Logi: Vöðum bara óhræddir í Serbana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. september 2015 16:45 Logi Gunnarsson verst í fyrsta leiknum gegn Þýskalandi. vísir/valli Logi Gunnarsson og félagar í íslenska körfuboltalandsliðinu hafa staðið sig vel í tveimur fyrstu leikjum sínum á Evrópumótinu í körfubolta. Íslenska liðið var nærri því búið að stela sigrinum í fyrsta leiknum á móti Þjóðverjum og var þremur stigum yfir þegar þrjár mínútur voru eftir á móti Ítölum í gær. „Núna erum við svekktir. Þessi leikur var okkar fannst mér. Við áttum meira í þessum leik á móti Ítölum en í Þýskalandsleiknum. Við áttum hreinlega skilið að vinna þennan leik," segir Logi Gunnarsson um tapleikinn við Ítalíu. „Þeir skoruðu á réttum tímapunkti í endann og kláruðu leikinn á mörgum reyndum leikmönnum. Þeir voru klárir í endann og fengu skotin sem þeir vilja fá. Við erum líka svolítið óheppnir og það er svolítið erfitt að horfa upp á okkur klikka á vítaskotunum. Það svíður svolítið," segir Logi en íslenska liðið hitti mun betur á móti Ítalíu en í fyrsta leik á móti Þýskalandi. „Við vorum að fá góð skot og vorum að dreifa boltanum. Þeir áttu í miklum vandræðum með okkur. Við fundum það að þeir voru seinir á löppunum þegar við vorum að láta boltann ganga hratt. Við vorum að keyra inn í teig og gefa boltann aftur út og þannig fengum við fullt af góðum skotum," segir Logi. Íslenska liðinu hefur gengið illa að nýta sóknir sínar undir lok leikjanna og það hefur haft mikið að segja að þeir töpuðust báðir. „Varnir mótherjanna herðast í enda leikjanna og liðin reyna náttúrulega að leita uppi okkar bestu menn sem eru að fara að klára sóknirnar og reyna að stöðva þá. Varnirnar á móti okkur verða bara betri í endann en við verðum bara að halda áfram og læra af þessu," segir Logi. „Við þurfum að klára leikina betur og ákvarðanatökurnar verða aðeins að vera betri. Þetta var samt flott heilt yfir og við erum mjög svekktir," segir Logi. Íslenska liðið fær nú einn hvíldardag til að jafna sig fyrir þrjá síðustu leikina í riðlinum. „Þessir fyrstu tveir leikir tóku mikla orku og við fáum því kærkomna hvíld. Svo förum við bara í Serbaleikinn alveg eins og þennan leik. Þar eru við að fara að mæta einu af tveimur bestu liðum heims. Við erum ekki hræddir við neinn og vöðum í þá eins og við gerðum í leikjunum á móti Þýskalandi og Ítalíu," segir Logi. EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Jón Arnór: Gleymdi því af því ég var svo fúll og leiðinlegur Jón Arnór Stefánsson og liðsfélagar hans í íslenska körfuboltalandsliðinu stóðu sig frábærlega í gærkvöldi þrátt fyrir tapið á móti Ítölum. 7. september 2015 11:30 Vítanýtingin svíður | Ísland með eina lélegustu vítanýtinguna á EM Íslenska körfuboltalandsliðið hefur staðið sig frábærlega í fyrstu tveimur leikjum sínum á Evrópumótinu í körfubolta í Berlín en það er helst á einum stað þar sem hægt er að gagnrýna íslensku strákana. 7. september 2015 12:00 Hundrað þristar hjá Jóni Arnóri Jón Arnór Stefánsson varð í gær þriðji leikmaður landsliðsins til að setja hundrað þriggja stiga körfur í búningi íslenska landsliðsins. 7. september 2015 08:00 Helgi Már: Við ætlum að vinna leiki hérna Íslenska körfuboltalandsliðið hefur tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á Evrópumótinu í körfubolta en í bæði skiptin voru þetta naum töp á móti stórþjóðunum Þýskalandi og Ítalíu. 7. september 2015 14:00 Áttum aftur möguleika að vinna gegn Ítalíu Íslenska körfuboltalandsliðið hefur unnið hug og hjörtu margra með frammistöðu sinni í fyrstu tveimur leikjum sínum á Evrópumótinu í Berlín þrátt fyrir tvö naum töp. Liðið stóð vel í hárinu á Þýskalandi og Ítalíu í fyrstu tveimur leikjum liðsins. 7. september 2015 06:00 Bara tveir leikmenn á EM með fleiri þrista en Hlynur og Haukur Ísland á tvo leikmenn meðal efstu manna í skoruðum þriggja stiga körfum eftir tvær fyrstu umferðirnar í riðlakeppni Evrópumótsins í körfubolta. 7. september 2015 13:30 Mest lesið Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Handbolti Fleiri fréttir „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu Sjá meira
Logi Gunnarsson og félagar í íslenska körfuboltalandsliðinu hafa staðið sig vel í tveimur fyrstu leikjum sínum á Evrópumótinu í körfubolta. Íslenska liðið var nærri því búið að stela sigrinum í fyrsta leiknum á móti Þjóðverjum og var þremur stigum yfir þegar þrjár mínútur voru eftir á móti Ítölum í gær. „Núna erum við svekktir. Þessi leikur var okkar fannst mér. Við áttum meira í þessum leik á móti Ítölum en í Þýskalandsleiknum. Við áttum hreinlega skilið að vinna þennan leik," segir Logi Gunnarsson um tapleikinn við Ítalíu. „Þeir skoruðu á réttum tímapunkti í endann og kláruðu leikinn á mörgum reyndum leikmönnum. Þeir voru klárir í endann og fengu skotin sem þeir vilja fá. Við erum líka svolítið óheppnir og það er svolítið erfitt að horfa upp á okkur klikka á vítaskotunum. Það svíður svolítið," segir Logi en íslenska liðið hitti mun betur á móti Ítalíu en í fyrsta leik á móti Þýskalandi. „Við vorum að fá góð skot og vorum að dreifa boltanum. Þeir áttu í miklum vandræðum með okkur. Við fundum það að þeir voru seinir á löppunum þegar við vorum að láta boltann ganga hratt. Við vorum að keyra inn í teig og gefa boltann aftur út og þannig fengum við fullt af góðum skotum," segir Logi. Íslenska liðinu hefur gengið illa að nýta sóknir sínar undir lok leikjanna og það hefur haft mikið að segja að þeir töpuðust báðir. „Varnir mótherjanna herðast í enda leikjanna og liðin reyna náttúrulega að leita uppi okkar bestu menn sem eru að fara að klára sóknirnar og reyna að stöðva þá. Varnirnar á móti okkur verða bara betri í endann en við verðum bara að halda áfram og læra af þessu," segir Logi. „Við þurfum að klára leikina betur og ákvarðanatökurnar verða aðeins að vera betri. Þetta var samt flott heilt yfir og við erum mjög svekktir," segir Logi. Íslenska liðið fær nú einn hvíldardag til að jafna sig fyrir þrjá síðustu leikina í riðlinum. „Þessir fyrstu tveir leikir tóku mikla orku og við fáum því kærkomna hvíld. Svo förum við bara í Serbaleikinn alveg eins og þennan leik. Þar eru við að fara að mæta einu af tveimur bestu liðum heims. Við erum ekki hræddir við neinn og vöðum í þá eins og við gerðum í leikjunum á móti Þýskalandi og Ítalíu," segir Logi.
EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Jón Arnór: Gleymdi því af því ég var svo fúll og leiðinlegur Jón Arnór Stefánsson og liðsfélagar hans í íslenska körfuboltalandsliðinu stóðu sig frábærlega í gærkvöldi þrátt fyrir tapið á móti Ítölum. 7. september 2015 11:30 Vítanýtingin svíður | Ísland með eina lélegustu vítanýtinguna á EM Íslenska körfuboltalandsliðið hefur staðið sig frábærlega í fyrstu tveimur leikjum sínum á Evrópumótinu í körfubolta í Berlín en það er helst á einum stað þar sem hægt er að gagnrýna íslensku strákana. 7. september 2015 12:00 Hundrað þristar hjá Jóni Arnóri Jón Arnór Stefánsson varð í gær þriðji leikmaður landsliðsins til að setja hundrað þriggja stiga körfur í búningi íslenska landsliðsins. 7. september 2015 08:00 Helgi Már: Við ætlum að vinna leiki hérna Íslenska körfuboltalandsliðið hefur tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á Evrópumótinu í körfubolta en í bæði skiptin voru þetta naum töp á móti stórþjóðunum Þýskalandi og Ítalíu. 7. september 2015 14:00 Áttum aftur möguleika að vinna gegn Ítalíu Íslenska körfuboltalandsliðið hefur unnið hug og hjörtu margra með frammistöðu sinni í fyrstu tveimur leikjum sínum á Evrópumótinu í Berlín þrátt fyrir tvö naum töp. Liðið stóð vel í hárinu á Þýskalandi og Ítalíu í fyrstu tveimur leikjum liðsins. 7. september 2015 06:00 Bara tveir leikmenn á EM með fleiri þrista en Hlynur og Haukur Ísland á tvo leikmenn meðal efstu manna í skoruðum þriggja stiga körfum eftir tvær fyrstu umferðirnar í riðlakeppni Evrópumótsins í körfubolta. 7. september 2015 13:30 Mest lesið Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Handbolti Fleiri fréttir „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu Sjá meira
Jón Arnór: Gleymdi því af því ég var svo fúll og leiðinlegur Jón Arnór Stefánsson og liðsfélagar hans í íslenska körfuboltalandsliðinu stóðu sig frábærlega í gærkvöldi þrátt fyrir tapið á móti Ítölum. 7. september 2015 11:30
Vítanýtingin svíður | Ísland með eina lélegustu vítanýtinguna á EM Íslenska körfuboltalandsliðið hefur staðið sig frábærlega í fyrstu tveimur leikjum sínum á Evrópumótinu í körfubolta í Berlín en það er helst á einum stað þar sem hægt er að gagnrýna íslensku strákana. 7. september 2015 12:00
Hundrað þristar hjá Jóni Arnóri Jón Arnór Stefánsson varð í gær þriðji leikmaður landsliðsins til að setja hundrað þriggja stiga körfur í búningi íslenska landsliðsins. 7. september 2015 08:00
Helgi Már: Við ætlum að vinna leiki hérna Íslenska körfuboltalandsliðið hefur tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á Evrópumótinu í körfubolta en í bæði skiptin voru þetta naum töp á móti stórþjóðunum Þýskalandi og Ítalíu. 7. september 2015 14:00
Áttum aftur möguleika að vinna gegn Ítalíu Íslenska körfuboltalandsliðið hefur unnið hug og hjörtu margra með frammistöðu sinni í fyrstu tveimur leikjum sínum á Evrópumótinu í Berlín þrátt fyrir tvö naum töp. Liðið stóð vel í hárinu á Þýskalandi og Ítalíu í fyrstu tveimur leikjum liðsins. 7. september 2015 06:00
Bara tveir leikmenn á EM með fleiri þrista en Hlynur og Haukur Ísland á tvo leikmenn meðal efstu manna í skoruðum þriggja stiga körfum eftir tvær fyrstu umferðirnar í riðlakeppni Evrópumótsins í körfubolta. 7. september 2015 13:30