Umfjöllun, myndir og viðtöl: Ísland - Ítalía 64-70 | Frábær leikur strákanna en aftur naumt tap Óskar Ófeigur Jónsson í Berlín skrifar 6. september 2015 00:18 Jón Arnór Stefánsson ræðir við slaka dómara leiksins í kvöld. Vísir/Valli Íslenska körfuboltalandsliðið er kannski stigalaust eftir fyrstu tvo leiki sína á Evrópumótinu í körfubolta en frammistaða íslensku strákanna hefur verið margra stiga virði. Íslenska liðið þurfti að sætta sig við sjö stiga tap á móti Ítölum í kvöld, 71-64, daginn eftir að liðið tapaði með sex stigum fyrir Þjóðverjum. Stórkostleg frammistaða íslenska körfuboltalandsliðsins á móti Ítalíu í kvöld dugði ekki til sigurs en íslenska liðið og íslensku áhorfendurnir unnu hug og hjarta allra sem á horfðu nema kannski dómaraþríeykisins sem var með NBA-stjörnur í augum í þessum leik. Ítalirnir voru með Jón Arnór Stefánsson í mjög strangri gæslu en þá losnaði um aðra sem nýttu sér það vel. Haukur Helgi Pálsson (17 stig) og Hlynur Bæringsson (14 stig) fóru þar fremstir en eins og áður voru allir leikmenn liðsins að skila öllu sínu í baráttuna og varnarleikinn. Íslenska liðið var inn í leiknum allan tímann ólíkt fyrsta leiknum á móti Þjóðverjum og komst yfir í öllum leikhlutunum. Liðið náði samt ekki að vinna neinn af leikhlutunum og slæmur kafli í lok fyrri hálfleiks, þar sem Ítalir skoruðu 10 stig í röð, var dýrkeyptur á lokamínútunum. Íslensku skytturnar voru heitar í upphafi og fimm leikmenn íslenska liðsins skoruðu þriggja stiga körfur á fyrstu fimm mínútum leiksins. Íslenska vörnin var hinsvegar ekki eins öflug í byrjun leiks og á móti Þjóðverjum í gær. Það tók Ítala sem dæmi aðeins fimm sekúndur að skora, fiska víti að auki og komast í 3-0. Ítalir nýttu sér að íslenska vörnin var ekki eins vakandi og voru komnir í 22-15 eftir aðeins sjö mínútna leik. Þá fóru hlutirnir að gerast, Hlynur Bæringsson skoraði tvær fyrstu körfur sínar á mótinu inn í teig og Haukur Helgi Pálsson minnkaði muninn í eitt stig, 22-21, úr hraðaupphlaupi. Logi Gunnarsson byrjaði síðan annan leikhlutann með flotta körfu og kom Íslandi yfir í 23-22. Átta íslensk stig í röð og allt annað að sjá vörnina sem var nú búin að skipta í EM-gírinn. Íslenska liðið hélt áfram að loka flestum leiðum fyrir ítalska liðið og Haukur Helgi Pálsson setti síðan niður þrista í tveimur sóknum í röð og kom Íslandi yfir í 35-31 en Haukur var þá kominn með ellefu stig í leiknum. Pavel Ermolinskij fór í framhaldinu á vítalínuna og skoaði sín fyrstu stig á EM. Þarna var íslenska liðið búið að skora átta stig í röð og komið sex stigum yfir, 37-31. Íslenska liðið skoraði hinsvegar ekki stig síðustu þrjár mínútur leiksins og Ítalir enduðu hálfleikinn á 10-0 spretti þar sem Alessandro Gentile fór mikinn. Ítalir voru því fjórum stigum yfir, 41-37, þegar liðin gengu til leikhlés. Danilo Gallinari skoraði ekki og spilaði bara 4 mínútur í fyrri hálfleiknum vegna villuvandræða. Hann skoraði hinsvegar fyrstu stig seinni hálfleiks. Skömmu síðar skoruðu ítalir eftir sóknarfrákast og voru því komnir átta stigum yfir, 45-37. Jón Arnór Stefánsson skoraði tvær góðar körfur í röð og kom muninum aftur niður í fjögur stig, 45-41. Jón Arnór ætlaði ekki að gefa þetta frá sér. Þristur frá Hlyni Bæringssyni minnkaði muninn síðan niður í eitt stig, 45-44 með að setja niður enn einn þristinn sinn á mótinu. Íslenska vörnin hélt nokkuð vel út þriðja leikhlutann en skotin voru ekki að rata rétta leið. Ítalir voru af þeim sökum fjórum stigum yfir fyrir lokaleikhlutann, 52-48. Ísland skoraði fjögur fyrstu stig fjórða leikhlutans og jafnaði metin í 52-52. Daniel Hackett svaraði með tveimur körfum í röð og kom ítalska liðinu yfir í 57-52. Með baráttuna að vopni héldu íslensku strákarnir áfram, þristur frá Hauki kom muninum niður í tvö stig og víti frá Hlyni þýddi að Ítalir voru bara einu stigi yfir þegar fjórar og hálf mínúta var eftir. Hörður Axel Vilhjálmsson kom Íslandi síðan yfir, 60-59 og Ítalir urðu að taka leikhlé þegar 3:22 mínútur voru eftir af leiknum. Hlynur setti niður tvö víti og Ísland var nú þremur stigum yfir, 62-59, þegar þrjár mínútur voru eftir. Marco Belinelli fékk þá þrjú ódýr víti, setti þau öll niður og jafnaði metin. Pietro Aradori skoraði og fékk víti að auki sem hann nýtti og Ítalir voru komir í 65-62. Ítalnir voru að fá víti dæmd í gríð og erg á þessum tíma. Pietro Aradori setti niður tvö og munurinn var orðinn fimm stig, 67-62, þegar 1:50 var eftir. Alessandro Gentile var erfiður í kvöld og hann kom Ítalíu í 69-62 þegar rétt rúm mínúta var eftir. Kappinn var þá kominn með 19 stig og tók heldur betur upp hanskann fyrir Danilo Gallinari sem var í miklum villuvandræðum. Ísland tók leikhlé og skipulagði síðasta áhlaupið. Sjö stiga munur og 63 sekúndur eftir af leiknum. Hlynur fékk strax tvö víti en nýtti bara annað þeirra. Íslenska liðið barðist hinsvegar áfram en Ítalirnir náðu að landa sjö stiga sigri, 71-64. Dómararnir leiksins sendu þá hvað eftir annað á vítalínuna í lokin og það vóg þungt. Íslenska liðið var meðhöndlað eins og pínulitla liðið af dómaraþríeykinu og það er miður.Atkvæðamestir í íslenska liðinu á móti Ítalíu: Haukur Helgi Pálsson 17 stig og 5 fráköst Hlynur Bæringsson 14 stig og 7 fráköst Jón Arnór Stefánsson 11 stig og 6 stoðsendingar Jakob Örn Sigurðarson 7 stig Hörður Axel Vilhjálmsson 5 stig, 3 fráköst og 3 stoðsendingar Martin Hermannsson 4 stig Logi Gunnarsson 4 stig Pavel Ermolinskij 2 stig, 4 fráköst og 3 stoðsendingarVísir/ValliHlynur Bæringsson: Stórkostleg tilfinning að fá að upplifa þetta „Þetta er gríðarlegt svekkelsi og vonbrigði," voru fyrstu viðbrögð Hlyns Bæringssonar, leikmann íslenska landsliðsins í körfubolta, eftir grátlegt tap gegn Ítalíu á EM. „Við erum þremur stigum yfir þegar þrjár mínútur eru eftir. Svo brjótum við á Belinelli og svo fengu þeir þrjú víti. Kannski urðum við aðeins of spenntir hérna í restina. Þetta er bara gífurlegt vonbrigði og svekkelsi." Hörður Axel Vilhjálmsson braut þá á Belinelli þegar hann var í þann mund að taka þriggja stiga skot og Belinelli setti öll þrjú stigin niður. Í þann mund breyttist leikurinn, en með stigunum þremur jöfnuðu Ítalar metin í 62-62. „Hann hefði tekið erfitt þriggja stiga skot og þótt hann sé einn af þeim betri í heiminum að taka þriggja stiga skot þá er hann bara 40%. Það eru meiri líkur en minni að hann klikki, en ég meina ef og hefði. Þetta eru íþróttir og svona gerist - þetta er bara ein stund í leiknum þó hún standi meira upp úr núna." „Við vorum alveg mjög góðir. Ég held að þetta sé besti landsleikur sem við höfum spilað á mínum landsliðsferli. Þessi og kannski síðari hálfleikurinn gegn Þýskalandi í gær voru gífurlega góðir leikir. „Þetta er í fyrsta skipti sem við höfum virkilega haft trú á því að vinnum stóra þjóð í körfubolta. Við höfum alltaf verið bara sáttir við að tapa með ekki of stórum mun, en núna í þessu móti höfum við haft trú á því. Þegar maður hefur svona mikla trú á því þá er þetta sárara." Íslenska fólkið í stúkunni var duglegt að láta dómara leiksins vinna fyrir kaupinu, en Hlynur segir að viti ekki hvort þeir hafi eitthvað dæmt með stóra liðinu, það er að segja Ítalíu. „Ég veit það ekki. Kannski eitthvað, ég bara veit það ekki. Ég held að það hjálpi mér ekkert ef ég bendi á það vonda hjá hinum. Ég hef trú á því að þeir hafi reynt sitt besta," sem segir að það sé gaman að sjá allt íslenska fólkð í stúkunni. „Heldur betur. Þetta eru andlit sem maður þekkir og allir sem hafa áhuga á körfubolta á Íslandi eru mættir hérna til Berlínar. Þetta er stórkostleg tilfinning að á seinni partinn af ferlinum er maður að upplifa þetta. Þetta er ekki sjálfgefið. Við þökkum fyrir þetta." Hlynur segir að það sé gaman að berjast við stóru kallana inni í teignum og hlakkar til viðureignanna við Serbíu og Spán. „Þetta er alls ekki pirrandi. Þetta er rosalega gaman og spila fyrir framan allt þetta fólk. Auðvitað er það erfitt og tekur mikla líkamlega orku. Í næstu tveimur leikjunum eru þetta allt öðruvísi týpur." „Mitt markmið er að vera alltaf með hausinn uppi eins og það gerum við allir. Það verður alveg eins á móti þeim (Spáni og Serbíu). Brekkan verður ennþá brattari þar og ég held að þeir leikir verði mjög erfiðir." „Ég held við höfum tapað fyrir Serbíu síðast með 48 stiga mun. Það var bara eins og jarðaför. Maður var byrjaður að hugsa strax í fyrsta leikhluta hvenær leikurinn væri búinn og hvenær maður kæmi upp á flugvöll. Við vonum að það verði ekki þannig núna," sagði Hlynur.Vísir/ValliCraig: Svekktir að missa þetta niður á lokakaflanum „Við náðum ekki upp því flæði sem við vildum en kannski hafði þreytan eitthvað að segja um það,“ sagði Craig Pedersen, þjálfari íslenska liðsins, eftir 71-65 tap gegn Ítalíu í dag. Þrátt fyrir tapið var Craig stoltur af strákunum. „Strákarnir lögðu sig alla í þetta í dag, við lentum nokkrum sinnum undir í leiknum en þeir náðu alltaf að koma sér aftur inn í leikinn með baráttu. Við erum búnir að spila tvo erfiða leiki á tveimur dögum og við erum ekki með sömu breidd og önnur lið.“ Íslenska liðið komst yfir skömmu fyrir lok leiksins en missti Ítalina fram úr sér á lokakafla leiksins. „Við erum svekktir að hafa misst þetta niður eftir að hafa verið yfir þegar þrjár mínútur eftir. Nokkrir leikmenn hjá þeim stigu upp og settu niður stórar körfur þegar á þess þurfti. Að mínu mati unnu þeir þetta frekar en að við höfum klúðrað þessu.“ Craig var stoltur af baráttuanda strákanna. „Ég átti ekki von á því að vera svona svekktur eftir naumt tap gegn jafn sterkri þjóð og Ítalíu. Við vorum ekki að reyna að halda í við þá í dag, við vorum betri á löngum köflum,“ sagði Craig sem minnti að lokum hver mótherjinn var. „Við töluðum um það fyrir leik að það væri áhugavert að skoða laun leikmannana, jafnvel þótt við tækjum inn í það matvöruverslunina hjá strákunum. Það eru menn þarna að fá 20 milljónir dollara en í okkar liði sem taka ekki laun. Það sýnir hvað hjartað getur komið manni langt.“Vísir/ValliHaukur Helgi: Maður veit aldrei hver er í stúkunni „Þetta hefði getað dottið báðu megin. Mér fannst það það vera nokkuð "play" varnarmegin sem voru vafasöm. Einhver skot hefðu getað dottið niður, eitt til tvö, og þetta hefði orðið okkur leikur," sagði Haukur Helgi við Vísi í leikslok. „Það er rosalega stórt, en svona er þetta. Hann er það rosalega góður leikmaður að hann er ekkert að fara klikka á þessum vítum. Það má segja að þetta hafi verið nokkur "play" hér og þar." „Ég sagði að við myndum verða úthvíldir og núna fáum við einn dag í viðbót. Adrenalínið