Nokkrir risar úr Affallinu Karl Lúðvíksson skrifar 19. september 2015 14:00 Halldór Gunnarsson með 91 sm lax úr Affallinu Affallið í Landeyjum hefur veið vinsælt veiðisvæði frá því að uppbygging hófst á því með sleppingum gönguseiða fyrir nokkrum árum. Affallið er bæði aðgengilegt og skemmtilegt að veiða og það skemmir ekkert fyrir að vel veiðist í því en aflatalan í sumar er komin yfir 500 laxa. Besta sumarið í Affallinu var 2010 þegar 1021 lax veiddist en næstbesta sumarið var 2013 þegar 795 löxum var landað. Halldór Gunnarsson var við veiðar þar fyrir skömmu ásamt góðum hópi veiðimanna og er óhætt að segja að þeim hafi gengið vel en fyrir utan ágæta veiðiá hefðbundnum eins árs laxi fengu þeir tvo flotta laxa sem voru yfir 90 sm langir. Halldór sendi okkur smá frétt og myndir úr Affallinu."Áttum ágætt holl félagarnir í Affallið núna fyrir stuttu þó svo heildaraflinn hefði mátt vera meiri, en allir veiddum við bara á flugu. Í fallegu veðri þá er mjög gaman að fara í Affallið því þessi litla og netta á getur geymt margan risann. Fiskurinn var nokkuð vel dreifður um alla á og sáum töluvert af fiski hér og þar þó svo nokkrir staðir hafi verið að geyma meira en aðrir.Náðum tveim risum í þessu sama holli sem eflaust telst nokkuð gott, 91cm hæng sem ég náði að krækja í og 93cm hrygnu sem Þorsteinn Stefáns náði, en báðir komu úr sama litla hylnum á litlar flugur. Einnig sáum við nokkra í sömu stærð. Skemmtileg á en við vorum sammála um að svona lítil og nett á ætti að hafa einhverja takmörkun á maðkaveiði því það er lítt gaman að koma að á eftir að hún hefur verið möðkuð í spað nokkrum tímum áður. :) Áttum samt skemmtilegar stundir við bakkann þarna". Mest lesið 14.305 veiddir fiskar í Veiðivötnum Veiði Orðnir einn af stærstu veiðileyfasölum landsins Veiði Stórfiskar í Geirlandsá Veiði Það eru stórir fiskar í Kleifarvatni Veiði Gæsin farin að safnast í tún Veiði Kleifarvatn gaf flotta veiði í rokinu í gær Veiði Nokkuð jöfn veiði í Eystri Rangá Veiði Óvenjulega mikið af laxi genginn í árnar Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Kvíslaveitur að gefa góða veiði þessa dagana Veiði
Affallið í Landeyjum hefur veið vinsælt veiðisvæði frá því að uppbygging hófst á því með sleppingum gönguseiða fyrir nokkrum árum. Affallið er bæði aðgengilegt og skemmtilegt að veiða og það skemmir ekkert fyrir að vel veiðist í því en aflatalan í sumar er komin yfir 500 laxa. Besta sumarið í Affallinu var 2010 þegar 1021 lax veiddist en næstbesta sumarið var 2013 þegar 795 löxum var landað. Halldór Gunnarsson var við veiðar þar fyrir skömmu ásamt góðum hópi veiðimanna og er óhætt að segja að þeim hafi gengið vel en fyrir utan ágæta veiðiá hefðbundnum eins árs laxi fengu þeir tvo flotta laxa sem voru yfir 90 sm langir. Halldór sendi okkur smá frétt og myndir úr Affallinu."Áttum ágætt holl félagarnir í Affallið núna fyrir stuttu þó svo heildaraflinn hefði mátt vera meiri, en allir veiddum við bara á flugu. Í fallegu veðri þá er mjög gaman að fara í Affallið því þessi litla og netta á getur geymt margan risann. Fiskurinn var nokkuð vel dreifður um alla á og sáum töluvert af fiski hér og þar þó svo nokkrir staðir hafi verið að geyma meira en aðrir.Náðum tveim risum í þessu sama holli sem eflaust telst nokkuð gott, 91cm hæng sem ég náði að krækja í og 93cm hrygnu sem Þorsteinn Stefáns náði, en báðir komu úr sama litla hylnum á litlar flugur. Einnig sáum við nokkra í sömu stærð. Skemmtileg á en við vorum sammála um að svona lítil og nett á ætti að hafa einhverja takmörkun á maðkaveiði því það er lítt gaman að koma að á eftir að hún hefur verið möðkuð í spað nokkrum tímum áður. :) Áttum samt skemmtilegar stundir við bakkann þarna".
Mest lesið 14.305 veiddir fiskar í Veiðivötnum Veiði Orðnir einn af stærstu veiðileyfasölum landsins Veiði Stórfiskar í Geirlandsá Veiði Það eru stórir fiskar í Kleifarvatni Veiði Gæsin farin að safnast í tún Veiði Kleifarvatn gaf flotta veiði í rokinu í gær Veiði Nokkuð jöfn veiði í Eystri Rangá Veiði Óvenjulega mikið af laxi genginn í árnar Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Kvíslaveitur að gefa góða veiði þessa dagana Veiði