Ríkisvaldið mismunar starfsmönnum sínum Árni Stefán Jónsson og Kristín Á. Guðmundsdóttir og Snorri Magnússon skrifa 8. september 2015 08:00 Samninganefndir SFR stéttarfélags, Sjúkraliðafélags Íslands og Landssambands lögreglumanna urðu fyrir gríðarlegum vonbrigðum með útspil samninganefndar ríkisins við framlögðum drögum félaganna að launalið kjarasamninga félaganna á síðasta fundi sínum hjá sáttasemjara. Kröfur félaganna byggja að öllu leyti á þeim samningum sem ríkið hefur þegar gert við aðra ríkisstarfsmenn og á niðurstöðum gerðardóms. Því bjuggust samninganefndir félaganna við umræðu um þau drög á fundi samninganefndanna, enda var gert samkomulag á milli samningsaðila í sumar um að bíða eftir niðurstöðum gerðardóms. Nú, þegar ítarlega rökstudd niðurstaða dómsins liggur fyrir, er í raun ótrúlegt að ríkisvaldið neiti að horfast í augu við þá niðurstöðu og kjósi frekar að efla til ófriðar við þrjú stærstu félög ríkisstarfsmanna innan vébanda BSRB og mismuna þannig starfsmönnum sínum gróflega. Í tilboði ríkisins, sem lagt var fyrir samninganefndir félaganna í síðastliðinni viku, er ljóst að ríkisvaldið ætlar þeim hópum ríkisstarfsmanna sem lægst launin hafa að fá mun minni launahækkanir en þegar hefur verið samið um við aðra. Það er algjörlega klárt að þessir starfsmenn munu aldrei sætta sig við slíka mismunun og ef við sem erum í forsvari fyrir þá gerum slíkan samning yrði hann felldur með öllum greiddum atkvæðum. Fram kemur í gerðardómnum að niðurstaða hans varðandi hjúkrunarfræðinga og BHM sé í takti við kjarasamninga sem þegar hafa verið gerðir á almennum vinnumarkaði. Krafa opinberra starfsmanna undanfarin misseri hefur verið sú að ná fram jafnrétti í launum á við launafólk á almennum markað. Allar launakannanir, bæði þær sem eru gerðar á vegum stéttarfélaganna sjálfra og tölur frá Hagstofu Íslands, sýna að opinberir starfsmenn bera skarðan hlut frá borði. Laun þeirra eru á bilinu 16-17% lægri en þeirra sem starfa á almennum vinnumarkaði. Þetta er óásættanlegt og þarf að leiðrétta. Samninganefndir félaganna skora á ríkisstjórnina að endurskoða tilboð sitt svo samningar náist án íþyngjandi aðgerða með öllum þeim skaða sem af þeim hlýst. Samninganefndir SFR stéttarfélags í almannaþjónustu, Sjúkraliðafélags Íslands (SLFÍ) og Landssambands lögreglumanna (LL) standa sameiginlega í kjaraviðræðum við samninganefnd ríkisins, en félögin þrjú eru stærstu félögin innan BSRB sem semja við ríkið og hópurinn sem samið verður fyrir telur rúmlega 5.200 manns. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Jónsson Mest lesið Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Samninganefndir SFR stéttarfélags, Sjúkraliðafélags Íslands og Landssambands lögreglumanna urðu fyrir gríðarlegum vonbrigðum með útspil samninganefndar ríkisins við framlögðum drögum félaganna að launalið kjarasamninga félaganna á síðasta fundi sínum hjá sáttasemjara. Kröfur félaganna byggja að öllu leyti á þeim samningum sem ríkið hefur þegar gert við aðra ríkisstarfsmenn og á niðurstöðum gerðardóms. Því bjuggust samninganefndir félaganna við umræðu um þau drög á fundi samninganefndanna, enda var gert samkomulag á milli samningsaðila í sumar um að bíða eftir niðurstöðum gerðardóms. Nú, þegar ítarlega rökstudd niðurstaða dómsins liggur fyrir, er í raun ótrúlegt að ríkisvaldið neiti að horfast í augu við þá niðurstöðu og kjósi frekar að efla til ófriðar við þrjú stærstu félög ríkisstarfsmanna innan vébanda BSRB og mismuna þannig starfsmönnum sínum gróflega. Í tilboði ríkisins, sem lagt var fyrir samninganefndir félaganna í síðastliðinni viku, er ljóst að ríkisvaldið ætlar þeim hópum ríkisstarfsmanna sem lægst launin hafa að fá mun minni launahækkanir en þegar hefur verið samið um við aðra. Það er algjörlega klárt að þessir starfsmenn munu aldrei sætta sig við slíka mismunun og ef við sem erum í forsvari fyrir þá gerum slíkan samning yrði hann felldur með öllum greiddum atkvæðum. Fram kemur í gerðardómnum að niðurstaða hans varðandi hjúkrunarfræðinga og BHM sé í takti við kjarasamninga sem þegar hafa verið gerðir á almennum vinnumarkaði. Krafa opinberra starfsmanna undanfarin misseri hefur verið sú að ná fram jafnrétti í launum á við launafólk á almennum markað. Allar launakannanir, bæði þær sem eru gerðar á vegum stéttarfélaganna sjálfra og tölur frá Hagstofu Íslands, sýna að opinberir starfsmenn bera skarðan hlut frá borði. Laun þeirra eru á bilinu 16-17% lægri en þeirra sem starfa á almennum vinnumarkaði. Þetta er óásættanlegt og þarf að leiðrétta. Samninganefndir félaganna skora á ríkisstjórnina að endurskoða tilboð sitt svo samningar náist án íþyngjandi aðgerða með öllum þeim skaða sem af þeim hlýst. Samninganefndir SFR stéttarfélags í almannaþjónustu, Sjúkraliðafélags Íslands (SLFÍ) og Landssambands lögreglumanna (LL) standa sameiginlega í kjaraviðræðum við samninganefnd ríkisins, en félögin þrjú eru stærstu félögin innan BSRB sem semja við ríkið og hópurinn sem samið verður fyrir telur rúmlega 5.200 manns.
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar