Með gamla menn í hópnum sem lærðu að vera saman áður en Facebook varð til Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. september 2015 13:00 Arnar Guðjónsson, fyrir miðju, á æfingu íslenska landsliðsins. vísir/andri marinó Karlandsliðið í körfubolta hefur leik á EM 2015 á laugardaginn þegar liðið mætir heimamönnum í Þýskalandi, en riðill Íslands verður spilaður í Berlín. Ísland á fimm mjög erfiða leiki fyrir höndum, en auk Þýskalands eru í riðlinum Serbía, Spánn, Tyrkland og Ítalía. Íslenska liðið fékk 40 stiga skell gegn Belgíu í síðasta æfingaleikum fyrir EM og er undir það búið að lenda í öðru eins á Evrópumótinu. „Ég ætla að gefa mér það, að við vinnum ekki fimm leiki á mótinu. Við getum alveg örugglega lent í tapi eins gegn Belgum. Körfuboltinn er bara þannig að þú ert mest með boltann 24 sekúndur í einu og svo fá hinir hann,“ sagði Arnar Guðjónsson, annar tveggja aðstoðarþjálfara Íslands, í viðtali í Akraborginni í gær. „Þegar menn eru ekki að spila vel gegn góðum þjóðum er ekki boðið upp á að pakka í vörn. Þegar menn spila á móti liði eins og Spánverjum, sem eru númer tvö á heimslistanum, og Serbum, sem voru í úrslitum á HM í fyrra, er líklegt að litla Ísland verði í vandræðum.“Hörður Axel Vilhjálmsson er á EM en Brynjar Þór Björnsson rétt missti af mótinu.vísir/andri marinóErfitt andlega fyrir strákana Íslenska liðið er búið að vera mikið saman í sumar og spila á tveimur æfingamótum. Allir í liðinu eru að upplifa eitthvað nýtt með landsliðinu, en hvernig hefur það verið að vera svona mikið saman? „Samveran er búin að vera mjög skemmtileg. Þetta er samheldinn hópur. Menn eru mjög duglegir að gera eitthvað saman. Það er enginn bara í sínu horni að horfa á bíómyndir,“ sagði Arnar. „Það vill til að við erum með mikið af gömlum mönnum sem lærðu að vera saman í hóp áður en Facebook varð til og svoleiðis. Það hjálpar rosalega mikið. Menn eru mikið að spila og svo er farið út og setið á kaffihúsum.“ Aðeins tólf íslenskir körfuboltamenn fá að upplifa drauminn að spila á stórmóti en upphaflegi æfingahópurinn taldi 21 leikmann. Á lokasprettinum voru svo Brynjar Þór Björnsson, Sigurður Þorvaldsson og Sigurður Gunnar Þorsteinsson skornir frá hópnum. „Það var auðvitað mjög erfitt andlega fyrir strákana að missa góða vini sína úr hópnum. Ég veit samt að einhverjir af þeim sem voru skornir frá hópnum ætla að koma út og styðja liðið,“ sagði Arnar, en Körfuknattleikssambandið ætlar að bjóða þessum þremur síðustu sem tóku þátt í stærstum hluta undirbúningsins með til Berlínar. „Það er rosalega vel og ríkumannlega gert hjá KKÍ. Þessir strákar eru hluti ástæðunnar að við komumst hingað. Þeir eru enn hluti af þessu liði þó þeir komust ekki í síðustu tólf. Það er samt bara jákvætt fyrir íslenskan körfubolta að eiga svona góða leikmenn fyrir utan hóp,“ sagði Arnar.Ægir Þór Steinarsson og strákarnir okkar eiga erfiða leiki fyrir höndum.vísir/andri marinóEitt besta tækifærið til að vinna leik Fyrsti leikur á EM verður gegn Þýskalandi. Stórstjarnan og NBA-meistarinn Dirk Nowitzki verður með Þjóðverjum á mótinu, en hann ætlar að reyna að kveðja landsliðið með Evrópumeistaratitli. „Þeir eru með nokkra veikleika sem við teljum okkur geta sótt á,“ sagði Arnar um möguleikana gegn Þjóðverjum, en það er leikur þar sem Ísland telur sig geta unnið sigur. „Þeir eru með hægan stóran mann sem hefur oft hentað okkur best. Maður hefur líka heyrt að þeir ætli í einhverja tilfæringar og munu mæta með lítið lið á móti okkur. Við þurfum að undirbúa okkur fyrir það líka.“ „Við förum brattir inn í þennan leik og við ætlum að vinna hann. Þetta er eitt besta tækifærið okkar til að vinna leik.“ „Ef Þjóðverjar spila eins og þeir hafa verið að gera getum við unnið þá. Við vorum túristar í dag en við ætlum að láta það duga. Á morgun ætlum við að halda áfram að vera íþróttamenn í Berlín og ná úrslitum,“ sagði Arnar Guðjónsson. Allt viðtalið má heyra í spilaranum hér að neðan. EM 2015 í Berlín Mest lesið Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Fótbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Íslenski boltinn Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Sjá meira
Karlandsliðið í körfubolta hefur leik á EM 2015 á laugardaginn þegar liðið mætir heimamönnum í Þýskalandi, en riðill Íslands verður spilaður í Berlín. Ísland á fimm mjög erfiða leiki fyrir höndum, en auk Þýskalands eru í riðlinum Serbía, Spánn, Tyrkland og Ítalía. Íslenska liðið fékk 40 stiga skell gegn Belgíu í síðasta æfingaleikum fyrir EM og er undir það búið að lenda í öðru eins á Evrópumótinu. „Ég ætla að gefa mér það, að við vinnum ekki fimm leiki á mótinu. Við getum alveg örugglega lent í tapi eins gegn Belgum. Körfuboltinn er bara þannig að þú ert mest með boltann 24 sekúndur í einu og svo fá hinir hann,“ sagði Arnar Guðjónsson, annar tveggja aðstoðarþjálfara Íslands, í viðtali í Akraborginni í gær. „Þegar menn eru ekki að spila vel gegn góðum þjóðum er ekki boðið upp á að pakka í vörn. Þegar menn spila á móti liði eins og Spánverjum, sem eru númer tvö á heimslistanum, og Serbum, sem voru í úrslitum á HM í fyrra, er líklegt að litla Ísland verði í vandræðum.“Hörður Axel Vilhjálmsson er á EM en Brynjar Þór Björnsson rétt missti af mótinu.vísir/andri marinóErfitt andlega fyrir strákana Íslenska liðið er búið að vera mikið saman í sumar og spila á tveimur æfingamótum. Allir í liðinu eru að upplifa eitthvað nýtt með landsliðinu, en hvernig hefur það verið að vera svona mikið saman? „Samveran er búin að vera mjög skemmtileg. Þetta er samheldinn hópur. Menn eru mjög duglegir að gera eitthvað saman. Það er enginn bara í sínu horni að horfa á bíómyndir,“ sagði Arnar. „Það vill til að við erum með mikið af gömlum mönnum sem lærðu að vera saman í hóp áður en Facebook varð til og svoleiðis. Það hjálpar rosalega mikið. Menn eru mikið að spila og svo er farið út og setið á kaffihúsum.“ Aðeins tólf íslenskir körfuboltamenn fá að upplifa drauminn að spila á stórmóti en upphaflegi æfingahópurinn taldi 21 leikmann. Á lokasprettinum voru svo Brynjar Þór Björnsson, Sigurður Þorvaldsson og Sigurður Gunnar Þorsteinsson skornir frá hópnum. „Það var auðvitað mjög erfitt andlega fyrir strákana að missa góða vini sína úr hópnum. Ég veit samt að einhverjir af þeim sem voru skornir frá hópnum ætla að koma út og styðja liðið,“ sagði Arnar, en Körfuknattleikssambandið ætlar að bjóða þessum þremur síðustu sem tóku þátt í stærstum hluta undirbúningsins með til Berlínar. „Það er rosalega vel og ríkumannlega gert hjá KKÍ. Þessir strákar eru hluti ástæðunnar að við komumst hingað. Þeir eru enn hluti af þessu liði þó þeir komust ekki í síðustu tólf. Það er samt bara jákvætt fyrir íslenskan körfubolta að eiga svona góða leikmenn fyrir utan hóp,“ sagði Arnar.Ægir Þór Steinarsson og strákarnir okkar eiga erfiða leiki fyrir höndum.vísir/andri marinóEitt besta tækifærið til að vinna leik Fyrsti leikur á EM verður gegn Þýskalandi. Stórstjarnan og NBA-meistarinn Dirk Nowitzki verður með Þjóðverjum á mótinu, en hann ætlar að reyna að kveðja landsliðið með Evrópumeistaratitli. „Þeir eru með nokkra veikleika sem við teljum okkur geta sótt á,“ sagði Arnar um möguleikana gegn Þjóðverjum, en það er leikur þar sem Ísland telur sig geta unnið sigur. „Þeir eru með hægan stóran mann sem hefur oft hentað okkur best. Maður hefur líka heyrt að þeir ætli í einhverja tilfæringar og munu mæta með lítið lið á móti okkur. Við þurfum að undirbúa okkur fyrir það líka.“ „Við förum brattir inn í þennan leik og við ætlum að vinna hann. Þetta er eitt besta tækifærið okkar til að vinna leik.“ „Ef Þjóðverjar spila eins og þeir hafa verið að gera getum við unnið þá. Við vorum túristar í dag en við ætlum að láta það duga. Á morgun ætlum við að halda áfram að vera íþróttamenn í Berlín og ná úrslitum,“ sagði Arnar Guðjónsson. Allt viðtalið má heyra í spilaranum hér að neðan.
EM 2015 í Berlín Mest lesið Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Fótbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Íslenski boltinn Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Sjá meira
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn