Nýjar tölur úr laxveiðiánum Karl Lúðvíksson skrifar 3. september 2015 08:47 Nýjar vikutölur frá Landssambandi Veiðifélaga voru birtar í gær og þrátt fyrir að haustið sé mætt er veiðin víða mjög góð. Það sem hefur áhrif á veiðitölur í þessari viku er afleitt veiðiveður um helgina en víða, t.d. á vesturlandi var varla stætt vegna hvassviðris. Ytri Rangá heldur toppsætinu á listanum með 5.631 lax og sú á nóg inni en alls veiddust 722 laxar í henni í liðinni viku. Miðfjarðará stendur í dag í 4.978 löxum og þarf ekki nema 22 laxa til að rjúfa 5.000 laxa múrinn og þá er það í fyrsta skipti sem sjálfbær laxveiðiá nær þeirri tölu. Alls veiddust 533 laxar í Miðfjarðará í vikunni sem leið. Ennþá eru rétt um þrjár vikur eftir af veiðitímanum svo árnar eiga margar hverjar nokkuð inni og eins og áður segir veiðist ennþá gríðarlega vel í mörgum ánum. Núna gengur fyrsta sunnanáttin yfir landið með úrhelli á vesturlandi sem á eftir að hleypa miklu lífi í árnar þar sem hafa ekki fengið mikla rigningu í sumar. Það styttist jafnframt í fyrstu lokatölur og eins og listinn sem Þorsteinn frá Skálpastöðum tekur saman ber með sér er þetta sumar þegar orðið eitt af þeim bestu í flestum ánum. Listann í heild sinni má finna hér. Mest lesið Fluguhnýtingarkeppni í tilefni 75 ára afmælis Veiðimannsins Veiði Laxinn mættur í Stóru Laxá Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Nýtt tölublað af Sportveiðiblaðinu komið út Veiði 16 laxar komnir úr Elliðaánum Veiði Fín veðurspá fyrir vatnaveiðina um helgina Veiði Zeldan er einföld en gjöful fluga Veiði Vann kappræður um seiðasleppingar og ræktun laxveiðiáa Veiði Boltar í hamslausu Tungufljóti Veiði Skemmtilegur tími framundan í Varmá Veiði
Nýjar vikutölur frá Landssambandi Veiðifélaga voru birtar í gær og þrátt fyrir að haustið sé mætt er veiðin víða mjög góð. Það sem hefur áhrif á veiðitölur í þessari viku er afleitt veiðiveður um helgina en víða, t.d. á vesturlandi var varla stætt vegna hvassviðris. Ytri Rangá heldur toppsætinu á listanum með 5.631 lax og sú á nóg inni en alls veiddust 722 laxar í henni í liðinni viku. Miðfjarðará stendur í dag í 4.978 löxum og þarf ekki nema 22 laxa til að rjúfa 5.000 laxa múrinn og þá er það í fyrsta skipti sem sjálfbær laxveiðiá nær þeirri tölu. Alls veiddust 533 laxar í Miðfjarðará í vikunni sem leið. Ennþá eru rétt um þrjár vikur eftir af veiðitímanum svo árnar eiga margar hverjar nokkuð inni og eins og áður segir veiðist ennþá gríðarlega vel í mörgum ánum. Núna gengur fyrsta sunnanáttin yfir landið með úrhelli á vesturlandi sem á eftir að hleypa miklu lífi í árnar þar sem hafa ekki fengið mikla rigningu í sumar. Það styttist jafnframt í fyrstu lokatölur og eins og listinn sem Þorsteinn frá Skálpastöðum tekur saman ber með sér er þetta sumar þegar orðið eitt af þeim bestu í flestum ánum. Listann í heild sinni má finna hér.
Mest lesið Fluguhnýtingarkeppni í tilefni 75 ára afmælis Veiðimannsins Veiði Laxinn mættur í Stóru Laxá Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Nýtt tölublað af Sportveiðiblaðinu komið út Veiði 16 laxar komnir úr Elliðaánum Veiði Fín veðurspá fyrir vatnaveiðina um helgina Veiði Zeldan er einföld en gjöful fluga Veiði Vann kappræður um seiðasleppingar og ræktun laxveiðiáa Veiði Boltar í hamslausu Tungufljóti Veiði Skemmtilegur tími framundan í Varmá Veiði