Edward Snowden segir það algjörlega fáránlegt að tölvupóstsamskipti Hillary Clinton frá þeim tíma sem hún var utanríkisráðherra Bandaríkjanna hafi verið örugg þar sem hún geymdi þau á póstþjóni á eigin heimili.
Í samtali við Al-Jazeera segir Snowden að ef óbreyttur starfsmaður í ráðuneytinu eða leyniþjónustunni sendi upplýsingar á borð við þær, sem talið er að séu á meðal þess sem fór um tölvupóstþjón Clinton, yrði sá hinn sami ekki bara rekinn heldur líklega sóttur til saka.