er bara í gangi og strax þegar áhorfendurnir eru byrjaðir að hvetja mann í upphitun. Það er ekki hægt að lýsa því hvað gerist. Þetta er ekki orka - þetta er eitthvað allt annað." Haukur segir að stuðningurinn við liðið sé algjörlega magnaður og stuðningsmenn annara liða hafi stoppað hann á förnum vegi. „Það var verið að stoppa mig núna og það var sagt við mig að við værum með "the most impressive fans at Eurobasket"." Hann ákvað að semja ekki við neitt lið fyrir mótið og nýtið mótið sem glugga. Hann hefur spilað afar vel í fyrstu leikjunum og er hann ánægður með sína spilamennsku. „Ég er að finna þjölina og það er bara skemmtilegt í svona leikjum. Vonandi kemur eitthvað mjög gott úr þessu, það er aldrei að vita. Maður veit aldrei hver er í stúkunni og ég er ekkert að pæla í því. Maður reynir bara að spila og vinna þessa leiki." „Það er ekki langt síðan að við vorum sáttir að tapa með sem minnstum mun, en við erum það góðir núna. Það er ástæðan fyrir því að við erum á þessu móti. Við erum búnir að sýna það núna tvo leiki í röð og báðir þessir leikir hefðu getað dottið okkar megin. Við eigum leik inni til að vinna. Það er bara þannig." „Það eru allir mjög góðir vinir hérna. Þótt að landsliðið sé ekki í gangi þá tölum við saman og það er bara frábært. Það er ástæðan fyrir því að við stöndum okkur svona vel. Þegar einhver er niðri þá eru ellefu aðrir til í að bakka hann upp," sagði Haukur Helgi í samtali við Vísi í leikslok.Hörður Axel: Dómararnir með stjörnur í augum Hörður Axel Vilhjálmsson var allt annað en sáttur með frammistöðu dómaranna eftir tapið á móti Ítölum í kvöld og það er vel hægt að taka undir þá skoðun hans að dómararnir hafi verið með NBA-stjörnur í augum. „Við erum bara drullufúlir að hafa ekki unnið þennan leik. Mér fannst halla rosalega á okkur. Þegar við keyrum að körfunni þá aldrei dæmt neitt og svo voru þeir að taka stökkskot út um allt og fá villur og víti fyrir það. Dómararnir voru bara með stjörnur í augum að horfa á einhverja NBA-karla spila við okkur og kannski höfðu þeir bara ekki trú á því að við gætum staðið eitthvað í þeim," sagði Hörður Axel. „Það er náttúrulega alltaf hægt að benda á eitthvað og svo er þetta bara strax eftir leik og ég er mjög pirraður. Mér fannst þetta samt," sagði Hörður Axel og það er hugur í honum og öðrum í íslenska liðinu. „Við erum komnir hingað til að vinna leik og við ætlum okkur að gera það. Það gerðist ekki í dag en við höfum fulla trú á því að við getum unnið leik hérna," sagði Hörður Axel. Íslenska vörnin var ekki nógu góð í byrjun en svo komu strákarnir sér aftur í rétta varnargírinn. „Við erum hörku spilarar og vitum alveg hvað við erum að gera. Þetta er ekki fyrsti leikurinn sem við spilum. Við aðlögum okkur að leik mótherjanna og það er meira um að liðin þurfi að aðlaga sig að okkur útaf því hvernig við spilum. Nú er bara áfram gakk og sjáum til hvað gerist," sagði Hörður Axel. „Ítalarnir bjuggumst kannski ekki við hörkuleik en ég held að við séum að vinna okkur inn virðingu frá öllum hérna," sagði Hörður. Næsti leikur er ekki fyrr en á móti Serbíu á þriðjudaginn. „Frídagurinn á morgun er kærkominn og gott að fá einn dag til að hlaða batteríin og hreinsa hugann eftir erfitt tap," sagði Hörður Axel en stuðningurinn frá stúkunni var frábær í kvöld. „Það er frábært að sjá okkar fólk í stúkunni. Ég var seinastur út á gólfi til þess að reyna að taka þetta allt inn. Það er ekki á hverjum degi sem að maður upplifir svona stemningu. Þetta er alveg