Leikstjóri myndarinnar er Björn Brynjúlfur Björnsson en Elísabet Ronaldsdóttir sér um klippingu. Myndin heita Jóhanna – Síðasta orrustan. Leikstjórinn fylgdi Jóhönnu eftir á meðan hún var forsætisráðherra í ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna á árunum eftir hrun.
Jóhanna hætti í stjórnmálum þegar sú stjórn fór frá völdum árið 2013 en þá hafði hún setið á þingi frá árinu 1978 fyrir Alþýðuflokk, Þjóðvaka og svo Samfylkinguna.
Stikluna fyrir myndina má sjá hér að neðan en myndin verður frumsýnd í Bíó Paradís þann 15. október.