Haukur Helgi: Sárabót eftir tapið að fótboltaliðið vann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. september 2015 08:00 Haukur Helgi Pálsson í viðtali á æfingu Íslands. vísir/valli Haukur Helgi Pálsson og félagar í íslenska karlalandsliðinu í körfubolta mæta Serbíu í þriðja leik liðsins á EM 2015 í Berlín klukkan 12.30 í dag. Eftir tvo nauma tapleiki gegn Þýskalandi og Ítalíu þar sem strákarnir lögðu allt undir fengu þeir frídag í gær til endurheimtar. „Ég er bara góður. Mér líður vel og hlakkar til á morgun [í dag],“ sagði Haukur Helgi við Vísi á æfingu liðsins í gær. Fjölnismaðurinn er einn af yngri mönnum liðsins en ungir skrokkar finna líka fyrir svona álagi. „Menn vilja meina að ég sé elsti, yngsti maðurinn í þessu liði,“ sagði Haukur Helgi og hló, en liðið fór í jóga á æfingu í gær. „Ég hef mjög gott af þessu jóga. Maður er svo ofvirkur fyrir að það er fínt að læra að slaka á. Þetta var mjög gott.“Haukur Helgi bregður á leik eftir jógað og breiðir yfir Martin Hermannsson.vísir/valliTöpum ekki aftur með 50 stigum Þessi öflugi kraftframherji er spenntur fyrir áskoruninni að mæta Serbum sem eru eitt besta lið mótsins. Svekkelsið í fyrstu leikjunum er gleymt og grafið. „Það er búið. Nú er kominn nýr dagur. Maður einbeitir sér bara að því að ná sér og svo fer maður að hugsa út í næsta leik,“ sagði Haukur Helgi. „Við gerum alltaf okkar besta og við eigum enn fullt á tanknum, sérstaklega eftir svona hvíldardag og jóga.“ Körfuboltalandsliðið horfði á karlalandsliðið í fótbolta tryggja sér farseðilinn á EM á sunnudagskvöldið. „Við horfðum á þetta saman. Til hamingju bara Ísland með þetta fótboltalið. Það er frábært sem við erum að gera. Ég er hrikalega stoltur af því að vera Íslendingur í dag,“ sagði Haukur Helgi, en áfangi fótboltaliðsins hjálpaði til við að lækna sárin. „Mér fannst við eiga að klára síðasta leik en svo fór ekki. Það var því sárabót að fótboltinn vann.“ Serbía er sem fyrr segir eitt allra besta lið mótsins og líklegt til að vinna EM. Síðast þegar Ísland mætti Serbíu fór ekki vel. „Þeir mæta væntanlega dýrvitlausir en mig hlakkar mikið til að spila við þá þar sem við höfum keppt á móti þeim áður. Það verður gaman að sjá hvar við stöndum gegn þeim núna. Síðast unnu þeir okkur með 50 stigum. Það er ekki að fara að gerast aftur,“ sagði Haukur Helgi Pálsson. EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Jakob: Aldrei verið í þessu hlutverki að koma inn á áður Stórskytta íslenska liðsins vanari því að vera byrjunarliðsmaður en koma inn með kraft af bekknum. 8. september 2015 09:00 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Valur - Keflavík | Toppslagur á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Sjá meira
Haukur Helgi Pálsson og félagar í íslenska karlalandsliðinu í körfubolta mæta Serbíu í þriðja leik liðsins á EM 2015 í Berlín klukkan 12.30 í dag. Eftir tvo nauma tapleiki gegn Þýskalandi og Ítalíu þar sem strákarnir lögðu allt undir fengu þeir frídag í gær til endurheimtar. „Ég er bara góður. Mér líður vel og hlakkar til á morgun [í dag],“ sagði Haukur Helgi við Vísi á æfingu liðsins í gær. Fjölnismaðurinn er einn af yngri mönnum liðsins en ungir skrokkar finna líka fyrir svona álagi. „Menn vilja meina að ég sé elsti, yngsti maðurinn í þessu liði,“ sagði Haukur Helgi og hló, en liðið fór í jóga á æfingu í gær. „Ég hef mjög gott af þessu jóga. Maður er svo ofvirkur fyrir að það er fínt að læra að slaka á. Þetta var mjög gott.“Haukur Helgi bregður á leik eftir jógað og breiðir yfir Martin Hermannsson.vísir/valliTöpum ekki aftur með 50 stigum Þessi öflugi kraftframherji er spenntur fyrir áskoruninni að mæta Serbum sem eru eitt besta lið mótsins. Svekkelsið í fyrstu leikjunum er gleymt og grafið. „Það er búið. Nú er kominn nýr dagur. Maður einbeitir sér bara að því að ná sér og svo fer maður að hugsa út í næsta leik,“ sagði Haukur Helgi. „Við gerum alltaf okkar besta og við eigum enn fullt á tanknum, sérstaklega eftir svona hvíldardag og jóga.“ Körfuboltalandsliðið horfði á karlalandsliðið í fótbolta tryggja sér farseðilinn á EM á sunnudagskvöldið. „Við horfðum á þetta saman. Til hamingju bara Ísland með þetta fótboltalið. Það er frábært sem við erum að gera. Ég er hrikalega stoltur af því að vera Íslendingur í dag,“ sagði Haukur Helgi, en áfangi fótboltaliðsins hjálpaði til við að lækna sárin. „Mér fannst við eiga að klára síðasta leik en svo fór ekki. Það var því sárabót að fótboltinn vann.“ Serbía er sem fyrr segir eitt allra besta lið mótsins og líklegt til að vinna EM. Síðast þegar Ísland mætti Serbíu fór ekki vel. „Þeir mæta væntanlega dýrvitlausir en mig hlakkar mikið til að spila við þá þar sem við höfum keppt á móti þeim áður. Það verður gaman að sjá hvar við stöndum gegn þeim núna. Síðast unnu þeir okkur með 50 stigum. Það er ekki að fara að gerast aftur,“ sagði Haukur Helgi Pálsson.
EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Jakob: Aldrei verið í þessu hlutverki að koma inn á áður Stórskytta íslenska liðsins vanari því að vera byrjunarliðsmaður en koma inn með kraft af bekknum. 8. september 2015 09:00 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Valur - Keflavík | Toppslagur á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Sjá meira
Jakob: Aldrei verið í þessu hlutverki að koma inn á áður Stórskytta íslenska liðsins vanari því að vera byrjunarliðsmaður en koma inn með kraft af bekknum. 8. september 2015 09:00