Aurum-málinu frestað þar sem skjölum var ábótavant Jóhann Óli Eiðsson skrifar 1. september 2015 10:00 Jón Ásgeir Jóhannesson og Lárus Welding eru tveir sakborninga í Aurum-málinu. vísir/gva Málflutningi um kröfu sérstaks saksóknara þess efnis að Guðjón St. Marteinsson víki sem dómari í Aurum-málinu var frestað. Fyrirtaka málsins var í morgun og var fyrirhugað að málflutningur færi fram en var því slegið á frest þar sem verjendur höfðu ekki öll gögn sem ákæruvaldið byggði á. Er málið var tekið fyrir í morgun lagði sérstakur saksóknari fram gögn sem flest voru lögð fyrir í Hæstarétti fyrr á þessu ári. Einnig voru nefnd til sögunnar gögn sem send voru með tölvupósti þann 9. júní síðastliðinn. „Þið kannist allir við þessi gögn, ekki satt? Þið eruð hér allir tilgreindir í cc,“ spurði dómarinn verjendurna en enginn þeirra kannaðist við að hafa fengið gögnin send í tölvupósti. Sérstakur saksóknari, Ólafur Þór Hauksson, sagði að ekkert yrði vísað til þeirra gagna í málflutningnum. Hann lagði fram önnur skjöl sem hann hugðist nýta en þeirra á meðal eru endurrit af hádegisfréttum RÚV og úrklippur úr blaðagreinum sem birtust ýmist í Fréttablaðinu eða Morgunblaðinu. „Ég veit hver dómkrafan er en ég hef ekki fengið eitt einasta gagn er snýr að henni,“ sagði Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, er hann lagði fram bókun. Hann sagði að það gæti ekki samræmst reglum að mæta til þinghalds án þess að nokkuð hafi verið lagt fram um það sem gera á kröfu um. Undir þetta tóku verjendur annara sakborninga. Saksóknari var því ekki mótfallinn að málinu yrði frestað um nokkra daga og var það því niðurstaðan. Í málinu eru þeir Jón Ásgeiri Jóhannessyni, Lárus Welding, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson ákærðir fyrir umboðssvik og hlutdeild í þeim. Snýr ákæran að sex milljarða króna láni sem Glitnir veitti félaginu FS38 ehf. Vegna kaupa á félaginu Aurum Holdings Ltd. Sakborningarnir voru sýknaðir í héraðsdómi síðasta sumar en dómurinn var ómerktur af Hæstarétti sökum ættartengsla Sverris Ólafssonar, sérfróðs meðdómanda í málinu, við Ólaf Ólafsson, oft kenndur við Samskip, en Sverrir og Ólafur eru bræður. Ólafur var sakfelldur fyrir hlutdeild í umboðssvikum í Al-Thani málinu. Málið verður tekið fyrir að nýju mánudaginn 14. september. Aurum Holding málið Tengdar fréttir Sverrir skilur ekkert í því af hverju hann var ekki yfirheyrður Sverrir Ólafsson, meðdómari í Aurum-málinu, segir að ummæli sem hann lét falla í viðtali við RÚV um sérstakan saksóknara hafi verið viðbrögð við ómaklegri árás. Hann hefði átt að orða hlutina öðruvísi. 30. apríl 2015 09:08 Óhjákvæmilegt að telja ummæli dómarans gefa tilefni til að draga óhlutdrægni hans í efa Aurum-málið fer aftur fyrir héraðsdóm. 22. apríl 2015 18:32 Jón Ásgeir: „Enn á ný á að drösla mér niður í héraðsdóm“ Jóni Ásgeiri Jóhannessyni virðist sem koma eigi honum í fangelsi með öllum tiltækum ráðum. 27. apríl 2015 07:00 Aurum-málið á leið aftur í héraðsdóm Jón Ásgeir Jóhannesson, Lárus Welding, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson eru á leiðinni aftur í héraðsdóm. 22. apríl 2015 14:10 Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
