Einstakur afmælisdagur fyrir Loga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. september 2015 06:00 Logi á flugi með íslenska landsliðinu á sínum tíma. Vísir/Stefán Íslenska körfuboltalandsliðið endurskrifa sögu sína í dag þegar liðið mætir Þjóðverjum í opnunarleik Eurobasket 2015. Þjóðverjar eru á heimavelli og möguleika að spila sína síðustu leiki með hin 37 ára gamla Dirk Nowitzki innanborðs. Margir leikmenn íslenska liðsins hafa verið lengi í baráttunni og eru nú að fara upplifa eitthvað sem suma dreymdi bara í viltustu draumum. Einn af þeim er Logi Gunnarsson, leika- og stigahæsti leikmaður íslenska hópsins. "Ég er búinn að bíða eftir þessu lengi og nú er bara að koma að þessu. Aðalmálið er að fara inn í leikinn óhræddir og njóta þess að vera á þessu sviði. Þetta er eitthvað sem maður fær að prófa einu sinni á ævinni og sumir fá það aldrei," segir Logi.Okkar aðalsmerki að spila hraðan bolta Logi vill sjá hraðan leik hjá íslenska liðinu. "Við spilum oftast okkar leik þegar við erum afslappaðir. Það er okkar aðalmerki að spila hraðann boltan og skjóta vel," segir Logi. Þýska liðið er öflugt og tveir þekktustu leikmenn liðsins eru að spila stórhlutverk í NBA-deildinni. "Við vitum um þessar stóru stjörnur þeirra eins og Dirk Nowitzki hjá Dallas og Dennis Schröder hjá Atlanta Hawks. Þeir eru þeir leikmenn sem þeir nota mest og eru aðalsóknarvopnin þeirra. Leikstjórnandinn Schröder er mjög fljótur og er framar flestum á Eurobasket þegar kemur að hraða og krafti. Við verðum að vera vakandi yfir honum og vitum líka að hann er mjög góður að stela boltum til dæmis," segir Logi. Höfum trú á að við getum komið þeim á óvart Íslenska liðið er ekki aðeins að fara mæta sterku þýsku liði heldur einnig fullri höll. "Það er uppselt á leikinn og það er mikil stemning í Berlín og í Þýskalandi að þeir fái riðilinn hérna heim til sín. Þetta er líka opnunarleikurinn. Þetta verður bara rosalega gaman en það er auðvitað erfitt að mæta stóru og sterku liði á heimavelli. Ég förum inn í þennan leik með trúna á það að geta gert eitthvað og komið þeim á óvart," segir Logi. Hann þekkir tvo leikmenn þýska liðsins mjög vel síðan að Logi var að spila með þýska liðinu Giessen 64ers. "Tveir af lykilmönnunum þeirra eru fyrrverandi liðsfélagar mínir úr þýsku úrvalsdeildinni síðan fyrir tíu árum síðan. Ég hef haldið góðu sambandi við þá og þeir eru mjög góðir vinir mínir. Það verður mjög sérstakt fyrir mig að mæta þeim á vellinum á morgun," segir Logi. Þetta eru Heiko Schaffartzik sem er einn af aðalleikstjórnendum liðsins og Anton Gavel sem er orðinn þýskur landsliðsmaður eftir að hafa spilað áður með slóvakíska landsliðinu. "Þeir eru aðalbakverðir liðsins ásamt Schröder. Þetta eru mjög góðir leikmenn," segir Logi.Eftirminnilegasti afmælisdagurinn Það verður einnig eftirminnilegt fyrir þennan einbeitta og kappsama Njarðvíkning að fá að spila þenann sögulega leik á sínum degi. "Maður er að verða 34 ára á morgun og þetta stór dagur. Ég sá strax dagsetninguna þegar leikjaplanið var gefið út og við vorum að fara að spila við Þjóðverja í opnunarleiknum á afmælisdaginn. Það gerir þetta ennþá skemmtilegra og ég á bara eftir að njóta því ennþá meira að fá að spila svona leik á afmælisdeginum," segir Logi en hvað með að fá gjöf? "Ég held að þetta hljóti að vera eftirminnilegasti afmælisdagurinn, sérstaklega ef að við völdum einhverjum usla og stelum sigri. Eigum við ekki að segja það að ég fái sigur í afmælisgjöf," sagði Logi brosandi að lokum. EM 2015 í Berlín Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Sjá meira
