Ætla að ganga til Austurríkis Guðsteinn Bjarnason skrifar 5. september 2015 07:00 Hundruð manna héldu af stað frá aðalbrautarstarstöðinni í Búdapest í gær og eru þarna að fara yfir Elísabetarbrúna. Nordicphotos/AFP Bresk stjórnvöld hafa nú brugðist við flóttamannastraumnum frá Sýrlandi með því að bjóða þúsundum flóttamanna til landsins, til viðbótar þeim sem þegar hafa fengið vilyrði, og ætla að verja 100 milljónum punda til viðbótar í mannúðaraðstoð til flóttafólks í Sýrlandi, Tyrklandi, Jórdaníu og Líbanon. Nærri 400 þúsund Bretar höfðu í gær skrifað undir áskorun til Davids Cameron forsætisráðherra á netinu um að taka við fleiri flóttamönnum. Í gær héldu hundruð flóttamanna af stað frá Búdapest fótgangandi og sögðust ætla að fara alla leið til Austurríkis, en það er 200 kílómetra löng ganga. Ungversk stjórnvöld hafa ekki viljað leyfa fólkinu að halda áfram með lest til Þýskaland, jafnvel þótt fólkið sé með fullgilda farmiða. Forsætisráðherrar Ungverjalands, Tékklands, Slóvakíu og Póllands hafa hafnað öllum hugmyndum um að komið verði á fót kvótakerfi fyrir flóttafólk, þannig að öll aðildarríki Evrópusambandsins takið við ákveðnum fjölda fólks í samræmi við fólksfjölda og efnahagsstöðu landanna. „Nú er stund sannleikans runnin upp í Evrópu,” sagði Antonio Guterres, flóttamannafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, í harðorðri yfirlýsingu í gær. Hann gagnrýnir þar aðgerðaleysi og ráðleysi Evrópusambandsins og aðildarríkja þess. „Evrópa getur ekki haldið áfram að bregðast við þessum vanda með smáskömmtum eða stigvaxandi aðkomu. Ekkert land getur gert þetta upp á eigin spýtur, og ekkert land getur skorast undan,“ segir hann. „Við megum ekki gleyma þeirri sérstöku ábyrgð sem öll ríki bera gagnvart flóttafólki, eins og kveðið er á um í alþjóðalögum.“ Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, gagnrýnir sömuleiðis mislukkaða innflytjendastefnu Evrópusambandsins í aðsendri grein, sem birtist í þýska dagblaðinu Frankfurter Allgemeine í fyrradag. Jafnframt grípur hann til varna fyrir eigin ósveigjanleika gagnvart flóttafólkinu, sem Ungverjar hafa meinað för í gegnum landið. Hann spyr hvernig sá, sem verður fyrir áhlaupi, eigi að geta bjargað nokkrum manni og segir jafnframt nauðsynlegt að verja hina kristnu Evrópu gegn íslömsku flóttafólki. „Er það ekki áhyggjuefni að kristið fólk í Evrópu eigi nú í mestu vandræðum með að halda Evrópu kristinni?“ spyr Orban. „Við höfum engan valkost, við verðum að verja landamærin okkar.“ Þessi orð vöktu hörð viðbrögð víða í Evrópu og meira að segja í ungverskum fjölmiðlum. Flóttamenn Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Sjá meira
Bresk stjórnvöld hafa nú brugðist við flóttamannastraumnum frá Sýrlandi með því að bjóða þúsundum flóttamanna til landsins, til viðbótar þeim sem þegar hafa fengið vilyrði, og ætla að verja 100 milljónum punda til viðbótar í mannúðaraðstoð til flóttafólks í Sýrlandi, Tyrklandi, Jórdaníu og Líbanon. Nærri 400 þúsund Bretar höfðu í gær skrifað undir áskorun til Davids Cameron forsætisráðherra á netinu um að taka við fleiri flóttamönnum. Í gær héldu hundruð flóttamanna af stað frá Búdapest fótgangandi og sögðust ætla að fara alla leið til Austurríkis, en það er 200 kílómetra löng ganga. Ungversk stjórnvöld hafa ekki viljað leyfa fólkinu að halda áfram með lest til Þýskaland, jafnvel þótt fólkið sé með fullgilda farmiða. Forsætisráðherrar Ungverjalands, Tékklands, Slóvakíu og Póllands hafa hafnað öllum hugmyndum um að komið verði á fót kvótakerfi fyrir flóttafólk, þannig að öll aðildarríki Evrópusambandsins takið við ákveðnum fjölda fólks í samræmi við fólksfjölda og efnahagsstöðu landanna. „Nú er stund sannleikans runnin upp í Evrópu,” sagði Antonio Guterres, flóttamannafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, í harðorðri yfirlýsingu í gær. Hann gagnrýnir þar aðgerðaleysi og ráðleysi Evrópusambandsins og aðildarríkja þess. „Evrópa getur ekki haldið áfram að bregðast við þessum vanda með smáskömmtum eða stigvaxandi aðkomu. Ekkert land getur gert þetta upp á eigin spýtur, og ekkert land getur skorast undan,“ segir hann. „Við megum ekki gleyma þeirri sérstöku ábyrgð sem öll ríki bera gagnvart flóttafólki, eins og kveðið er á um í alþjóðalögum.“ Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, gagnrýnir sömuleiðis mislukkaða innflytjendastefnu Evrópusambandsins í aðsendri grein, sem birtist í þýska dagblaðinu Frankfurter Allgemeine í fyrradag. Jafnframt grípur hann til varna fyrir eigin ósveigjanleika gagnvart flóttafólkinu, sem Ungverjar hafa meinað för í gegnum landið. Hann spyr hvernig sá, sem verður fyrir áhlaupi, eigi að geta bjargað nokkrum manni og segir jafnframt nauðsynlegt að verja hina kristnu Evrópu gegn íslömsku flóttafólki. „Er það ekki áhyggjuefni að kristið fólk í Evrópu eigi nú í mestu vandræðum með að halda Evrópu kristinni?“ spyr Orban. „Við höfum engan valkost, við verðum að verja landamærin okkar.“ Þessi orð vöktu hörð viðbrögð víða í Evrópu og meira að segja í ungverskum fjölmiðlum.
Flóttamenn Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Sjá meira