Málflutningi um kröfu sérstaks saksóknara þess efnis að Guðjón St. Marteinsson víki sem dómari í Aurum-málinu var frestað. Fyrirtaka málsins var í morgun og var fyrirhugað að málflutningur færi fram en var því slegið á frest þar sem verjendur höfðu ekki öll gögn sem ákæruvaldið byggði á. Er málið var tekið fyrir í morgun lagði sérstakur saksóknari fram gögn sem flest voru lögð fyrir í Hæstarétti fyrr á þessu ári. Einnig voru nefnd til sögunnar gögn sem send voru með tölvupósti þann 9. júní síðastliðinn. „Þið kannist allir við þessi gögn, ekki satt? Þið eruð hér allir tilgreindir í cc,“ spurði dómarinn verjendurna en enginn þeirra kannaðist við að hafa fengið gögnin send í tölvupósti. Sérstakur saksóknari, Ólafur Þór Hauksson, sagði að ekkert yrði vísað til þeirra gagna í málflutningnum. Hann lagði fram önnur skjöl sem hann hugðist nýta en þeirra á meðal eru endurrit af hádegisfréttum RÚV og úrklippur úr blaðagreinum sem birtust ýmist í Fréttablaðinu eða Morgunblaðinu. „Ég veit hver dómkrafan er en ég hef ekki fengið eitt einasta gagn er snýr að henni,“ sagði Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, er hann lagði fram bókun. Hann sagði að það gæti ekki samræmst reglum að mæta til þinghalds án þess að nokkuð hafi verið lagt fram um það sem gera á kröfu um. Undir þetta tóku verjendur annara sakborninga. Saksóknari var því ekki mótfallinn að málinu yrði frestað um nokkra daga og var það því niðurstaðan. Í málinu eru þeir Jón Ásgeiri Jóhannessyni, Lárus Welding, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson ákærðir fyrir umboðssvik og hlutdeild í þeim. Snýr ákæran að sex milljarða króna láni sem Glitnir veitti félaginu FS38 ehf. Vegna kaupa á félaginu Aurum Holdings Ltd. Sakborningarnir voru sýknaðir í héraðsdómi síðasta sumar en dómurinn var ómerktur af Hæstarétti sökum ættartengsla Sverris Ólafssonar, sérfróðs meðdómanda í málinu, við Ólaf Ólafsson, oft kenndur við Samskip, en Sverrir og Ólafur eru bræður. Ólafur var sakfelldur fyrir hlutdeild í umboðssvikum í Al-Thani málinu. Málið verður tekið fyrir að nýju mánudaginn 14. september.
Aurum Holding málið Tengdar fréttir Sverrir skilur ekkert í því af hverju hann var ekki yfirheyrður Sverrir Ólafsson, meðdómari í Aurum-málinu, segir að ummæli sem hann lét falla í viðtali við RÚV um sérstakan saksóknara hafi verið viðbrögð við ómaklegri árás. Hann hefði átt að orða hlutina öðruvísi. 30. apríl 2015 09:08 Óhjákvæmilegt að telja ummæli dómarans gefa tilefni til að draga óhlutdrægni hans í efa Aurum-málið fer aftur fyrir héraðsdóm. 22. apríl 2015 18:32 Jón Ásgeir: „Enn á ný á að drösla mér niður í héraðsdóm“ Jóni Ásgeiri Jóhannessyni virðist sem koma eigi honum í fangelsi með öllum tiltækum ráðum. 27. apríl 2015 07:00 Aurum-málið á leið aftur í héraðsdóm Jón Ásgeir Jóhannesson, Lárus Welding, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson eru á leiðinni aftur í héraðsdóm. 22. apríl 2015 14:10 Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
Sverrir skilur ekkert í því af hverju hann var ekki yfirheyrður Sverrir Ólafsson, meðdómari í Aurum-málinu, segir að ummæli sem hann lét falla í viðtali við RÚV um sérstakan saksóknara hafi verið viðbrögð við ómaklegri árás. Hann hefði átt að orða hlutina öðruvísi. 30. apríl 2015 09:08
Óhjákvæmilegt að telja ummæli dómarans gefa tilefni til að draga óhlutdrægni hans í efa Aurum-málið fer aftur fyrir héraðsdóm. 22. apríl 2015 18:32
Jón Ásgeir: „Enn á ný á að drösla mér niður í héraðsdóm“ Jóni Ásgeiri Jóhannessyni virðist sem koma eigi honum í fangelsi með öllum tiltækum ráðum. 27. apríl 2015 07:00
Aurum-málið á leið aftur í héraðsdóm Jón Ásgeir Jóhannesson, Lárus Welding, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson eru á leiðinni aftur í héraðsdóm. 22. apríl 2015 14:10