Hillary Clinton segist óska þess að hún hefði notað opinberan tölvupóstþjón en ekki hennar einkaþjón þegar hún var utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Mikið hefur gustað um póstmál Hillary á síðustu vikum en hún hefur gert stóran hluta tölvupóstanna opinbera.
Málið hefur haft mikið áhrif á framboð hennar en hún býður sig fram til þess að verða frambjóðandi Demókrata í næstu forsetakosningum Bandaríkjanna.
Málið komst í fjölmiðla í mars en þrátt fyrir að það brjóti ekki lög að nota einkapóstþjón er það er ekki í samræmi við verklag ríkisstjórnar Bandaríkjanna. Það er talið hafa gefið Clinton of mikið vald yfir hvað væri opinbert og hverju ætti að leyna.
55 þúsund blaðsíðum af tölvupósti Clinton hefur verið skilað til heimavarnarráðuneytis Bandaríkjanna og farið hefur verið yfir hluta þeirra og sá hluti gerður opinber.
En hún skilaði ekki netþjóninum í heild sinni fyrr en í síðasta mánuði mörgum mánuðum eftir að málið kom upp.
Clinton segist aldrei hafa sent frá sér leynilegar upplýsingar viljandi.
Nú segist hún sjá mikið eftir þessu og biðst afsökunar á hversu ruglandi þetta mál hefur verið. Hún segist ekki hafa leitt hugann að því hversu illa það liti út fyrir hana að nota sinn einkapóstþjón.
Fleiri og fleiri kjósendur telja að Clinton sé ekki treystandi en þetta kemur fram í skoðanakönnunum.
Clinton sér eftir að hafa notað einkatölvupóst

Tengdar fréttir

Sanders siglir fram úr Clinton
Slagur forsetaframbjóðandaefna demókrata verður æ meira spennandi.

Ung stelpa spurði Clinton hvort kvenkyns forsetar fengju sömu laun og karlar
"Forseti er eitt af þeim störfum sem þú verður að borga jafnt fyrir,“ svaraði Hillary.

Sjö þúsund blaðsíður tölvuskeyta birtar
Nýjasti skammturinn af tölvupóstum Hillary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, var birtur í gær á vefsíðu bandaríska utanríkisráðuneytisins.

Snowden segir fráleitt að gögnin á tölvupóstþjóni Clinton hafi verið örugg
Segir að óbreyttur starfsmaður hefði verið saksóttur fyrir að meðhöndla upplýsingar með sama hætti.