflokks á síðustu tveimur árum hafa stjórnvöld sýnt skýran vilja sinn til þess að tryggja uppbyggingu nauðsynlegra innviða á ferðamannastöðum landsins. Staða Framkvæmdasjóðsins sýnir hins vegar glögglega að skortur á fjármagni er ekki stærsta hindrunin í uppbyggingunni þar sem vel yfir helmingi verkefna sem úthlutað hefur verið til er enn ólokið,“ segir í tilkynningunni og bætt við: „Ljóst er að bæta þarf úr skipulagi og framkvæmd allra þeirra aðila sem að þessu koma til þess að tryggt verði að þeir fjármunir sem ráðstafað hefur verið skili sér í bættri aðstöðu. Unnið er að nákvæmri greiningu á stöðu verkefnanna og verða ákvarðanir um frekari framlög til Framkvæmdasjóðsins teknar við meðferð fjárlagafrumvarpsins á Alþingi þegar þær upplýsingar liggja fyrir.“
Fjárlög Mest lesið Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun