Aukning í bílasölu 70% í ágúst Finnur Thorlacius skrifar 3. september 2015 09:50 Bílaumferð í Reykjavík. Sala á nýjum fólksbílum frá 1. til 31. ágúst jókst um 69,8% en nýskráðir fólksbílar á þessu tímabili voru 842 bílar á móti 496 í sama mánuði 2014 eða aukning um 346 bíla. 41,7% aukning er í nýskráningum frá 1. janúar til og með 31. ágúst miðað við sama tímabil á fyrra ári en samtals hafa verið nýskráðir 11.533 fólksbílar það sem af er ári. Áframhaldandi aukning er í nýskráningum fólksbíla og er aukningin nú aðallega til einstaklinga og fyrirtækja en búið er að afgreiða megnið af bílaleigubílum sem afgreiddir verða á árinu. Um jákvæða þróun er að ræða með tilliti til öryggissjónarmiða og mengunar þar sem Ísland er enn í efstu sætum í Evrópu hvað varðar meðalaldur fólksbíla segir í frétt frá Bílgreinasambandinu. Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent
Sala á nýjum fólksbílum frá 1. til 31. ágúst jókst um 69,8% en nýskráðir fólksbílar á þessu tímabili voru 842 bílar á móti 496 í sama mánuði 2014 eða aukning um 346 bíla. 41,7% aukning er í nýskráningum frá 1. janúar til og með 31. ágúst miðað við sama tímabil á fyrra ári en samtals hafa verið nýskráðir 11.533 fólksbílar það sem af er ári. Áframhaldandi aukning er í nýskráningum fólksbíla og er aukningin nú aðallega til einstaklinga og fyrirtækja en búið er að afgreiða megnið af bílaleigubílum sem afgreiddir verða á árinu. Um jákvæða þróun er að ræða með tilliti til öryggissjónarmiða og mengunar þar sem Ísland er enn í efstu sætum í Evrópu hvað varðar meðalaldur fólksbíla segir í frétt frá Bílgreinasambandinu.
Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent