Tilkynninguna frá Seðlabankanum má lesa hér en Þorsteinn segir hana vera „enn ein tilraun bankans til að breiða yfir eigin rangfærslur og mistök og afvegaleiða umræðuna.“
Hann segir niðurstöðu sérstaks saksóknara „ótvíræða“ og vísar í úrskurð embættisins.

Þegar af þeirri ástæðu lauk embættið meðferð sinni á viðkomandi sakarefnum málsins enda nægði hún til að útiloka að komið gæti til höfðunar sakamáls vegna ætlaðra brota.“
Þetta telur Þorsteinn vera til marks um að niðurstaða embættisins hafi verið skýr. „Ekkert kom fram við rannsókn málsins sem benti til saknæmrar háttsemi minnar eða annarra einstaklinga. Byggði niðurfelling málsins eingöngu á þeirri niðurstöðu embættisins og hefur ekkert að gera með skýrleika laga líkt og bankinn heldur fram. Málatilbúnaður Seðlabankans hefur frá upphafi verið tilhæfulaus. Niðurstaða sérstaks saksóknara staðfestir það einfaldlega,“ segir Þorsteinn.