Íslenska körfuboltalandsliðið endurskrifa sögu sína í dag þegar liðið mætir Þjóðverjum í opnunarleik Eurobasket 2015. Þjóðverjar eru á heimavelli og möguleika að spila sína síðustu leiki með hin 37 ára gamla Dirk Nowitzki innanborðs. Margir leikmenn íslenska liðsins hafa verið lengi í baráttunni og eru nú að fara upplifa eitthvað sem suma dreymdi bara í viltustu draumum. Einn af þeim er Logi Gunnarsson, leika- og stigahæsti leikmaður íslenska hópsins. "Ég er búinn að bíða eftir þessu lengi og nú er bara að koma að þessu. Aðalmálið er að fara inn í leikinn óhræddir og njóta þess að vera á þessu sviði. Þetta er eitthvað sem maður fær að prófa einu sinni á ævinni og sumir fá það aldrei," segir Logi.Okkar aðalsmerki að spila hraðan bolta Logi vill sjá hraðan leik hjá íslenska liðinu. "Við spilum oftast okkar leik þegar við erum afslappaðir. Það er okkar aðalmerki að spila hraðann boltan og skjóta vel," segir Logi. Þýska liðið er öflugt og tveir þekktustu leikmenn liðsins eru að spila stórhlutverk í NBA-deildinni. "Við vitum um þessar stóru stjörnur þeirra eins og Dirk Nowitzki hjá Dallas og Dennis Schröder hjá Atlanta Hawks. Þeir eru þeir leikmenn sem þeir nota mest og eru aðalsóknarvopnin þeirra. Leikstjórnandinn Schröder er mjög fljótur og er framar flestum á Eurobasket þegar kemur að hraða og krafti. Við verðum að vera vakandi yfir honum og vitum líka að hann er mjög góður að stela boltum til dæmis," segir Logi. Höfum trú á að við getum komið þeim á óvart Íslenska liðið er ekki aðeins að fara mæta sterku þýsku liði heldur einnig fullri höll. "Það er uppselt á leikinn og það er mikil stemning í Berlín og í Þýskalandi að þeir fái riðilinn hérna heim til sín. Þetta er líka opnunarleikurinn. Þetta verður bara rosalega gaman en það er auðvitað erfitt að mæta stóru og sterku liði á heimavelli. Ég förum inn í þennan leik með trúna á það að geta gert eitthvað og komið þeim á óvart," segir Logi. Hann þekkir tvo leikmenn þýska liðsins mjög vel síðan að Logi var að spila með þýska liðinu Giessen 64ers. "Tveir af lykilmönnunum þeirra eru fyrrverandi liðsfélagar mínir úr þýsku úrvalsdeildinni síðan fyrir tíu árum síðan. Ég hef haldið góðu sambandi við þá og þeir eru mjög góðir vinir mínir. Það verður mjög sérstakt fyrir mig að mæta þeim á vellinum á morgun," segir Logi. Þetta eru Heiko Schaffartzik sem er einn af aðalleikstjórnendum liðsins og Anton Gavel sem er orðinn þýskur landsliðsmaður eftir að hafa spilað áður með slóvakíska landsliðinu. "Þeir eru aðalbakverðir liðsins ásamt Schröder. Þetta eru mjög góðir leikmenn," segir Logi.Eftirminnilegasti afmælisdagurinn Það verður einnig eftirminnilegt fyrir þennan einbeitta og kappsama Njarðvíkning að fá að spila þenann sögulega leik á sínum degi. "Maður er að verða 34 ára á morgun og þetta stór dagur. Ég sá strax dagsetninguna þegar leikjaplanið var gefið út og við vorum að fara að spila við Þjóðverja í opnunarleiknum á afmælisdaginn. Það gerir þetta ennþá skemmtilegra og ég á bara eftir að njóta því ennþá meira að fá að spila svona leik á afmælisdeginum," segir Logi en hvað með að fá gjöf? "Ég held að þetta hljóti að vera eftirminnilegasti afmælisdagurinn, sérstaklega ef að við völdum einhverjum usla og stelum sigri. Eigum við ekki að segja það að ég fái sigur í afmælisgjöf," sagði Logi brosandi að lokum.
EM 2015 í Berlín Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Sjá meira