Bæjarins bestu í lausu lofti Jakob Bjarnar skrifar 2. september 2015 10:00 Vegna hótelbygginga á reitnum þar sem Bæjarins bestu-pylsuvagninn frægi stendur, þarf að færa hann til. Það fór um fjölmarga aðdáendur eins vinsælasta veitingastaðar bæjarins, pylsuvagnsins Bæjarins bestu, þegar Guðrún Kristmundsdóttir, forstjóri fyrirtækisins, birti mynd á Facebook-vegg sínum þar sem pylsuvagninn frægi við Tryggvagötu er í lausu loft -- bókstaflega. „Já, við vorum algerlega í lausu lofti,“ segir Guðrún í samtali við Vísi. En hún útskýrir svo að verið sé að byggja hótel á reitnum við hliðina. „Það kemur aðeins inná torgið. Og þess vegna þurftum við að flytja okkur. Fórum reyndar ekki nema nokkra metra en svo þurfum við að flytja okkur aftur þegar búið er að flytja spennustöðina sem er þarna á reitnum líka.“ Hótelframkvæmdir eru um alla borg og Bæjarins bestu fara ekki varhluta af því. En, ekki stendur þó til að flytja vagninn langt. Þegar framkvæmdum verður vagninum fundinn endanlegur staður á torginu. „En, við ætlum aðeins að hreyfa okkur fram og til baka meðan þessar framkvæmdir eru,“ segir Guðrún sem er eigandi fyrirtækisins og hefur rekið það nú í um þrjátíu ár. Bæjarins bestu rekur sex staði en sá þekktasti, við Tryggvagötuna, er elstur. „Við verðum áttatíu ára eftir tvö ár. Þá verða vonandi allar framkvæmdir búnar þarna á þessu torgi svo við getum haldið uppá það með pompi og prakt.“Guðrún vonast til þess að framkvæmdum verði lokið áður en til áttatíu ára afmælisfagnaðar pylsuvagnsins kemur, eftir tvö ár.Guðrún segir að aldrei hafi komið til greina að þau þyrftu að víkja alfarið, borgaryfirvöld hafi gert sér fulla grein fyrir því hversu vinsæll staðurinn er og mikið aðdráttarafl hann hefur fyrir ferðamenn. Guðrún segir ekki nokkur lifandi vegur að telja viðskiptavini, hún gerði þá ekki mikið annað, en þarna er að jafnaði löng röð. „Það er misjafnt hversu mikið selst og við teljum ekki pylsur í stykkjatali heldur kílóavís. Það er allur gangur á því en það er gerbreytt umhverfi í dag frá því sem var,“ segir Guðrún spurðu um hvort ferðamannasprengjan á Íslandi hafi ekki haft breytingar í för með sér fyrir hana og reksturinn. „Kannski það sem maður finnur fyrst og fremst fyrir er hversu mikill túrismi er hér á veturna.“ Þó pylsuvagninn hafi verið í lausu lofti í gærkvöldi, þá þurfa aðdáendur og sannir pylsuvinir ekki að hafa þungar áhyggjur. Staðurinn opnaði nú klukkan tíu. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Sjá meira
Það fór um fjölmarga aðdáendur eins vinsælasta veitingastaðar bæjarins, pylsuvagnsins Bæjarins bestu, þegar Guðrún Kristmundsdóttir, forstjóri fyrirtækisins, birti mynd á Facebook-vegg sínum þar sem pylsuvagninn frægi við Tryggvagötu er í lausu loft -- bókstaflega. „Já, við vorum algerlega í lausu lofti,“ segir Guðrún í samtali við Vísi. En hún útskýrir svo að verið sé að byggja hótel á reitnum við hliðina. „Það kemur aðeins inná torgið. Og þess vegna þurftum við að flytja okkur. Fórum reyndar ekki nema nokkra metra en svo þurfum við að flytja okkur aftur þegar búið er að flytja spennustöðina sem er þarna á reitnum líka.“ Hótelframkvæmdir eru um alla borg og Bæjarins bestu fara ekki varhluta af því. En, ekki stendur þó til að flytja vagninn langt. Þegar framkvæmdum verður vagninum fundinn endanlegur staður á torginu. „En, við ætlum aðeins að hreyfa okkur fram og til baka meðan þessar framkvæmdir eru,“ segir Guðrún sem er eigandi fyrirtækisins og hefur rekið það nú í um þrjátíu ár. Bæjarins bestu rekur sex staði en sá þekktasti, við Tryggvagötuna, er elstur. „Við verðum áttatíu ára eftir tvö ár. Þá verða vonandi allar framkvæmdir búnar þarna á þessu torgi svo við getum haldið uppá það með pompi og prakt.“Guðrún vonast til þess að framkvæmdum verði lokið áður en til áttatíu ára afmælisfagnaðar pylsuvagnsins kemur, eftir tvö ár.Guðrún segir að aldrei hafi komið til greina að þau þyrftu að víkja alfarið, borgaryfirvöld hafi gert sér fulla grein fyrir því hversu vinsæll staðurinn er og mikið aðdráttarafl hann hefur fyrir ferðamenn. Guðrún segir ekki nokkur lifandi vegur að telja viðskiptavini, hún gerði þá ekki mikið annað, en þarna er að jafnaði löng röð. „Það er misjafnt hversu mikið selst og við teljum ekki pylsur í stykkjatali heldur kílóavís. Það er allur gangur á því en það er gerbreytt umhverfi í dag frá því sem var,“ segir Guðrún spurðu um hvort ferðamannasprengjan á Íslandi hafi ekki haft breytingar í för með sér fyrir hana og reksturinn. „Kannski það sem maður finnur fyrst og fremst fyrir er hversu mikill túrismi er hér á veturna.“ Þó pylsuvagninn hafi verið í lausu lofti í gærkvöldi, þá þurfa aðdáendur og sannir pylsuvinir ekki að hafa þungar áhyggjur. Staðurinn opnaði nú klukkan tíu.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Sjá meira