geggjað," sagði Hörður Axel.Tweets by @VisirEM2015 EM 2015 í Berlín Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Íslenska körfuboltalandsliðið er kannski stigalaust eftir fyrstu tvo leiki sína á Evrópumótinu í körfubolta en frammistaða íslensku strákanna hefur verið margra stiga virði. Íslenska liðið þurfti að sætta sig við sjö stiga tap á móti Ítölum í kvöld, 71-64, daginn eftir að liðið tapaði með sex stigum fyrir Þjóðverjum. Stórkostleg frammistaða íslenska körfuboltalandsliðsins á móti Ítalíu í kvöld dugði ekki til sigurs en íslenska liðið og íslensku áhorfendurnir unnu hug og hjarta allra sem á horfðu nema kannski dómaraþríeykisins sem var með NBA-stjörnur í augum í þessum leik. Ítalirnir voru með Jón Arnór Stefánsson í mjög strangri gæslu en þá losnaði um aðra sem nýttu sér það vel. Haukur Helgi Pálsson (17 stig) og Hlynur Bæringsson (14 stig) fóru þar fremstir en eins og áður voru allir leikmenn liðsins að skila öllu sínu í baráttuna og varnarleikinn. Íslenska liðið var inn í leiknum allan tímann ólíkt fyrsta leiknum á móti Þjóðverjum og komst yfir í öllum leikhlutunum. Liðið náði samt ekki að vinna neinn af leikhlutunum og slæmur kafli í lok fyrri hálfleiks, þar sem Ítalir skoruðu 10 stig í röð, var dýrkeyptur á lokamínútunum. Íslensku skytturnar voru heitar í upphafi og fimm leikmenn íslenska liðsins skoruðu þriggja stiga körfur á fyrstu fimm mínútum leiksins. Íslenska vörnin var hinsvegar ekki eins öflug í byrjun leiks og á móti Þjóðverjum í gær. Það tók Ítala sem dæmi aðeins fimm sekúndur að skora, fiska víti að auki og komast í 3-0. Ítalir nýttu sér að íslenska vörnin var ekki eins vakandi og voru komnir í 22-15 eftir aðeins sjö mínútna leik. Þá fóru hlutirnir að gerast, Hlynur Bæringsson skoraði tvær fyrstu körfur sínar á mótinu inn í teig og Haukur Helgi Pálsson minnkaði muninn í eitt stig, 22-21, úr hraðaupphlaupi. Logi Gunnarsson byrjaði síðan annan leikhlutann með flotta körfu og kom Íslandi yfir í 23-22. Átta íslensk stig í röð og allt annað að sjá vörnina sem var nú búin að skipta í EM-gírinn. Íslenska liðið hélt áfram að loka flestum leiðum fyrir ítalska liðið og Haukur Helgi Pálsson setti síðan niður þrista í tveimur sóknum í röð og kom Íslandi yfir í 35-31 en Haukur var þá kominn með ellefu stig í leiknum. Pavel Ermolinskij fór í framhaldinu á vítalínuna og skoaði sín fyrstu stig á EM. Þarna var íslenska liðið búið að skora átta stig í röð og komið sex stigum yfir, 37-31. Íslenska liðið skoraði hinsvegar ekki stig síðustu þrjár mínútur leiksins og Ítalir enduðu hálfleikinn á 10-0 spretti þar sem Alessandro Gentile fór mikinn. Ítalir voru því fjórum stigum yfir, 41-37, þegar liðin gengu til leikhlés. Danilo Gallinari skoraði ekki og spilaði bara 4 mínútur í fyrri hálfleiknum vegna villuvandræða. Hann skoraði hinsvegar fyrstu stig seinni hálfleiks. Skömmu síðar skoruðu ítalir eftir sóknarfrákast og voru því komnir átta stigum yfir, 45-37. Jón Arnór Stefánsson skoraði tvær góðar körfur í röð og kom muninum aftur niður í fjögur stig, 45-41. Jón Arnór ætlaði ekki að gefa þetta frá sér. Þristur frá Hlyni Bæringssyni minnkaði muninn síðan niður í eitt stig, 45-44 með að setja niður enn einn þristinn sinn á mótinu. Íslenska vörnin hélt nokkuð vel út þriðja leikhlutann en skotin voru ekki að rata rétta leið. Ítalir voru af þeim sökum fjórum stigum yfir fyrir lokaleikhlutann, 52-48. Ísland skoraði fjögur fyrstu stig fjórða leikhlutans og jafnaði metin í 52-52. Daniel Hackett svaraði með tveimur körfum í röð og kom ítalska liðinu yfir í 57-52. Með baráttuna að vopni héldu íslensku strákarnir áfram, þristur frá Hauki kom muninum niður í tvö stig og víti frá Hlyni þýddi að Ítalir voru bara einu stigi yfir þegar fjórar og hálf mínúta var eftir. Hörður Axel Vilhjálmsson kom Íslandi síðan yfir, 60-59 og Ítalir urðu að taka leikhlé þegar 3:22 mínútur voru eftir af leiknum. Hlynur setti niður tvö víti og Ísland var nú þremur stigum yfir, 62-59, þegar þrjár mínútur voru eftir. Marco Belinelli fékk þá þrjú ódýr víti, setti þau öll niður og jafnaði metin. Pietro Aradori skoraði og fékk víti að auki sem hann nýtti og Ítalir voru komir í 65-62. Ítalnir voru að fá víti dæmd í gríð og erg á þessum tíma. Pietro Aradori setti niður tvö og munurinn var orðinn fimm stig, 67-62, þegar 1:50 var eftir. Alessandro Gentile var erfiður í kvöld og hann kom Ítalíu í 69-62 þegar rétt rúm mínúta var eftir. Kappinn var þá kominn með 19 stig og tók heldur betur upp hanskann fyrir Danilo Gallinari sem var í miklum villuvandræðum. Ísland tók leikhlé og skipulagði síðasta áhlaupið. Sjö stiga munur og 63 sekúndur eftir af leiknum. Hlynur fékk strax tvö víti en nýtti bara annað þeirra. Íslenska liðið barðist hinsvegar áfram en Ítalirnir náðu að landa sjö stiga sigri, 71-64. Dómararnir leiksins sendu þá hvað eftir annað á vítalínuna í lokin og það vóg þungt. Íslenska liðið var meðhöndlað eins og pínulitla liðið af dómaraþríeykinu og það er miður.Atkvæðamestir í íslenska liðinu á móti Ítalíu: Haukur Helgi Pálsson 17 stig og 5 fráköst Hlynur Bæringsson 14 stig og 7 fráköst Jón Arnór Stefánsson 11 stig og 6 stoðsendingar Jakob Örn Sigurðarson 7 stig Hörður Axel Vilhjálmsson 5 stig, 3 fráköst og 3 stoðsendingar Martin Hermannsson 4 stig Logi Gunnarsson 4 stig Pavel Ermolinskij 2 stig, 4 fráköst og 3 stoðsendingarVísir/ValliHlynur Bæringsson: Stórkostleg tilfinning að fá að upplifa þetta „Þetta er gríðarlegt svekkelsi og vonbrigði," voru fyrstu viðbrögð Hlyns Bæringssonar, leikmann íslenska landsliðsins í körfubolta, eftir grátlegt tap gegn Ítalíu á EM. „Við erum þremur stigum yfir þegar þrjár mínútur eru eftir. Svo brjótum við á Belinelli og svo fengu þeir þrjú víti. Kannski urðum við aðeins of spenntir hérna í restina. Þetta er bara gífurlegt vonbrigði og svekkelsi." Hörður Axel Vilhjálmsson braut þá á Belinelli þegar hann var í þann mund að taka þriggja stiga skot og Belinelli setti öll þrjú stigin niður. Í þann mund breyttist leikurinn, en með stigunum þremur jöfnuðu Ítalar metin í 62-62. „Hann hefði tekið erfitt þriggja stiga skot og þótt hann sé einn af þeim betri í heiminum að taka þriggja stiga skot þá er hann bara 40%. Það eru meiri líkur en minni að hann klikki, en ég meina ef og hefði. Þetta eru íþróttir og svona gerist - þetta er bara ein stund í leiknum þó hún standi meira upp úr núna." „Við vorum alveg mjög góðir. Ég held að þetta sé besti landsleikur sem við höfum spilað á mínum landsliðsferli. Þessi og kannski síðari hálfleikurinn gegn Þýskalandi í gær voru gífurlega góðir leikir. „Þetta er í fyrsta skipti sem við höfum virkilega haft trú á því að vinnum stóra þjóð í körfubolta. Við höfum alltaf verið bara sáttir við að tapa með ekki of stórum mun, en núna í þessu móti höfum við haft trú á því. Þegar maður hefur svona mikla trú á því þá er þetta sárara." Íslenska fólkið í stúkunni var duglegt að láta dómara leiksins vinna fyrir kaupinu, en Hlynur segir að viti ekki hvort þeir hafi eitthvað dæmt með stóra liðinu, það er að segja Ítalíu. „Ég veit það ekki. Kannski eitthvað, ég bara veit það ekki. Ég held að það hjálpi mér ekkert ef ég bendi á það vonda hjá hinum. Ég hef trú á því að þeir hafi reynt sitt besta," sem segir að það sé gaman að sjá allt íslenska fólkð í stúkunni. „Heldur betur. Þetta eru andlit sem maður þekkir og allir sem hafa áhuga á körfubolta á Íslandi eru mættir hérna til Berlínar. Þetta er stórkostleg tilfinning að á seinni partinn af ferlinum er maður að upplifa þetta. Þetta er ekki sjálfgefið. Við þökkum fyrir þetta." Hlynur segir að það sé gaman að berjast við stóru kallana inni í teignum og hlakkar til viðureignanna við Serbíu og Spán. „Þetta er alls ekki pirrandi. Þetta er rosalega gaman og spila fyrir framan allt þetta fólk. Auðvitað er það erfitt og tekur mikla líkamlega orku. Í næstu tveimur leikjunum eru þetta allt öðruvísi týpur." „Mitt markmið er að vera alltaf með hausinn uppi eins og það gerum við allir. Það verður alveg eins á móti þeim (Spáni og Serbíu). Brekkan verður ennþá brattari þar og ég held að þeir leikir verði mjög erfiðir." „Ég held við höfum tapað fyrir Serbíu síðast með 48 stiga mun. Það var bara eins og jarðaför. Maður var byrjaður að hugsa strax í fyrsta leikhluta hvenær leikurinn væri búinn og hvenær maður kæmi upp á flugvöll. Við vonum að það verði ekki þannig núna," sagði Hlynur.Vísir/ValliCraig: Svekktir að missa þetta niður á lokakaflanum „Við náðum ekki upp því flæði sem við vildum en kannski hafði þreytan eitthvað að segja um það,“ sagði Craig Pedersen, þjálfari íslenska liðsins, eftir 71-65 tap gegn Ítalíu í dag. Þrátt fyrir tapið var Craig stoltur af strákunum. „Strákarnir lögðu sig alla í þetta í dag, við lentum nokkrum sinnum undir í leiknum en þeir náðu alltaf að koma sér aftur inn í leikinn með baráttu. Við erum búnir að spila tvo erfiða leiki á tveimur dögum og við erum ekki með sömu breidd og önnur lið.“ Íslenska liðið komst yfir skömmu fyrir lok leiksins en missti Ítalina fram úr sér á lokakafla leiksins. „Við erum svekktir að hafa misst þetta niður eftir að hafa verið yfir þegar þrjár mínútur eftir. Nokkrir leikmenn hjá þeim stigu upp og settu niður stórar körfur þegar á þess þurfti. Að mínu mati unnu þeir þetta frekar en að við höfum klúðrað þessu.“ Craig var stoltur af baráttuanda strákanna. „Ég átti ekki von á því að vera svona svekktur eftir naumt tap gegn jafn sterkri þjóð og Ítalíu. Við vorum ekki að reyna að halda í við þá í dag, við vorum betri á löngum köflum,“ sagði Craig sem minnti að lokum hver mótherjinn var. „Við töluðum um það fyrir leik að það væri áhugavert að skoða laun leikmannana, jafnvel þótt við tækjum inn í það matvöruverslunina hjá strákunum. Það eru menn þarna að fá 20 milljónir dollara en í okkar liði sem taka ekki laun. Það sýnir hvað hjartað getur komið manni langt.“Vísir/ValliHaukur Helgi: Maður veit aldrei hver er í stúkunni „Þetta hefði getað dottið báðu megin. Mér fannst það það vera nokkuð "play" varnarmegin sem voru vafasöm. Einhver skot hefðu getað dottið niður, eitt til tvö, og þetta hefði orðið okkur leikur," sagði Haukur Helgi við Vísi í leikslok. „Það er rosalega stórt, en svona er þetta. Hann er það rosalega góður leikmaður að hann er ekkert að fara klikka á þessum vítum. Það má segja að þetta hafi verið nokkur "play" hér og þar." „Ég sagði að við myndum verða úthvíldir og núna fáum við einn dag í viðbót. Adrenalínið er bara í gangi og strax þegar áhorfendurnir eru byrjaðir að hvetja mann í upphitun. Það er ekki hægt að lýsa því hvað gerist. Þetta er ekki orka - þetta er eitthvað allt annað." Haukur segir að stuðningurinn við liðið sé algjörlega magnaður og stuðningsmenn annara liða hafi stoppað hann á förnum vegi. „Það var verið að stoppa mig núna og það var sagt við mig að við værum með "the most impressive fans at Eurobasket"." Hann ákvað að semja ekki við neitt lið fyrir mótið og nýtið mótið sem glugga. Hann hefur spilað afar vel í fyrstu leikjunum og er hann ánægður með sína spilamennsku. „Ég er að finna þjölina og það er bara skemmtilegt í svona leikjum. Vonandi kemur eitthvað mjög gott úr þessu, það er aldrei að vita. Maður veit aldrei hver er í stúkunni og ég er ekkert að pæla í því. Maður reynir bara að spila og vinna þessa leiki." „Það er ekki langt síðan að við vorum sáttir að tapa með sem minnstum mun, en við erum það góðir núna. Það er ástæðan fyrir því að við erum á þessu móti. Við erum búnir að sýna það núna tvo leiki í röð og báðir þessir leikir hefðu getað dottið okkar megin. Við eigum leik inni til að vinna. Það er bara þannig." „Það eru allir mjög góðir vinir hérna. Þótt að landsliðið sé ekki í gangi þá tölum við saman og það er bara frábært. Það er ástæðan fyrir því að við stöndum okkur svona vel. Þegar einhver er niðri þá eru ellefu aðrir til í að bakka hann upp," sagði Haukur Helgi í samtali við Vísi í leikslok.Hörður Axel: Dómararnir með stjörnur í augum Hörður Axel Vilhjálmsson var allt annað en sáttur með frammistöðu dómaranna eftir tapið á móti Ítölum í kvöld og það er vel hægt að taka undir þá skoðun hans að dómararnir hafi verið með NBA-stjörnur í augum. „Við erum bara drullufúlir að hafa ekki unnið þennan leik. Mér fannst halla rosalega á okkur. Þegar við keyrum að körfunni þá aldrei dæmt neitt og svo voru þeir að taka stökkskot út um allt og fá villur og víti fyrir það. Dómararnir voru bara með stjörnur í augum að horfa á einhverja NBA-karla spila við okkur og kannski höfðu þeir bara ekki trú á því að við gætum staðið eitthvað í þeim," sagði Hörður Axel. „Það er náttúrulega alltaf hægt að benda á eitthvað og svo er þetta bara strax eftir leik og ég er mjög pirraður. Mér fannst þetta samt," sagði Hörður Axel og það er hugur í honum og öðrum í íslenska liðinu. „Við erum komnir hingað til að vinna leik og við ætlum okkur að gera það. Það gerðist ekki í dag en við höfum fulla trú á því að við getum unnið leik hérna," sagði Hörður Axel. Íslenska vörnin var ekki nógu góð í byrjun en svo komu strákarnir sér aftur í rétta varnargírinn. „Við erum hörku spilarar og vitum alveg hvað við erum að gera. Þetta er ekki fyrsti leikurinn sem við spilum. Við aðlögum okkur að leik mótherjanna og það er meira um að liðin þurfi að aðlaga sig að okkur útaf því hvernig við spilum. Nú er bara áfram gakk og sjáum til hvað gerist," sagði Hörður Axel. „Ítalarnir bjuggumst kannski ekki við hörkuleik en ég held að við séum að vinna okkur inn virðingu frá öllum hérna," sagði Hörður. Næsti leikur er ekki fyrr en á móti Serbíu á þriðjudaginn. „Frídagurinn á morgun er kærkominn og gott að fá einn dag til að hlaða batteríin og hreinsa hugann eftir erfitt tap," sagði Hörður Axel en stuðningurinn frá stúkunni var frábær í kvöld. „Það er frábært að sjá okkar fólk í stúkunni. Ég var seinastur út á gólfi til þess að reyna að taka þetta allt inn. Það er ekki á hverjum degi sem að maður upplifir svona stemningu. Þetta er alveg geggjað," sagði Hörður Axel.Tweets by @VisirEM2015
EM 2015 í Berlín Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum