Vilja bindandi kvóta fyrir flóttamenn Guðsteinn Bjarnason og Þórgnýr Einar Albertsson skrifa 4. september 2015 07:00 Flóttafólk hópast að lest á aðalbrautarstöðinni í Búdapest. Einhverjir meiddust í troðningnum. NordicPhotos/AFP Flóttafólk kepptist í gær við að komast um borð í járnbrautalestir áleiðis til Þýskalands eftir að stjórnvöld hleyptu því inn í aðalbrautarstöðina í Búdapest, þar sem þúsundir manna höfðu beðið í meira en tvo sólarhringa. Viktor Orban, forseti Ungverjalands, segir hins vegar að flóttamannavandinn sé hvorki ungverskt vandamál né samevrópskt vandamál, heldur fyrst og fremst vandamál Þjóðverja. „Enginn vill vera áfram í Ungverjalandi, né heldur í Slóvakíu, Póllandi eða Eistlandi. Allir vilja fara til Þýskalands,“ sagði hann í gær. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, hvetur Evrópuríki hins vegar til þess að taka við að minnsta kosti 100 þúsund flóttamönnum til að létta þrýstingnum af Grikklandi og Ítalíu, sem fengið hafa stærstan hluta flóttamannastraumsins til sín. Þá gerðu leiðtogar Frakklands og Þýskalands, þau Angela Merkel Þýskalandskanslari og François Hollande Frakklandsforseti, í gær með sér samkomulag um að styðja, á vettvangi Evrópusambandsins, tillögur um að aðildarríkjunum verði gert skylt að taka við ákveðnum fjölda flóttamanna. Bindandi kvóti verði lagður á. Ljóst er þó að verulegur ágreiningur er meðal aðildarríkja Evrópusambandsins um réttmæti þess að taka við flóttamönnum. Þjóðarleiðtogar í austanverðri Evrópu eru yfirleitt tregari til þess en þeir sem eru vestan megin í álfunni. Þannig reikna Þjóðverjar með því að taka við allt að 800 þúsund flóttamönnum í ár, meira en nokkurt annað Evrópuríki. Og Sigmar Gabriel, varakanslari Þýskalands, segir að þótt þetta þýði vissulega álag fyrir Þýskaland, þá muni Þjóðverjar vel ráða við það. Svo spyr Gabriel hvers vegna í ósköpunum ekki séu sendar ferjur til þess að taka við flóttamönnum og flytja þá yfir til Evrópu, í staðinn fyrir að láta þá taka áhættuna á því að fara ólöglega með yfirfullum flóttamannaskipum yfir Miðjarðarhafið. „Hvers vegna geta sýrlenskar flóttamannafjölskyldur ekki komið til Evrópu með ferju?“ spurði Gabriel í gær á ráðstefnu þýska sósíaldemókrataflokksins, þar sem fjallað var um innflytjendamál. Þá fór Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, mikinn í viðtali við CNN í gær. „Í fullri hreinskilni er mín skoðun að þetta vandamál sé á ábyrgð vestrænna þjóða,“ sagði forsetinn. „Evrópa þarf að koma af stað samræmdu verkefni þar sem flóttamönnum er gefið það tækifæri að bjarga lífi sínu. Evrópuþjóðir, sem skilgreindu viðmiðin fyrir mannréttindi og frelsi, snúa nú baki við þeim gildum. Þær hafa breytt svæðinu umhverfis Miðjarðarhaf, vöggu fornra menningarþjóða, í grafreit flóttamanna og eru hlutaðeigandi í þeim glæp sem á sér stað í hvert skipti sem flóttamaður lætur lífið,“ sagði Erdogan. Flóttamenn Grikkland Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Flóttafólk kepptist í gær við að komast um borð í járnbrautalestir áleiðis til Þýskalands eftir að stjórnvöld hleyptu því inn í aðalbrautarstöðina í Búdapest, þar sem þúsundir manna höfðu beðið í meira en tvo sólarhringa. Viktor Orban, forseti Ungverjalands, segir hins vegar að flóttamannavandinn sé hvorki ungverskt vandamál né samevrópskt vandamál, heldur fyrst og fremst vandamál Þjóðverja. „Enginn vill vera áfram í Ungverjalandi, né heldur í Slóvakíu, Póllandi eða Eistlandi. Allir vilja fara til Þýskalands,“ sagði hann í gær. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, hvetur Evrópuríki hins vegar til þess að taka við að minnsta kosti 100 þúsund flóttamönnum til að létta þrýstingnum af Grikklandi og Ítalíu, sem fengið hafa stærstan hluta flóttamannastraumsins til sín. Þá gerðu leiðtogar Frakklands og Þýskalands, þau Angela Merkel Þýskalandskanslari og François Hollande Frakklandsforseti, í gær með sér samkomulag um að styðja, á vettvangi Evrópusambandsins, tillögur um að aðildarríkjunum verði gert skylt að taka við ákveðnum fjölda flóttamanna. Bindandi kvóti verði lagður á. Ljóst er þó að verulegur ágreiningur er meðal aðildarríkja Evrópusambandsins um réttmæti þess að taka við flóttamönnum. Þjóðarleiðtogar í austanverðri Evrópu eru yfirleitt tregari til þess en þeir sem eru vestan megin í álfunni. Þannig reikna Þjóðverjar með því að taka við allt að 800 þúsund flóttamönnum í ár, meira en nokkurt annað Evrópuríki. Og Sigmar Gabriel, varakanslari Þýskalands, segir að þótt þetta þýði vissulega álag fyrir Þýskaland, þá muni Þjóðverjar vel ráða við það. Svo spyr Gabriel hvers vegna í ósköpunum ekki séu sendar ferjur til þess að taka við flóttamönnum og flytja þá yfir til Evrópu, í staðinn fyrir að láta þá taka áhættuna á því að fara ólöglega með yfirfullum flóttamannaskipum yfir Miðjarðarhafið. „Hvers vegna geta sýrlenskar flóttamannafjölskyldur ekki komið til Evrópu með ferju?“ spurði Gabriel í gær á ráðstefnu þýska sósíaldemókrataflokksins, þar sem fjallað var um innflytjendamál. Þá fór Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, mikinn í viðtali við CNN í gær. „Í fullri hreinskilni er mín skoðun að þetta vandamál sé á ábyrgð vestrænna þjóða,“ sagði forsetinn. „Evrópa þarf að koma af stað samræmdu verkefni þar sem flóttamönnum er gefið það tækifæri að bjarga lífi sínu. Evrópuþjóðir, sem skilgreindu viðmiðin fyrir mannréttindi og frelsi, snúa nú baki við þeim gildum. Þær hafa breytt svæðinu umhverfis Miðjarðarhaf, vöggu fornra menningarþjóða, í grafreit flóttamanna og eru hlutaðeigandi í þeim glæp sem á sér stað í hvert skipti sem flóttamaður lætur lífið,“ sagði Erdogan.
Flóttamenn Grikkland Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira