Gengur auðmjúk inn í nýjar aðstæður 3. september 2015 10:00 Guðrún Högnadóttir ráðgjafi og einn eigenda alþjóðlega ráðgjafafyrirtækisins FranklinCovey á Norðurlöndunum. MYND/GVA Fjöldi íslenskra ráðgjafa hefur starfað víða um heim undanfarin ár við ýmiss konar rekstrarráðgjöf til fyrirtækja, stofnana og sveitarfélaga. Verkefnin eru af öllum stærðum og gerðum og jafnvel í nokkrum heimsálfum á hverju ári. Guðrún Högnadóttir er einn sex eigenda alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækisins FranklinCovey á Norðurlöndunum og hefur sem slíkur starfað víða um heim undanfarin við skemmtileg, krefjandi og fjölbreytt verkefni. Fyrr í ágústmánuði var hún t.d. stödd í Namibíu við leiðtogaþjálfun með stjórnendateymi tryggingafyrirtækisins Old Mutual. „Ég var beðin um að leiða vinnustofur fyrir Old Mutual í Windhoek í Namibíu en um 62.000 manns starfa hjá þessu rótgróna félagi sem var stofnað árið 1845 og er með starfsemi í Evrópu, Afríku og Asíu.“ Valdir voru 25 æðstu stjórnendur félagsins í Suður-Afríku og Namibíu til að sækja vinnuferli sem kallast „Great Leaders, Great Teams, Great Results“ og teygist yfir sex mánaða tímabil með þriggja daga vinnustofu, frammistöðumati, markþjálfun og stuðningi. „Þetta var einstaklega skemmtilegt en krefjandi verkefni. Um leið er merkilegt að upplifa hversu framarlega Namibíubúar eru í öllum infrastrúktúr, upplýsingatækni, menntun og viðskiptum.“ Í heimsókn sinni vann Guðrún einnig að verkefni fyrir Deloitte og tækniháskólann í Namibíu auk þess að funda með nokkrum opinberum stofnunum. Þótt Ísland og Namibía eigi fátt sameiginlegt við fyrstu sýn eru verkefni Guðrúnar í þessum tveimur löndum ekki svo ólík og fólkið furðu líkt að hennar sögn. „Áskoranir við erlend verkefni eru svipuð og við innlend, bara í öðru stærðarsamhengi og menningarmun. Stórfyrirtæki Íslendinga eru oft á við litlar deildir í alþjóðlegu samhengi en frammistaða og kraftur okkar fólks er síst minni! Mikilvægast er að greina strax þarfir viðskiptavinarins og skilja stefnu og sókn félagsins. Afgerandi er að ganga auðmjúk inn í nýjar aðstæður og hlusta, læra og virða.“Svipuð verkefni Það kom henni einnig á óvart hversu líkir Íslendingar og Namibíumenn eru. „Fyrirtæki eru jú bara fólk þegar upp er staðið og mannlegt eðli er ekki svo margbreytilegt þegar öllu er á botninn hvolft. Stjórnendahóparnir sem ég vinn með erlendis eru oftast að fást við mjög svipaðar aðstæður og íslenskir stjórnendur; mikla ábyrgð, mörg krefjandi viðfangsefni, skort á forgangsröðun, óskýrar væntingar, takmörkuð aðföng o.s.frv. Ég myndi frekar vilja horfa á hvert fyrirtæki út frá karakter og getu þess, frekar en að flokka þau eftir landafræði.“ Aðspurð hvort íslenskir ráðgjafar séu á einhvern hátt ólíkir þeim erlendu segir hún Íslendinga vera oft hörkuduglega og klára en þeir einangrast stundum í verkefnum sínum. „Hin klassísku íslensku einkenni snerpu og þrautseigju lýsa vel hópnum en erlendir kollegar eru stundum með meiri víðsýni og dýpri þekkingu á sínu sérsviði vegna margra líkra verkefna.“ Varðandi framtíðarhorfur íslenskra ráðgjafa erlendis segir hún þær vera nokkuð góðar. „Fjöldi íslenskra ráðgjafa hefur meðal annars starfað erlendis vegna sérþekkingar sinnar í sjávarútvegi og í orkugeiranum. Ég tel þekkingu og reynslu íslenskra ráðgjafa geta nýst á flestum sviðum, ekki síst á sviðum hönnunar, hugbúnaðar og heilbrigðismála. Þar sem saman fer þekking, þrautseigja og öflugt netverk eru íslenskum ráðgjöfum allir vegir færir.“ Namibía Mest lesið „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
Fjöldi íslenskra ráðgjafa hefur starfað víða um heim undanfarin ár við ýmiss konar rekstrarráðgjöf til fyrirtækja, stofnana og sveitarfélaga. Verkefnin eru af öllum stærðum og gerðum og jafnvel í nokkrum heimsálfum á hverju ári. Guðrún Högnadóttir er einn sex eigenda alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækisins FranklinCovey á Norðurlöndunum og hefur sem slíkur starfað víða um heim undanfarin við skemmtileg, krefjandi og fjölbreytt verkefni. Fyrr í ágústmánuði var hún t.d. stödd í Namibíu við leiðtogaþjálfun með stjórnendateymi tryggingafyrirtækisins Old Mutual. „Ég var beðin um að leiða vinnustofur fyrir Old Mutual í Windhoek í Namibíu en um 62.000 manns starfa hjá þessu rótgróna félagi sem var stofnað árið 1845 og er með starfsemi í Evrópu, Afríku og Asíu.“ Valdir voru 25 æðstu stjórnendur félagsins í Suður-Afríku og Namibíu til að sækja vinnuferli sem kallast „Great Leaders, Great Teams, Great Results“ og teygist yfir sex mánaða tímabil með þriggja daga vinnustofu, frammistöðumati, markþjálfun og stuðningi. „Þetta var einstaklega skemmtilegt en krefjandi verkefni. Um leið er merkilegt að upplifa hversu framarlega Namibíubúar eru í öllum infrastrúktúr, upplýsingatækni, menntun og viðskiptum.“ Í heimsókn sinni vann Guðrún einnig að verkefni fyrir Deloitte og tækniháskólann í Namibíu auk þess að funda með nokkrum opinberum stofnunum. Þótt Ísland og Namibía eigi fátt sameiginlegt við fyrstu sýn eru verkefni Guðrúnar í þessum tveimur löndum ekki svo ólík og fólkið furðu líkt að hennar sögn. „Áskoranir við erlend verkefni eru svipuð og við innlend, bara í öðru stærðarsamhengi og menningarmun. Stórfyrirtæki Íslendinga eru oft á við litlar deildir í alþjóðlegu samhengi en frammistaða og kraftur okkar fólks er síst minni! Mikilvægast er að greina strax þarfir viðskiptavinarins og skilja stefnu og sókn félagsins. Afgerandi er að ganga auðmjúk inn í nýjar aðstæður og hlusta, læra og virða.“Svipuð verkefni Það kom henni einnig á óvart hversu líkir Íslendingar og Namibíumenn eru. „Fyrirtæki eru jú bara fólk þegar upp er staðið og mannlegt eðli er ekki svo margbreytilegt þegar öllu er á botninn hvolft. Stjórnendahóparnir sem ég vinn með erlendis eru oftast að fást við mjög svipaðar aðstæður og íslenskir stjórnendur; mikla ábyrgð, mörg krefjandi viðfangsefni, skort á forgangsröðun, óskýrar væntingar, takmörkuð aðföng o.s.frv. Ég myndi frekar vilja horfa á hvert fyrirtæki út frá karakter og getu þess, frekar en að flokka þau eftir landafræði.“ Aðspurð hvort íslenskir ráðgjafar séu á einhvern hátt ólíkir þeim erlendu segir hún Íslendinga vera oft hörkuduglega og klára en þeir einangrast stundum í verkefnum sínum. „Hin klassísku íslensku einkenni snerpu og þrautseigju lýsa vel hópnum en erlendir kollegar eru stundum með meiri víðsýni og dýpri þekkingu á sínu sérsviði vegna margra líkra verkefna.“ Varðandi framtíðarhorfur íslenskra ráðgjafa erlendis segir hún þær vera nokkuð góðar. „Fjöldi íslenskra ráðgjafa hefur meðal annars starfað erlendis vegna sérþekkingar sinnar í sjávarútvegi og í orkugeiranum. Ég tel þekkingu og reynslu íslenskra ráðgjafa geta nýst á flestum sviðum, ekki síst á sviðum hönnunar, hugbúnaðar og heilbrigðismála. Þar sem saman fer þekking, þrautseigja og öflugt netverk eru íslenskum ráðgjöfum allir vegir færir.“
Namibía Mest lesið „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira