Jón Arnór Stefánsson skoraði eina þriggja stiga körfu í tapinu á móti Ítölum í gærkvöldi og þessi fyrsti þristur hans á Evrópumótinu tryggði Jóni aðild að hundrað þriggja stiga klúbbi íslenska A-landsliðsins.
Jón Arnór kom inn á Eurobasket mótið með 99 þrista á landsliðsferlinum en hann náði ekki að smella einum niður á móti Þjóðverjum í fyrsta leiknum þrátt fyrir að fara á kostum og skora 23 stig.
Hundraðasti þristur gegn Ítalnum Jóns var reyndar hálfgert sýningaskot en hann setti skotið niður af löngu færi í upphafi leiks rétt áður en skotklukkan rann út.
Jón Arnór er þriðji leikmaður íslenska hópsins sem hefur skorað yfir hundrað þriggja stiga körfur fyrir íslenska landsliðið en hinir eru þeir Logi Gunnarsson (175) og Jakob Örn Sigurðarson (118).
Þetta hefur verið sannkallað tímamóthaust á landsliðsferli Jón Arnórs því á dögunum komst hann einnig í þúsund stiga klúbbinn á dögunum. Jón Arnór hefur skorað 17,9 stig og gefið 5,5 stoðsendingar að meðaltali í fyrstu tveimur leikjum Íslands á EM en hann er efstur í íslenska liðinu á báðum stöðum enda meðal efstu manna á öllu mótinu.
Þriggja stiga skotin hafa reyndar ekki verið að detta hjá honum (1 af 9) en það breytist vonandi í næstu leikjum á móti Serbum, Spánverjum og Tyrkjum.
Hundrað þristar hjá Jóni Arnóri

Tengdar fréttir

Umfjöllun, myndir og viðtöl: Ísland - Ítalía 64-70 | Frábær leikur strákanna en aftur naumt tap
Ísland tapaði sínum öðrum leik á Eurobasket í Berlín, en Ísland tapaði með sex stiga mun gegn Ítalíu, 70-64. Slæmur lokakafli gerði út um vonir íslenska liðsins um sigur.